fimmtudagur, desember 30

Sannast hér hið forkveðna:



Oft vakna bestu hugmyndirnar á nóttunni...

mánudagur, desember 27

Það er aðeins eitt sem toppar næturblogg...



Og það er morgunblogg!

Djúp pæling



Hversu oft hefur maður ekki velt því fyrir sér hversu margar fyrirmyndir Garðar Hólm ætti í íslensku samfélagi í dag.

Bara svona smá pæling...

sunnudagur, desember 26

Jólakveðja



Ritstjórn þessa vefs (sem samanstendur af mér sjálfum) óskar lesendum öllum, nær og fjær, til sjávar og sveita, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ritstjórnin vill auka þess þakka lesendum samfylgdina á árinu sem nú að renna sitt síðasta skeið og hlakkar til samfylgdar á komandi ári.

Líkur hér með lestri jólakveðja...

sunnudagur, desember 19

Vendipunktur í ímyndaðri skáldsögu



And then, all out af sudden and out from nowhere, the Chocolate appeared.

Neimdropp gærkvöldsins:



Páll Rósinkranz

fimmtudagur, desember 16

Nei, nú mega menn fara að skammast sín!



Árásir vissra manna undir dulnefni á hina kynngimögnuðu hljómsveit BeeGees eru fyrir neðan allar hellur. Þeir menn sem þær stunda gera ekkert nema að smána sjálfa sig og sína ætt og ættu að sjá sóma sinn í því að hætta nú þegar, ellegar munu Gibbbræðurnir ógurlegu fara í meiðyrðamál við þá.

mánudagur, desember 13

Eins og meistari Konfúsíus sagði:



Lag segir meira en 1000 orð.

BeeGees - Tragedy

Þegar bræði er farin að gera vart um sig útaf próflestri...



Er ekkert sem getur sefað hana nema Bob Dylan.

Bob Dylan - I Want You
Bob Dylan - Simple Twist of Fate

Þessi tvö lög drógu mig frá skruddunum, bræðin hefur sefast.

Spurning svo um að lýsa megnum ímugisti á það fyrirkomulag að hafa bæði stærðfræðiprófin sama dag, það nálgast allavega skuggalega hratt að maður komist á það stig...

sunnudagur, desember 12

Þegar ælan er komin upp í kok af próflestri



Er fátt sem jafnast á við The Smiths. Eftir samfellda tveggja tíma setu yfir diffurjöfnum redda þessi lög heilsu manna í skamma stund:

The Smiths - Bigmouth Strikes Again
The Smiths - Panic

Svo er alltaf gaman að komast að því daginn fyrir lesið próf í stærðfræði að manni vantar nokkrar reglur...

laugardagur, desember 11

Jólagjöfin í ár?



Allir krakkar elska Jimi Hendrix dúkkuna...

Amfetamínsterar!



Og svo þarf maður ekkert að sofa!

föstudagur, desember 10

Jammjammjamm



Blússandi sveifla, bara dæmin eftir...

fimmtudagur, desember 9

Það hlaut að koma að því...



Svo virðist sem heimsókn mín á Alþingi í dag eftir jarðfræðiprófið hafi tendrað hinn gamla bloggneista í hjarta mínu á ný, því í fyrsta skipti í langan tíma ætla ég mér að rita færslu sem í eru fleiri en þrjár málsgreinar.

"Um hvað ætlar Ásgeir að skrifa núna?" kynnuð þið að spyrja. "Ég skal segja ykkur að það!" mun ég svara. Ég ætla að skrifa um nýjasta æðið á Íslandi, Hive.

Takk fyrir



---------------------------

Neinei, ég er að fara á kostum hérna. Nú get ég ekki orða bundist lengur. Hafa þeir menn, sem sjá um þetta fyrirtæki, ekki minnsta vott af siðferðiskennd í hjarta sínu? Eru þeir samviskulausir? Hvernig í ósköpunum getur nokkur maður litið í spegilinn og horft í augu sér ef hann hefur framið gjörðir slíkar sem Hive-menn hafa stundað upp á síðkastið. Spyr sá sem ekki veit.

Ég er að sjálfssögðu að fárast yfir íslenskunni í auglýsingum Hive-manna, eða réttara sagt, skortinum á henni. Nú er víst að Sveinbjörn Egilsson og Jónas Hallgrímsson hringsnúast líkt og villisvín á teini (allt í lagi, ósmekkleg líking) í gröf sinni yfir þeirri síbylju sem yfir landann gengur þessa dagana. Varla má kveikja á útvarpinu lengur, hvað þá ganga um götur borgarinnar, án þess að við manni blasi: "FRÍTT DOWNLOAD" eða þá að maður heyri auglýst "[frítt dánvlód]". Ljóst er að sómatilfinning þessara manna hvarf fyrir löngu síðan, ef hún þá nokkurn tímann hefur verið til. Svona vinnubrögð eru til skammar. Sæmd þeirra Hive-manna er horfin, og verður ekki úr helju heimt fyrr en þeir sjá sóma sinn í því að taka upp fallegra mál í auglýsingum sínum. Næst þegar ég heyri auglýsingu frá þeim glymja í útvarpinu vil ég heyra auglýst "[frítt niðurhal]". Næst þegar ég tek strætó vil ég sjá auglýst með stórum stöfum FRÍTT NIÐURHAL. Ég lýsi hér með í lokin yfir megnrum ímugusti á Hive-menn og þær auglýsingar sem þeir hafa látið ganga yfir landann, og stendur þessi ímugustur á þeim þangað til að þessi draumur minn um "FRÍTT NIÐURHAL" rætist.

miðvikudagur, desember 8

Smá skilaboð



Norðmenn - Var ekki nóg fyrir ykkur að stunda rányrkju á ykkar aumkunnarverða landi? Þurftuð þið endilega að ræna síldinni okkar og hvalnum okkar líka?

Páll Melsted - Þú söks!

sunnudagur, desember 5

Til hamingju Þorgerður Katrín!



Ykkur tókst hið ómögulega. Að gera samræmdu prófin ósamræmd. Frábært hjá ykkur!

föstudagur, desember 3

Er þetta ekki móðins núna?





Take the Dead German Composer Test!

fimmtudagur, desember 2

Smá spurning til Heimis Pálssonar:



Hvað hefurðu eiginlega mörg líf á samviskunni?

miðvikudagur, desember 1

Fönix flýgur á ný?



Allavega eru kominn inn endurnýjaður tenglalisti. Skiljið eftir athugasemd ef þið teljið ykkur hlunnfarin...

laugardagur, nóvember 27

Heimska félagsfræði



...

þriðjudagur, nóvember 23

Spurning: Hvað er Ásgeir að gera klukkan 02:19 aðfaranótt 23. nóvember 2004?



Svar: Hann er að hlusta á jólalög.


Jammmjammmjammm

þriðjudagur, október 12

The Who - Go to the Mirrror


Best að fara að sofa...

sunnudagur, september 26

Heimir Pálsson



Þú ert frábær!

mánudagur, september 6

Heimsborgarinn tjáir sig



http://heimsborgarinn.blogspot.com

Hvort er nú betra



Að nafn manns sé lagt við hégóma eða holgóma?

laugardagur, september 4

Fréttir úr neðra



Frést hefur að skrattinn sé orðinn leiður á að borða McDonalds í öll mál. Hefur hann ákveðið að fara að stunda eldamennsku heima hjá sér, og keypti sér af því tilefni hreinsunareldavél.

Góðan daginn



Ég ætla að fá strokleður. Strokleðurjakka. Strokleðurjakkaföt. Strokleðurjakkafatahreinsun. Strokleðurjakkafatahreinsunareld. Strokleðurjakkafatahreinsunareldspýtustokk. Og þú mátt stokka hann fyrir mig.

Maður spyr sig



Hvað var klukkan áður en tíminn byrjaði?

sunnudagur, ágúst 29

Stone Roses fíkill?



Það ber vott um hrifningu mína á þessari hljómsveit í augnablikinu að ég hlakkaði til að komast heim úr teiti nokkru í gærkvöldi til að hlusta á hana.

Hljómsveit, plata og lag færslunnar: Bein afleiðing af fyrri efnisgrein...

Saga til næsta bæjar



Hefst nú sögustund Heimsborgarans...

Þannig vill til að skrifstofa Skólafélagsins er nú komin í nýja húsið á Amtmannsstíg. Föstudaginn síðasta hélt ég á rölt um miðbæinn eftir skóla (og nokkurt stúss þar á eftir) og hélt það þjóðráð að skilja töskur mínar eftir á skrifstofunni, og ná svo í þær daginn eftir. Voru samferðarmenn mínir mér sammála um að þetta væri snjallræði, enda ekki lítill farangur sem fylgdi mér þennan dag. Líður nú og bíður, og ætla ég mér svo að komast inn á skrifstofu á laugardeginum. Vill þá ekki betur til en svo að þjófavarnarkerfið blessaða var komið á, og engin leið til að komast framhjá þeim þríhöfða hundi. Leitaði ég því að Hannesi eins og hundur að ljósastaur í Sahara, en ekki fannst tangur né tetur af honum. Var þetta ástand viðvarandi alla helgina, og eftir 11 tíma vinnu í dag sá ég fram á að ná ekki að lesa lexíur mínar fyrir morgundaginn. Hófust nú örvæntingarfullar hringingar út um allan bæ (reyndar aðeins Vesturbæinn (og smá út á Seltjarnarnes)) og virtist enginn getað séð að hinu tignarlega tegurhefti sem til stóð að leysa æfingar úr fyrir morgundaginn.

Ég var orðinn úrkula vonar þegar ég ákvað að síðasta hálmstráið væri að hringa í Kára nokkurn Sigurðsson, og gá hvort að hann væri nokkuð til í sjá af heftinu sínu forkunnarfagra yfir nótt. Var hann meira en til í það, en þegar ég bauðst til að sækja það, sagði hann mér að hann væri á ferðinni. Kom á daginn (eða kvöldið ef út í það er farið) að hann væri í þessum töluðu orðum að keyra Kaplaskjólsveginn, og gæti verið komið til mín og verið snöggur að því. Varð það úr að við mæltum okkur mót úti á bílastæði mínu, og tók ég þar á móti tegurheftinu, vitandi að sálu minni væri hólpið. Telst þetta vera saga til næsta bæjar þar sem ekki er á hverjum degi sem að menn eru að rúnta um með tegurhefti í bílnum, og hvað þá í minni götu þegar mest þarf á að halda. Lifðu menn nú hamingjusamir til æviloka.

Lýkur nú sögustund Heimsborgarans.

Til að fyrirbyggja misskilning



Langar mig að taka fram að Stjörnubátar eru ekki vondir. Þeir eru illir. Mjög illir.

laugardagur, ágúst 28

Heilræði



Ef þið eruð stödd niðri í miðbæ, sama hversu svöng þið eruð, sama hvað ykkur langar mikið í e-ð virkilega sveitt, ekki fara á Stjörnubáta. Mér var illt í maganum eftir að hafa reynt að nærast þar.

Það veit ekki á gott að staðurinn hefur á matseðlinum bát kenndan við róna (Lallabát), sem er einmitt sá bátur sem ég fékk mér. Maður getur nú borðað flest allt undir áhrifum áfengis, en þetta varð mér ofviða.

föstudagur, ágúst 27

Elliot Smith



Magnaður.

miðvikudagur, ágúst 25

Skólinn hefst á nýjan leik



Og ég var víst búinn að lofa einhverjum að koma með nýja færslu þegar sá atburður mundi gerast. Kemur hún hér með.

Króatíuferðin var skemmtileg. Þarna beitti ég svaðalegasta úrdrætti sem sögur fara af. Þessi stílbrögð í íslensku, maður kann þetta allt...

Upp er komið vandamál. Óargalýður sem kennir sig við eðlisfræðideild II hefur hertekið stóran hluta G-stofu, sem er merkilegasta stofa skólans, enda hefur hún hýst Eðlisfræðideild eins lengi og nokkuð gamlir menn muna (I stofan er reyndar líka merkileg, vonandi að maður losni við e-ð leiðindi útaf því að hafa sagt þetta um G stofuna núna). Vandamálið lýsir sér í gífurlegu plássleysi sem hrjáir nemendur þá er sitja tíma í þessari stofu, enda viðbrigði að skyndilega séu þar inni 25 manns í stað 12. Hefur þetta ollið því að ekki er lengur hægt að stunda borðtennis inni í stofunni, en útbúnaður til þess eru einu merkustu gripirnir í sístækkandi safni muna sem nemendur VI.X hafa sankað að sér í gegnum tíðina. Er ljóst að ekki verður lengur við þetta unað, og bið ég lesendur (ef einhverjir eru eftir) vinsamlegast um að koma með lausnir á þessu hvimleiða vandamáli í athugasemdakerfi síðunnar.

Eru annars ekki allir í stuði?

Og jammjammmjammmjammmjammm, næturbloggun hefur göngu sína á ný. Djöfull, ég sem var búinn að ákveða að fara að sofa á skikkanlegum tíma í vetur...

miðvikudagur, júlí 21

Bloggfrí?



Já, ég hef verið að pæla dálítið í því að taka mér bloggfrí í sumar. Sjáum hvað setur...

laugardagur, júlí 17

Halló krakkar



Þetta er Jói Fel hérna. Bið að heilsa.

laugardagur, júlí 10

Síðan er dauð!!

Ég vil hér með, með trega í hjarta, lýsa síðuna dauða!!!

sunnudagur, júní 13

Já, margt er skrítið í kýrhausnum...

Ég vil byrja á því að biðja Ásgeir afsökunar á því að hafa reynd að koma upplognum sökum á hann. Ég þjáist nefnilega af því sem heitir á fræðimáli "lúkkalækobsessjon" sem lýsir sér í því að ég ligg á netinu daginn út og daginn inn og reyni að finna myndir af e-m sem líkjast fólki sem ég þekki, og þá helst í annarlegum aðstæðum. M.a. hef ég fundið myndir af ýmsum skyldmennum mínum, en þau verða ekki nafngreind hér. Fyndnust fannst mér þó myndin af systur minni, Tinnu.

Næst vil ég taka fram að e-s staðar á netinu leynist mynd af manni sem líkist mér, og í samanburði við hana er myndin hér fyrir neðan eins og mynd af drengjakóramóti í Vínarborg. Það fyndnasta er samt að þetta er ekki lúkkalæk, heldur er þetta ég sjálfur.

Takk fyrir,
Rósant

laugardagur, júní 12

Von mín er sú...



að einstaklingar sem héldu því fram að myndin hér fyrir neðan hafi verið af mér í alvörunni hafi verið að grínast. Allverulega.

Jafnvel spurning um að eyða þessu ef misskilningurinn heldur áfram...

sunnudagur, júní 6

HAHAHAHAHAHAHAHAHAH

Ég rakst á þessa á netinu!! Ásgeir, hvar varst þú um helgina???
"Tjekkið" á þessu....



laugardagur, júní 5

Já alveg rétt



Prófin eru víst búin.

Síðasta færsla stendur.

Blogghléi lokið



Á fundi Diffurfélagsins Fasta eru blogghlé rofin. Ég bið dygga aðdáendur afsökunar, nú eru betri tímar með blóm í vændum í haga. Ég heiti góðum á næstunni, og ég skal hundur heita ef BÖKK kemur við sögu. Henrik býðst til að gubba blóði ef ekkert verður úr þessu. A Hansen er mASSAPLEIS. Þökk sé óminnishegranum margfræga er ASSAPLEIS ritað með stórum stöfum, þó ekki jafnstórum og víðfrægum hlut BÖKKSINS.

Darri er sjúkur andskoti.

Sigurjón veit ekkert um pólitík, hann má stofna sitt eigið Perrafélagið Sigurjón. Og Snobbfélagið Sigurjón. Og Perrasnobbfélagið Sigurjón. Og hvað segir þú?

Andy Kaufman hefur snúið aftur aftur.

Þessi færsla er í samræmi við skoðanir Andy Kaufkmanns á hægrikímni og vinstri hendi.

Kæri lesandi, hefur þú diffrað fríhendis?

Hei þú! Gleymdu ekki fastantum.

Nýjar reglur hafa litið dagsins ljós. Nýjir tímar eru upprunnir. Nýjir vindar leika um þjóðlífið. Ég sé þetta í vatninu. Ég horfi, og sé þetta þetta speglast í tárum máfanna.

Ég horfi í rotþrónna, og sé Skítamóral í henni. Konungurinn sér um sínar

Ég sé sólina í málverkum veggjanna
Sjúklingar með bilað hægri heilahvel
Sjá ekki skóginn fyrir trjánnum
Því að hægra heilahvelið sér um heildarmynd.
Guðmundur segir, nakinn, svekktur, svikinn, kalinn: "Þetta er ekki boðlegt. Þessi verður að linna. Við hringum dómsdagsbjöllunni. Og ég ætlaði nú bara að fá smá bensín. Sigurjón kaupir bíó, fullur, í Álfabakka. Hann kýs að láta bíóið heita eftir sér. Hann breytir ekki nafni bíósíns. Nú spyr ég, er ekki kominn tími á greinaskil? Tja, maður spyr sig.


Þessi færsla er rituð að undirlagi ýmissa manna. Ég vil sérstaklega þakka Gwyneth Paltrow.

föstudagur, maí 21

Eðlisfræðin



Eitthvað ekki alveg...

miðvikudagur, maí 19

Tíminn



Er andstæðingur afreka.

mánudagur, maí 17

Djöfull



Það er ekki til kaffi. Ekki einu sinni NesCafé. Feitt fiasko!

sunnudagur, maí 16

Orð Nostradamusar



Eitthvað segir mér að nóttin sem brátt fer í hönd verði löng...

föstudagur, maí 14

Viðburðarrík Alþingisferð



Í morgun hélt ég ásamt Tómasi Pajdak á fundarpalla Alþingis. Hafði staðið til daginn áður að við mundum hittast þar um kvöldið, en þar sem við vorum sammála um að mesta fúttið væri í umræðu um fundarstjórn forseta, og mestar líkur væru að ná henni á morgnana, sammæltumst við um að mæta kl. 10:30 á Alþingi næsta morgun. Þegar dagurinn í dag rann svo upp hringdi Tómas í mig og ákváðum við að breyta fundartíma okkar til kl. 10:00 ellegar eins snemma og unnt væri.

Ég var mættur eftir smá bílastæðarallý í Þingholtunum á þingpalla um kl. 10:25 og hitti þar fyrir krónprins Pajdakættarinnar á Íslandi. Hafði hann mætt aðeins á undan mér og náð síðustu orðum Helga Hjörvars í umræðu um fundarstjórn forseta. Sá sem stóð upp í pontu þegar ég mætti var Björgvin G. Sigurðsson, sem eins og frægt er orðið ætlaði sér að lesa bókina Frelsið eftir John Stuart Mill. Það kom hins vegar að ljós að hann og Einar Már Sigurðarson ætluðu að skipta bókinni á milli sín, lesa valda kafla í annarri umræðu og klára bókina svo í þeirri þriðju. Hófst þá lesturinn, og inn í hann skaut þingmaður ýmsum athugasemdum. Var lestur hans ekki hápunktur dagsins.

Eftir ræðu Björgvins var næstur í pontu Steingrímur J. Sigfússon, og held ég að enginn hafi gert sér í hugarlund hvílíka bombu hann átti eftir að flytja, þótt vissulega væri vitað að hann væri meðal bestu og skemmtilegustu ræðimanna á Hinu háa Alþingi. Í upphafi ræðu sinnar fór hann fram á að nokkrir hæstvirtir ráðherrar yrðu viðstaddir lok ræðu sinnar, þegar hann hugðist ætla að leggja fram spurningar fyrir þá. Fyrsta bomban kom svo þegar hann gagnrýndi þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að aðhafast ekkert í málinu, og kallaði hann þá hlussur. Var þá hlegið á þingpöllum. Er á leið ræðuna minntist hann á að hann óskaði eftir viðveru ráðherra, og var forsætisráðherra þá kallaður upp í þingkerfinu. Sást Davíð Oddsson svo fljótlega á vappi fyrir utan þingsal, og getum við samferðamaður minn klárlega vottað fyrir það að hann virtist fullfrískur. Hann lét sig þó fljótt hverfa, og sást ekki aftur eins og kunnugt er orðið.

Steingrímur hélt svo ræðu sinni áfram, og varpaði svo fram annarri sprengju þegar rætt var um fréttaflutning fjölmiðla af málinu, og bar fréttaflutningur Morgunblaðsins þar á góma. Vitnaði Steingrímur í leiðara blaðsins og vitnaði í hann en þar stóð meðal annars að allir málsaðilar hefðu sæst á sjónarmið þess í málinu, það eina sem skildi á milli væru 20 prósentustig. Hló þá þingheimur. Var þá hlegið á þingpöllum. Steingrímur benti svo Forseta Alþingis, sem þá var Halldór Blöndal, að lesa þennan leiðara, enda væri Halldór sérstakur áhugamaður um Morgunblaðið. Sagðist Halldór, sem var með Moggann hjá sér og var að fletta honum, þá vera að leita að þessum ákveðnu skrifum. Þá mælti Steingrímur: "Þetta er leiðarinn. Hann er venjulega í miðopnunni." Var þá hlegið á þingpöllum. Ræðu Steingríms miðaði svo áfram markvisst, og kom með marga góða punkta í henni, t.d. afhverju viðskiptaráðherra hefði reynt að sameina ríkisbankana fyrst að hún væri svona mikið á móti samþjöppun. Þeir hefðu virkað vel ef að stjórnarþingmenn mundu e-n tímann skipta um skoðun. Þegar kom að lokum ræðunnar var enginn þeirra sem hann hafði óskað eftir að yrðu viðstaddir mættur í þingsal. Bárust þær fréttir frá forseta þingsins, sem þá var Guðmundur Árni Stefánsson, að forsætisráðherra væri læstur inni í fundarherbergi á mjög mikilvægum fundi. Fór Steingrímur þá fram á að hlé yrði gert á fundinum, og reynt yrði að ná í forsætisráðherra á meðan á hléinu stæði. Varð fundarstjóri við þessari beiðni.

Nújæja, í fundarhléi ræddum við Pajdak af kappi um nýliðna atburði sem gerst höfðu, og fullir eftirvæntingar biðum við eftir því að sjá framhaldið. Nú var fundur settur aftur, og var sú nýbreytni tekin upp að umræða um fundarstjórn forseta var tekin upp í miðri ræðu þingmanns. Sá fyrsti til að hafa orð á þessi var Jóhann Ársælsson, og var hlegið á þingpöllum þegar hann gerði fundarmönnum þetta ljóst. Fjörugar umræður spunnust um fundarstjórn og skemmtilegast var þegar Jón Bjarnason mætti upp í pontu og lagði það til við fundarstjóra að matarhléi þingmanna yrði flýtt til 11:30. Var þá hlegið á þingpöllum. Fundarstjóri hafnaði beiðninni. Steingrímur steig loks aftur upp í pontu, og nú fór að draga til tíðinda.

Það leyndi sér ekki að Steingrímur var reiður. Reiður yfir vanvirðingunni sem ráðherrar sýndu alþingismönnum. Reiður yfir því hvernig Davíð Oddsson reyndi að fara með Alþingi eins og gólftusku líkt og hann hafði gert við borgarstjórn. Hann húðskammaði þingmenn stjórnarflokkanna, og fannst lítið til þess koma aðeins einn þingmaður þeirra flokka hafði kveðið sér til hljóðs. Ekki fannst honum heldur mikið koma til þeirrar ræðu, en hann kallaði ræðu hans aularæðu. Var þá hlegið á þingpöllum. Steingrímur vatt máli sínu næst að forsætisráðherra, rifjaði upp þegar Davíð Oddsson leysti upp Alþingi fyrir tíma fram þegar að þingmenn sýndu honum mótspyrnu og fleiri afrek á ferli hans, meðal annars metasöfnun hans á stjórnarskrárbrotum. Enn lét Davíð ekki sjá sig, en eins og áður segir í þessari færslu hafði Davíð áður sést á vappi á Alþingi, og var ekki á öðru að sjá en að hann væri fullfrískur. Ég og Tomasz H Pajdak erum tilbúnir til að ábyrgjast það að hann hafi verið á vappi og litið út fyrir að vera bráðfrískur ef vitna verður krafist fyrir dómstólum. Steingrímur dró því þá ályktun að forsætisráðherra þyrði einfaldlega ekki að eiga orðastað við sig. Mælti hann þá þessi orð, sem verða lengi höfð í minnum manna:
"Og það skal þá standa, að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla, að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig!"

Var þessi Alþingisferð sú skemmtilegasta og jafnfram merkilegasta sem ég hef farið í, og ekki miklar líkur á því að hún verði toppuð. Gef ég henni fullt hús, eða 100%

Og munið, að þið hafi hvergi fengið jafnítarlega lýsingu á atburðum á Alþingi dag eins og á þessari síðu.

http://rostungurinn.blogspot.com - þar sem málin eru krufin til mergjar!

Að loknu stúdentsprófi í frönsku



Tout est finit!

fimmtudagur, maí 13

Viðeigandi



Það er fátt sem á meira við þessa nótt en Django Reinhardt.

Fúlt



Um þessar mundir standa yfir líklegast einu hræringar í íslensku stjórnmálalífi sem nokkur sá sem les þessa síðu á eftir að upplifa á ævi sinni. Það er ekki oft sem mig langar til að fara niður á Alþingi og horfa á umræður, en núna langar mig til þess (eða réttara sagt áðan, þingmennirnir eru farnir að sofa, aumingjar). En nei, ég þarf víst að mæta í stúdentspróf í frönsku á morgun...

Eric Clapton - Bad Love

mánudagur, maí 10

Bless bless



Örnólfur Thorlacius

sunnudagur, maí 9

Flottheit



Það gerir síðuna nú áferðarfegurri að sleppa línum undir tenglunum.

Um biturleika mannsins



Þessari spurningu er beint til þín, Örnólfur Thorlacius: Hvað í ósköpunum hefur mannkynið gert þér til að það verðskuldaði það að þú skrifaðir kennslubækur þínar? Hver sá sem lætur lífið við lestur bóka þinna deyr hetjulegum píslavættisdauða, ertu að reyna að stofna nýjan sértrúarsöfnuð?

Nei, bara svona smá pælingar við lestur undir komandi líffræðipróf...

laugardagur, maí 8

Steiktur vesslingur dagsins



Frikki, toppaðu þennan!

Ójá!



Stúdent í efnafræði.

Lífræn efnafræði má nú hvarfast við fullsterkara saltsýru og hvarfast til fulls. Sá sem fann hana upp hefur bara verið að því til að náttúrufræðideildarlið gæti kennt okkur Eðlisfræði I mönnum eitthvað.

föstudagur, maí 7

Menn og dýr...

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum. Frá því að ég hóf skólagöngu hefur mér verið kennd líffræði. Í þessu líffræðinámi hef ég jafnan oft rekist á fullyrðingar á borð við þessa: "Mannveran þróaðist af apakyni..." eða "Mannveran er þróaðasta dýr sem gengið hefur á jörð þessari". Þrátt fyrir þessi stóryrði og hroka mannanna gegn dýrum náttúrunnar, má alltaf finna einstaka menn sem halda í forn gildi og þjást af nostalgíu. Þetta eru menn sem kenna sig við dýr og dýranöfn vegna þess að þeim er annt um náttúruna og þeirra lífsskoðun er að maðurinn er í raun ekki æðri öðrum dýrum. Þessir menn eru meðal annarra:

Ásgeir Birkisson, sem löngum hefur kennt sig við konungi hafsins; rostunginn.

Þórður Gunnar Þorvaldsson hefur einnig löngum kennt sig við þekktadýrategund; hundinn. Þórður er jafnan kallaður D-Dog.


Með þessum pistli vil ég hvetja alla til þess að taka upp forna siði indíaána og fleirri góðra manna. Til dæmis getur Egill Árni kallað sig Egill Elgur.
Eða Vilhjálmur Alvar getur kallað sig Villi geit (þótt það bendi til sifjaspella).

Gefðu mér



fastan punkt og nóga stóra búrettu og ég mun títra heiminn!

miðvikudagur, maí 5

Come on



Eileen

Steiktur vesslingur dagsins



þriðjudagur, maí 4

Psycho Killer


Qu'est que c'est?

Að loknu munnlegu enskuprófi



Húrra, nú þarf ég aldrei að tala ensku framar!

Skilgreinin á fáránleika



Ljúka við lærdóm fyrir munnlegt próf klukkan tvö um nóttu, fara upp og sjá að verið sé að sýna beint frá Alþingi á RÚV. Horfa á beina útsendingu frá Alþingi.

mánudagur, maí 3

Death of a Salesman



Willy Loman er líklega ein leiðinlegasta manneskja bókmenntasögunnar.

sunnudagur, maí 2

Aðeins í MH



Friðrik Árni á kannski steiktan vessling dagsins, en þetta á ég.

Down by the seaside



Down by the seaside.
See the boats go sailin'
Can the people hear,
What the little fish are sayin?


Ó Króatía, hve mikið ég hlakka til. Þess má einmitt geta að þessi mynd er tekin við ströndina á bænum sem ferðinni er heitið, ó þú mikla fegurð!

laugardagur, maí 1

Títrunarferli lokið



Það ríkti undarleg blanda af spennu og harmi í verklegri efnafræði hjá 5.X á mánudaginn. Gerðu nemendur sér smám saman grein fyrir því eftir því sem á leið að síðasti verklegi efnafræðitími Menntaskólans væri upprunninn, og mundi einnig brátt renna sitt skeið á enda. Tilraunin sjálf var ekki af verri endanum, og ljóst að kennarar hefðu sammælst að enda títrunarferla nemenda með stæl, en verkefnið var það sem án efa hefur vekið mesta tilhlökkun í allan veturinn, já, að sjálfsögðu stóð til að títra mjólk. En það var ekki nóg með að þetta glæsta verkefni skyldi framkvæmd, heldur skyldi mjólkin einnig baktítruð áður.

Leið tíminn og loks kom að því að títrun var lokið, og það í síðasta sinn. Var það tregafull stund þegar ég lagði búrettuna á hilluna hinsta sinni, og ljóst að merk tímamót hefðu orðið í lífi mínu. En innst inni vissi ég að það þýddi ekki að gráta orðinn hlut, þetta var eitthvað sem ég yrði að slíta mig frá, og þarna var rétti tíminn. Búrettunni var gerð heiðurssæti á hillu í efnafræðistofunni, og ljóst að hin nýfengna títrunartækni mín mundi ekki nýtast framar við þessa búrettu. Vonandi er hins vegar að hún muni veita komandi nemendum Menntaskólans jafnmikið gagn og gaman og hún hefur gert mér, TÍTRUN MUN LIFA AÐ EILÍFU!

Títrun hefur verið hætt.

Lag sem passar ekki við líðandi stund



Queen - Don't Stop Me Now. Ef eitthvað lag hefur einhvern tímann ekki átt við þá er það þetta lag á þessari stundu. Það er algjör ástæða til að stöðva mig, það er engin ferð á mér. Já, lærdómurinn hefur spillt mörgu góðu kvöldi, og ljóst er að margar ljúfar aftanstundir eiga eftir að fara í súginn á komandi vikum.

föstudagur, apríl 30

Allir vildu Lilju kveðið hafa



En það er aðeins eitt skáld. Hannes Hólmsteinn.

Eitt próf búið, níu próf eftir.

1:9

fimmtudagur, apríl 29

Það verður ekki af Hallgrími Péturssyni tekið



að hann var ágætis skáld. Ó hve færslur þessa bloggs verða skemmtilegar er nær dregur próflokum.

miðvikudagur, apríl 28

Tveir menn sem hafa gert heiminn að verri stað til að lifa í



Heimir Pálsson
Maðurinn sem fann upp liðunarreglur hornafalla

Ég hafði vonast eftir að fresta kynnum mínum af hinum fyrrnefnda í eitt ár með því að sleppa vorprófum. "Umsókn þinni var því miður hafnað, ÞÚ SKALT ÞJÁST, ÞÚ SKALT ÞJÁST," (nokkurn veginn orðrétt) var það sem stóð í bréfi sem ég fékk hins vegar og því ljóst að draumurinn var úti. Afhverju fékk ég ekki bara að sleppa í fjórða bekk? Þetta var ein sú mesta sóun á einhverju sem Mastercard gæti notað í ómetanlegt auglýsingar sínar, en þetta mun ég aldrei fá. Nema náttúrulega að maður falli bara í fimmta bekk til að fá að nýta sér þennan möguleika...

föstudagur, apríl 23

Fréttir!!!

Já, snillingurinn Jason Biggs er kominn til landsins. Ég kvet alla til þess að kíkja á Snæfellsnesið um helgina þar sem meistarinn er við tökur á nýrri mynd!

Hannesar þáttur Hólmsteins



Steiktur vesslingur dagsins:



Svo er kallinn bara kominn með gmail...

Heyrst hafa raddir um að ég hafi hætt að senda frá mér pósta með e-u málefnalegu. Vonandi að mér takist að gera bragarbót á því.

miðvikudagur, apríl 21

Borat?



Í það minnsta bróðir hans
Sjékk it

Ævintýrið heldur áfram




What Pink Floyd Song Are You?

Have A Cigar

You are successful and destined for great things. You rely heavily on teamwork. Keep up the good work.

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.


mánudagur, apríl 19

Villt



Who were you in a past life? by Kat007
Name:
Birthdate:
Favorite Color:
Country:
You were most probably:Jim Morrison
If not then you were:A sheep dog named Grody
Created with quill18's MemeGen 3.0!

föstudagur, apríl 16

Æ þessi svefn



Er stórlega ofmetinn.

Tók þetta próf...


Which Bob Dylan song are you?

Tangled Up In Blue

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.


Hmmm



Hverjir eru að fara á Clapton?

Svo er þessi mögnuð



Lesendur: Góða skemmtun á tónleikunum
Ásgeir: Takk

þriðjudagur, apríl 13

arctan



Löngum hélt ég að arctan væri bara eitthvað grín, að Pýþagorasi hafi dottið í hug að gera eitthvað flippað á fylleríi og ákveðið að búa til arctan. Nú hefur hins vegar komið í ljós að arctan er eitt af sniðugustu föllunum í tegrun, og tek ég hér með að mér embættið "verndari arctan". Passið ykkur því að svívirða ekki arctan þegar ég er nálægt, því að þá er voðinn vís.

Eftir mikla spilun á röski finn ég að ö-mælgin er aftur að ryðja sér til rúms í munni mínum.

Hljómsveit færslunnar: Queen
Diskur færslunnar: Queen Rocks
Lag færslunnar: No-one but you (only the good)
Um lag færslunnar: Magnað tribute-lag sem eftirlifandi meðlimir Queen gerðu í minningu Freddie Mercury. Magnað.

mánudagur, apríl 12

Shallow Hal



Ég vil taka það skýrt fram að það er gestabloggarinn Rósant Ísak Rósantsson sem sér um þann leik.
Shallow Hal

Jæja þá er komið að fyrsta Shallow Hal!! Ég ætla ekki að orðlengja þetta!! Gjörið svo vel!!

Fyrri keppandinn er Maggie Johnson:
Maggie er 22 ára stelpa á uppleið með markmiðin á hreinu! Maggie er fædd og uppalin í Suður-Karólínu en fluttist seinna Maine þar sem hún vinnur á Starbucks. Fjölskylda hennar býr þú ennþá í smábænum Lyndonville í S-Karólínu og stundar þar kvikfjárbúskap, en þess má þó geta að móðir Maggiear vinnur sér oft inn aukatekjur þegar hart er í búi í kjörbúðinni Cost-go sem er nálægt heimili þeirra. Maggie á eldri bróður sem heitir Petit Johnson og litla systur sem heitir Clarice Johnson. Jæja, Maggie hefur áhuga á öllu sem tengist kvikfjárbúskap, ferðalögum, sætum suðuríkjastrákum og almennu Ibiza djammi.

Seinni keppandinn er heldur ekki af verri endanum en það er hún Carla Elvovich: :
Já, það er margt í hana Cörlu spunnið það get ég sagt ykkur eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í góðu glensi í afmæli ömmu hennar. Tekið skal fram að Carla er hægra megin á myndinni. Já, já, ekki tapa ykkur í kætingi!! Maðurinn á vinstri hönd er sá sem þið teljið hann vera!! Þetta er celebrityið sjálft Clay Irwin, fyrrverandi ruðningsstjarna hjá háskólaliðinu Memphis Masters!! En svo við vindum okkar aftur að henni Cörlu Elvovich, þá býr hún í Memphis með eiginmanni sínum og fjórum börnum! Já, hún er iðin stelpan, með fjóra krakka á framfæri´og tvo á leiðinni! Carla er reyndar atvinnulaus um þessar mundir, eða svo frekar, milli verkefna, en hún stefnir á að sækja um stöðu ritara sýslumanns Riverdalescounty þegar hún er búin að pumpa krökkunum út! Stelpan hefur áhuga á öllu sem tengist góðu kynlífi og hefur jafnan verið talin lauslát hóra ( en tekið skal fram að það er bara orðrómur sem birtist í bæjarblaðinu Riverdaily).

Jæja, þá hef ég kynnt stelpurnar tvær! Nú er valdið í ykkar höndum; hvora viljið þið vita meira um og sjá í All-star þættinum sem verður milli jóla og nýárs! Kjósið í "commenta" dálknum!

Risk



Planið var gott, og sigur vís í næsta leik. En spjaldaguðinn gaf grimmt, og áður en sóknarteningunum var kastað var leikurinn úti.
Shallow Hal,

Já krakkar mínir, ég sit ekki auðum höndum hér heima í fríinu! Nei, nei ég er sko búinn að sitja hörðum höndum í fríinu yfir nýjum leik sem mun birtast hér á síðunni á (eftir)! Leikurinn gengur út á það að ég birti myndir og upplýsingar um tvær stelpur, og síðan er það í höndum lesenda að kjósa milli stelpnanna, þ.e. hvor þeirra er álitlegri! Stelpan sem hefur hlotið fleiri atkvæði að viku liðinni frá birtingu myndanna mun komast áfram í nokkurs konar "All-Stars"! Tekið skal fram að leikur þessi er hluti af sjálfstæðri könnun minni á mati íslenskra karlmanna á kvenmönnum! Já og kjósa skal í "commenta" dálknum!! Njótið vel!!
Shallow Hal

Já, hann er shallow hann Hal! Allaveganna ég er að fara af stað með nýjan leik á þessari síðu, leik sem er algjörlega mín hugarsmíð! Jæja, leikurinn gengur út á það að ég birti myndir af tveimur stelpum og upplýsingar um þær og síðan fá lesendur að kjósa um stelpurnar í commentadálkinum! Stelpan sem verður með fleiri atkvæði viku eftir að myndirnar birtast kemst áfram í nokkurs konar úrslitakeppni! Jæja ég ætla að fara að vinna að þessari keppni!

fimmtudagur, apríl 8

Hérna voru tilhæfulausar ásakanir, ég hef lagað þetta til.

Heimur versnandi fer ...

Já, það liggur enginn vafi um það!! Að þessu komst ég í dag þegar ég átti, því miður, samtal við félaga minn fyrir stundu. Mér varð ljóst eftir þetta samtal okkar, sem stóð ekki lengur en í um tíu mínútur, að heimur versnandi fer. Ég hef allt frá barnsaldri talið mér trú um annað; að heimur okkar fari batnandi með hverjum degi sem líður og að lífskjör okkar mannanna sem byggja þessa jörð fari batnandi og að glæstir tímar séu framundan. Ég taldi mér trú um að ég væri heppinn maður, fyrir það eitt að fá að standa á herðum forfeðra minna sem lögðu grunn að þessum dásamlega veruleika sem ég upplifi. En sei,sei og nei og nei!! Þessi barnatrú mín varð skotspónn félaga míns í þessu samtali! Félagi minn gjörsamlega gerði út af við allt það sem ég hef trúað á frá blautu barnsbeini og gott betur; hann gerði mig gersamlega sjúklega þunglyndan og reiðan út í allt og alla.
Þið, lesendur þessarar greinar, eru væntanlega byrjuð að velta því fyrir ykkur hvað í samtali okkar, mín og vitleysingsins, hafi ollið þessari reiði minni. Já, þið þurfið ekki að velta vöngum ykkar lengur yfir því, þar sem ég ætla að segja ykkur skýrt og greinilega frá því. Byrjum á staðreyndunum:

Samtalsform: MSN Messenger
Tími: frá c.a. 14:40-14:50
Dagsetning: 8. apríl 2004

Þetta samtal fór á milli undirritaðs og Ásgeirs nokkurs Birkissonar, sem þið ættuð að þekkja sem eiganda þessarar síðu!

Um áraraðir hef ég talið Ásgeir vera lögfróðan mann og umfam allt góðan pilt. Mér fannst réttlætinu framfylgt þegar Ásgeir varð kosinn í Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík. Þarna var kominn ungur dugnaðarfálkur í stjórn nemendafélagsins sem væri lögfróður, sanngjarn og heiðarlegur maður. Jæja, Ásgeir vissi upp á sig sökina og sagðist þurfa að fara, á tónleika ((væntanlega með sugababes)á Skírdegi!!). Já, hann Ásgeir drattaðist af MSN með skottið á milli lappanna. Og fara síðan á tónleika með sugababes á Skírdegi!!! Þetta boðar ekki gott!!

Þarna voru tilhæfulausar ásakanir sem svertu mannorð margra aðila. Og ég fór ekki á tónleika með Sugababes, heldur Vinum Dóra. Rétt skal vera rétt!







miðvikudagur, apríl 7

Steiktur vesslingur dagsins



sunnudagur, apríl 4

Alice



Who the fuck is Alice?


Ég kynni svo gestabloggarann Rósant Ísak Rósantsson.
Sæl

Já, þetta comment mitt hér fyrir neðan hafði svo sterk áhrif á Ásgeir að hann bauð mér embætti gestabloggara. Ég varð náttúrulega mjög snortinn af þessu og þáði embættið með ákafa. En, hvað sem líður, þá lofa ég bulli og vitleysu og ég mun gera mitt besta til þess að þessi síða haldi sig á því lágmenningastigi sem hún sökk í strax í upphafi. Verði ykkur að góðu!!

föstudagur, apríl 2

Annasamur dagur



Dagurinn í dag var ansi annasamur hjá mér. Byrjaði ég á því að fara í prufur fyrir Idol upp í Austurbæ laust fyrir hádegi, og fór ég svo í röð fyrir utan Nasa til að getað fjárfest í miðum á Bruce Springstein. Þetta voru asskoti magnaðir tónleikar hjá kallinum svo.

*Sagt með japönskum hreim*Í færslunni á undan var slegið nýtt met í fjölda kommenta. En tekst að slá þetta met? Place bets now! BANZAIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII

miðvikudagur, mars 31

Veðrið



Vá, einhverjir veðurguðir eru á fylleríi núna. Þegar þetta er skrifað, kl. 2:43 þann 31. mars 2003, er snjókoma í Vesturbæ Reykjavíkur og hefur verið í nokkurn tíma. Áðan brá ég mér út í bíl, og lá þar frekar skrítið snjólag yfir öllu, samansett af þykkri slyddu, sem hvorki rennur niður í holræsin né þjappast þegar maður stígur á hana, heldur er bara þykkt vatnslag. Ef svo frystir í nótt er voðinn vís á morgun, og ljóst að slysamóttökur eiga eftir að verða vinsælli en saunur í Finnlandi (sökum þreytu dettur mér ekkert fyndnara í hug, og bið ég lesendur um að afsaka það).

Í fréttum er það annars helst að Ísmeistararnir eru nýkrýndir Íslandsmeistarar í kurling, og var víða kátt á bæ þegar fréttist af sigri þeirra. Athygli vekur að nýkrýndur Íslandsmeistari í listdansi á skautum er svo liðsmaður Ísmeistaranna, og ekki heiglum hent að verða Íslandsmeistari í báðum þessum fjölmennu greinum. Færi ég þessu afreksfólki hamingjuóskir.

I'VE GOT BLISTERS ON MY FINGER! Hver mælti (öskraði svo), í hvaða hljómsveit var viðkomandi, í hvaða lagi var þetta, á hvaða plötu var þetta lag, og hver er ástæðan fyrir því að umræddur tónlistarmaður var með blöðrur á fingrunum? Svarist í athugasemdakerfi.

Hljómsveit færslunnar: Dire Straits
Diskur færslunnar: Making Movies
Lag færslunnar: Tunnel of Love

mánudagur, mars 29

Ójá



Kominn með miða á Vini Dóra. 8. apríl er feitt tekinn frá!

sunnudagur, mars 28

Ööööö



Afhverju liggur snjór yfir öllu úti?

Nýr titill



Nú er ég búinn að breyta um titil á blogginu, máske kominn tími til þar sem að tegurreikningur hefur tekið við hlutverki líkindareikningsins sem nýjasta nýtt. Einnig hef ég pælt í að laga template-ið aðeins til, bæta inn einhverju flúri, en tíminn einn verður að leiða í ljós hvort úr því verður. Einnig hef ég komist að því eftir nokkrar rannsóknir að "tenglaskiptajöfnuðurinn" er mér nokkuð óhagstæður, spurning hvort að maður fari að heimta tengla af fólki. Sjáum til, sjáum til.

Chopin er magnaður, svo lag færslunnar verður vals í As-dúr, op. 34 nr. 1.

laugardagur, mars 27

Úrslitakvöld



Músíktilraunir: Eftir hina vikulegu spurningakeppni hugðumst við Pajdak skella okkur á úrslitakvöld Músíktilrauna. Fór það þó ekki betri en svo að uppselt var þegar við mættum á svæðið, og urðum við að láta okkur það lynda. Héldum við þess í stað á Devito's og til Agnars auga, þar sem spilað var Trivial Pursuit fram á rauða nótt (þ.e. til tíu um kvöldið). Eftir spilið, sem lauk aldrei, héldum við á kosningavökuna, en það kemur í annarri efnisgrein.

Morfís: Fjölbrautarskólinn við Kringluna vann, nokkuð óverðskuldað að mati þeirra sem ég hef talað við. Munaði einungis einu stigi af 3080, sem er náttúrulega alveg fáránlega lítið.

Kosningar í MR:Við náðum inn á kosningavökuna þegar nýbúið var að kynna síðustu úrslitin, þ.e. hvort Elín Lóa eða Jón Bjarni yrði næsti inspector. Munaði einungis þremur atkvæðum, og lauk kosningunum með sigri Jóns Bjarna, og hafa úrslitin ekki verið jafntæp síðan í Saltvík '72. Sjálfur komst ég svo í embætti collegae auk Vilhjálms Alvars, og gæti ég ómögulega verið sáttari við úrslitin í því embætti. Gunnar Hólmsteinn hlaut svo fleiri atkvæði en sem nam auðum og ógildum (hvernig er annars hægt að greiða ógild atkvæði núna, þegar tölvan bannar manni það?), og Einar Búi er næsta scriba. Athygli vekur að af fimm Skólafélagsstjórnarmeðlimum voru fjórir í árshátíðar/skreytinganefnd Framtíðarinnar fyrir síðustu árshátíð. Af öðrum embættum Skólafélagsins má nefna að framsóknarmaður scholae, Ólafur Sveinn, er skólaráðsfulltrúi og Friðrik, Þórður og Haukur skipa lagatúlkunarnefnd næsta árs (ég nenni ekki að gera linka). Friðrik Árni, formaður skemmtinefndar, og verndarmaður minn í ár, heldur svo starfi sínu áfram í sömu nefnd, ásamt Berglindi og Hrafnhildi.

Steindór Grétar Jónsson er svo næsti forseti, og treysti ég þessum meðbróður mínum í skemmtinefnd til að gera góða hluti. Grímur er gjaldkeri, Gunnar ritari og Þorbjörg og Fannar meðstjórnendur, og tók Fannar hið árlega þriðjabekkjarsæti í ár. Höskuldur, heiðursforseti Diffurfélagsins Fasta er næsti forseti Vísindafélagsins, og nú verður diffrað og De Rerum Natura gefið út. Á heildina litið má segja að úrslit kosninganna hafi verið góð, stórgóð jafnvel, þó að ýmsir góðir drengir og stúlkur hafi ekki náð embætti. Tomasz H. Pajdak og Henrik Geir Garcia hljóta svo miklar þakkir mínar fyrir auglýsingastúss, auk Haralds Hreinssonar fyrir kókhellerí.

Eftir kosningavökuna tók við óttaleg vitleysa, skipulagðar skemmtanir voru lagðar niður, en eftir nokkra dvöl á Hverfisgötunni var haldið á Opus. Var sú skemmtun mun skemmtilegri en sú sem síðast fór fram, þó að tónlistin hafi farið hríðversnandi eftir því sem á leið kvöldið. Var þar margt um manninn, og liggur nærri að ég hafi talað við flesta þá sem kusu mig. Um fjögurleytið var þó nóg komið, en þá hafði MR-ingum fækkað umtalsvert á svæðinu. Var því haldið heim á leið, og lauk þar með einu viðburðarríkasta kvöldi í langan tíma, þar sem úrsltin komu trekk í trekk, og líkur hérmeð einnig þessari færslu.

þriðjudagur, mars 23

Ærlegt yfirsofelsi



Í gær lenti undirritaður í óttalegri vitleysu. Um síðdegisbil var haldið ásamt Pajdak og Garcia niður í bæ þar sem að ýmsar myndir voru teknar í auglýsingaskyni, sumar súrari en aðrar. Reyndar voru þær nær allar súrar en ég held að hápunktinum hafi verið náð þegar ég brá mér hinum megin við afgreiðsluborðið á Bæjarins bestu og afgreiddi pylsu. Myndir eru væntanlegar inn á þessa síðu. Um kvöldið fór svo álag undanfarinna vikna að segja til sín, og síðast en ekki síst örstuttur svefn aðfaranótt mánudags. Olli þetta mikilli þreytu sem varð þess að valdandi að um miðnæturbil lagðist ég nær ómeðvitað upp í rúm og svaf þar til morguns. Og ekki nóg með það, heldur svaf ég líka yfir mig sem hefur vart gerst að slíku marki í háa herrans tíð. En mér tókst þó að ná hádegishléi niðri í kjallara Casae Nova og gaf þar fólk ýmsar gerðir af kartöfluflögum, ásamt því að afrakstur gærdagsins í auglýsingagerð fékk að líta dagsins ljós. En nú er komið nóg af þessu, líffræðipróf á morgun og ég nenni ekki að lenda í svefnvitleysu á nýjan leik.

Hljómsveit færslunnar: Led Zeppelin
Diskur færslunnar: BBC Sessions
Lag færslunnar: Thank You

mánudagur, mars 22

Ójá



Kosningastemmó

Nei eða já?



Af eða á? Beint eða á ská? Til eða frá? Liggaliggalá? Hlust'eða gá? Gef'eða fá?

Þetta er einn af mínum allra súrustu póstum. Gaman að því.

sunnudagur, mars 21

Ný færsla



Það var kominn tími á nýja færslu, hérna er hún. Ég ætla að skrifa e-ð af viti á morgun.

fimmtudagur, mars 18

Úrslitin og ýmislegt annað



Jæja, ræðukeppnin fór fram á þriðjudaginn og lauk hún með sigri Fornmáladeildar, eftir að einn dómarinn Hvanndaleraði frekar feitt, og mér tókst að hala inn ófá refsistig. Gaman að þessu samt sem áður.

Our Man in Havana er hin ágætasta lesning. Með skemmtilegri kjörbókum sem ég hef lesið í skólanum.

Um daginn í verklegri efnafræði var verið að gera tilraun með klóróform. Meðan að á framkvæmd stóð var óhjákvæmilegt að anda af sér e-u af gufum þess, og olli það því að allir bekkurinn sofnaði í tvo tíma. Nú var ég að ýkja. Hins vegar rifjaðist það upp fyrir mér að nákvæmlega eins lykt er af klóróformi og blár Ópal bragðast, enda inniheldur blár Ópal einmitt klóróform. Hvaða brjálaða vísindamanni datt eiginlega í hug að setja klóróform í sælgæti??? (Þetta er í fyrsta og líklegast eina skiptið sem þrjú spurningarmerki eru notuð). Var samtalið e.t.v. e-ð á þessa leið:

Brjálaður vísindamaður nr. 1: Heyrðu, hvaða bragð eigum við eiginlega að hafa af þessu nýja ópali?
Brjálaður vísindamaður nr. 2: Hmmm, mér dettur ekkert í hug. Kannski súkkulaði? Eða jarðaberja? Jafnvel myntu?
Brjálaður vísindamaður nr. 1: Niiiiiiii, þetta er allt e-ð svo klisjukennt. Ég vil fá eitthvað flippað.
Brjálaður vísindamaður nr. 2: Já, það er rétt hjá þér. Hvað ættum við að setja í þetta?
Brjálaður vísindamaður nr. 1: JÁÁÁÁÁÁÁ, ÉG VEIT! Setjum klóróform í þetta!
Brjálaður vísindamaður nr. 2: Heyrðu djöfull ert þú flippaður gaur. Skellum klóróformi í þetta helvíti.
Brjálaður vísindamaður nr. 1: Já maður, það er feitt flipp. Djöfull erum við brjálaðir!

Þess má svo til gamans geta að blár Ópal smakkast einmitt best. Hins vegar er klóróform ekki gott á bragðið, það geta ófáir nemendur skólans vitnað um eftir að hafa ætlað að smakka "fljótandi Ópal".

Svo er það bara framboð til collegae. Næsta vika verður villt.


Tónlistarmaður færslunnar: Paul McCartney
Plata færslunnar: Flaming Pie
Lag færslunnar: Calico Skies

þriðjudagur, mars 16

Sveifla



Einhver besti efnafræðifyrirlestur sem sögur eiga eftir að fara af verður fluttur á morgun. Aumingja þið sem eruð ekki í V.X, þið er eruð að missa af miklu þegar Ásgeir Birkisson bomba og Vilhjálmur A Þórarinsson þrínitroglycerín fjalla um sprengiefni.

Leggjast þrjár ástæður á eitt og neyða mig til að vaka nú seint um nóttu.
1. Efnafræðifyrirlestur
2. Ræðukeppni
3. Heimalærdómur í stærðfræði.

Kann ég þeim öllum bestu þakkir fyrir, en eins og allir vita stendur til að breyta átakinu Vímuefnalaust Ísland í Svefnlaust Ísland, og síðustu vikur hafa verið góður undirbúningur.

sunnudagur, mars 14

Morfís, húllumhæ sem fylgdi á eftir og tónleikar



Í gær kepptu MR og MH í undanúrslitum rétt eins og ég reikna með að allir sem lesa þetta blogg viti. Ætla ég því ekki að vera fjölorður um þá keppni, en langar aðeins að minnast á nokkur atriði. Fyrst vil ég hrósa Steindóri fyrir að ná sér aftur á strik í seinni umferð, en hann bar það með sér í fyrri umferð að vera ekki upp á sitt besta. Síðan langar mig að MR-liðinu í heild sinni, þeir stóðu sig frábærlega þó að sigur hafi ekki unnist. Síðan langar mig til að lýsa frati á einn dómara, sem hvanndaleraði þetta. Ég skal alveg viðurkenna að þetta var tæpt, og átti ég alveg eins von á því í hléi að MH færi með sigurinn eins og MR enda stóðu bæði lið sig frábærlega, og hafði ég spáð 10-20 stiga sigri, sem mundi detta öðru hvoru megin. Að dæma öðru liðinu hins vegar rúmlega 80 stiga sigur hlýtur hver einasti maður sem eitthvert vit hefur á ræðukeppnum að sjá að það er stórundarlegt. Einnig kom það mér talsvert á óvart að meðmælandi MH, Halldór Halldórsson (Dóri DNA), var dæmdur hærra en Jón Bjarni, en það er önnur saga.

Eftir keppnina var svo haldið á skemmtistaðinn Opus. Var þar frekar margt um manninn, og vel þolanlegt að vera þar inni á meðan að Birgir Örn, forseti Listafélagsins, sá um skífuþeytingar. Hins vegar fór heldur betur að halla undan fæti eftir að hann yfirgaf svæðið, og tók þá hinn argasti sori við og hef ég aldrei skilið van Gogh betur en einmitt þessa nótt í þrá sinni að skera af sér eyrað. Kæri skífuþeytir, ef þú ert að lesa þetta: ÞAÐ ER EKKI GAMAN AÐ HEYRA SCOOTER FIMM SINNUM Á SAMA KVÖLDI. ÞAÐ ER RÉTTARA SAGT ALDREI GAMAN AÐ HEYRA LÖG MEÐ SCOOTER SPILUÐ!

Í dag fór ég svo á Bítlatónleika Sinfóníunnar. Bítlasöngleik væri réttara að segja, því að þetta var frekar sýning heldur en tónleikar. Sem sýning var þetta ágætis skemmtun, þó svo að tónlistin sem spiluð var þarfnast að sjálfsögðu ekki neins aukaskrauts. Hins vegar er ég enn að furða mig á því, og geri það eflaust lengi enn, afhverju tækifærið á að spila A Day in the Life var ekki nýtt, þar sem að allar aðstæður voru fyrir hendi. Mun annað eins tækifæri líklegast ekki líta dagsins ljós í nokkurn tíma, þar sem það er ekki á hverjum degi sem að Sinfóníuhljómsveitin tekur sig til og spilar tónlist eftir fjórmenningana frá Liverpool.

Ræðukeppni á þriðjudaginn, Fornmáladeild á móti Eðlisfræðideild, og mun umræðuefnið verða Fornmáladeild, og erum við í Eðlisfræðideild að sjálfsögðu með. Verið þar eða verið kassalaga.

Jæja, best að ljúka þessari færslu og fara að sofa. Í tilefni tónleikanna verður:

Hljómsveit færslunnar: The Beatles
Plata færslunnar: Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band
Lag færslunnar: A Day in the Life

föstudagur, mars 12

Efnaformúla tónleika og veðurbrigða



Efnaformúla
Upp á síðkastið hef ég stundað skrif á fyrirlestri í efnafræði um hið áleitna efni sprengiefni. Er ekki laust við að fari um þig lesandi góður sökum spennings þegar þú heyrir þetta, og eflaust viltu fá að heyra þennan fyrirlestur áður en þú lýkur jarðneskri tilveru þinni. Mun ég því reyna að koma með valda punkta úr þessum fyrirlestri á bloggið af og til, og munu ófáir menn safna þessum molum eins og !C-4 er svokallað plastsprengjuefni! verðmætustu gullmolum. Sko, þarna kom fyrsti búturinn, eflaust viltu prenta hann út, ramma inn og hengja upp á vegg. Aldrei þessu vant stóð til að klára þennan fyrirlestur á skikkanlegum tíma, og aldrei þessu vant tókst það ekki. Herslumuninn vantar upp á fyrirlestur sem fær fólk til að skipta um skoðun sína á tilgangi lífsins, en án efa mun takast að bæta þessum margumtalaða herslumun við.

Tónleika
Listavikan hélt áfram í dag með hinum árlegu Megasartónleikum í hátíðarsal Menntaskólans. Var það magnað oplevelse að sjá meistarann Megas þenja raddböndin á salnum, og tek ég undir orð Guðmundar og lýsi frati á þá sem mættu ekki. Er öruggt að farið verði á tónleikana á sama tíma að ári.

og
Tómamengi

Veðurbrigða
Svo virðist sem veðurguðirnir hafi tekið sig á eftir að þeir lásu leikrit mitt til að vernda það litla sem eftir var af orðspori þeirra, því í dag var hið ágætasta veður. Gaman að því.

fimmtudagur, mars 11

Veðrið



Veðrið undanfarna daga hefur verið vægast sagt ömurlegt. Rigning og rok er ekki beint skemmtilegasta veðrið sem veðurguðirnar geta boðið okkur, og dettur mér helst í hug að þeir hafi lent á ærlegu fylleríi og nenni þessu ekki lengur. Komst ég yfir upptöku af samtali tveggja veðurguða, sem ég ætla að skrifa upp.

Veðurguðirnir



Veðurguðinn Kári: Nei blessaður Gaddi, djöfulsins fyllerí sem við erum á!
Veðurguðinn Gaddi: Já blessaður Kári, maður er alveg á rassgatinu hérna!
Kári: Heyrðu, við eigum eftir að ákveða veðrið í Reykjavík í næstu viku.
Gaddi: Já djöfull, alveg búinn að steingleyma því. Maður er varla að nenna því, maður er svo fullur.
Kári: Nei, ekki ég heldur. Hvað segirðu bara um að gefa þeim rigningu og rok svo allir verða nær dauða en lífi vegna þess hve veðrið er leiðinlegt?
Gaddi: Já, best að gera það bara, ég nenni ekki að kokka upp eitthvað flóknara veður.
Kári: Allt í lagi, gerum það þá.

(Gaddi og Kári fara með veðurþula og skyndilega hrannast ský upp á himininn í Reykjavík)

Gaddi: Jæja, þá er þetta búið. Þurfum ekki að hafa frekari áhyggjur af þessu í bili.
Kári: Frábært, höldum áfram að drekka dreggjar himins.
Gaddi: Skál!
Kári: Skál!

Lýkur hér með fyrsta leikriti þessarar bloggsíðu.

Tónlistarmaður færslunnar: Bob Dylan
Plata færslunnar: Blonde on Blonde
Lag færslunnar: One of us must know (sooner or later)

miðvikudagur, mars 10

Tónleikarnir



Hátíðartónleikarnir áðan voru góðir og er víst að þeir sem mættu ekki misstu af miklu. Dagskránni lauk þó með sannkölluðu fiaskoi, þar sem að sá sem átti að flytja lokalagið var víst ekki viðstaddur. Þakka ég hérmeð öllum þeim er léku listir sínar fyrir sitt framlag. Eftir tónleikana hélt ég svo með Þursnum í einhverja tilgangslausustu kaffihúsaferð sögunnar, en hún fólst í kortérs pælingum niðri í kvos hvort að það ætti að fara á Café Paris eða Kaffibrennsluna, en þeim pælingum lauk svo með því að farið var á Súfistann þar sem ein nóta var spiluð á píanó staðarins og síðan farið út.

Djöfull, ég verð að fara að hætta þessari næturbloggun, þetta er ekkert rosalega sniðugt...

Tónlistarmaður færslunnar: Scott Joplin

þriðjudagur, mars 9

I said baby, baby, baby



You are out of time.


Rolling stones standa ætíð fyrir sínu

Hátíðartónleikar



í Dómkirkjunni á eftir. Ég þangað.

BANZAI



Ekki virtist tag-boardið vera alveg að virka, þannig að ég ákvað að hvíla það aðeins. Íslenskir stafir skipta víst einhverju máli...

Diskur dagsins: The Beatles - Please Please Me

mánudagur, mars 8

Magnað



Tag-board og læti, hvar endar þetta, maður spyr sig...

sunnudagur, mars 7

Sólbjartur



Djöfull

föstudagur, mars 5

Sólbjartur



Sólbjartur er á morgun, og lofa ég skemmtilegri keppni. Hins vegar tel ég fullvíst að það eigi ekki margir eftir að lesa þetta áður en keppnin verður háð svo að tilgangurinn með þessu er ekki alveg augljós.

Helstu fréttir dagsins eru hins vegar þær að áðan var ég að skoða teljarann minn og komst ég þá að því að einhver heppinn Dani hafði ratað inn á þessa síðu er hann leitaði að binomalfordelingen á Google leitarvélinni. Ákvað ég að leika sama leik, og komst þá að því að einu niðurstöðurnar sem upp koma eru þetta blogg. Magnað.

Svo skellti ég tengli á sprelligosana í 4.Z, enda vænlegir diffrarar sem sjá um það. Dagur Snær fékk einnig sinn hlekk fyrir vasklega framgöngu á málfundinum í dag.

King Crimson - 21st Century Schizoid Man

fimmtudagur, mars 4

Úrslit



Nú eru úrslit fyrstu getraunar þessa blogs komin í ljós, en það var Steindór Grétar Jónsson sem fór með sigur af hólmi, og hlýtur hann glæst verðlaun. Myndin er tekin af umslagi plötunnar Bat out of Hell.

Ég gleymdi að minnast á það í síðasta pósti að ég fór á ræðukeppni milli 5.M og 3.D um daginn. Sá ég þar þann einstæða atburð að Tomasz H. Pajdak svaraði þar sínum eigin liðsfélaga, Ásgeiri Pétri Þorvaldssyni og er þetta líklegast í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst, allavega muna elstu menn ekki eftir öðrum hliðstæðum atburði. Lauk keppninni svo með sigri 5.M nokkuð verðskuldað. Af Sólbjarti er það einnig að frétta að lið 5.A fór víst með sigur í sinni keppni, en reiknivilla í stigagjöf kom fram sem olli því að 3.I var dæmdur 9 stiga sigur í stað 1 stigs taps. Einnig verður keppnin margfrestaða, 5.X vs. 3.H, háð á föstudaginn, og er umræðuefnið Guð. Stemmó og allir að mæta.

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að próf í skólanum hafa misst allan þokka sinn, og er svo komið að nennan fyrir próflestur er í algjöru lágmarki. Á morgun verður þreytt próf í líkindareikningi, og vart mælanlegur lærdómur minn fyrir það próf til þessa. Svefntaktíkin virðist líka vera óframkvæmanleg núna, en í því markmiði að læra e-ð lýk ég hérmeð þessari færslu. Takk fyrir og góða nótt.

Black Sabbath - Children of the Grave

miðvikudagur, mars 3

Getraun



Nú hefur verið brotið blað í bloggsögu mannkynsins, en nú mun fyrsta gátan birtast á þessu bloggi. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er nú komin mynd upp í vinstra horn síðunnar. Fyrsti gesturinn sem veit hvaðan þessi mynd kemur og svarar því í hið glæsta athugasemdakerfi hlýtur glæsileg verðlaun.

Place your bets now! BANZAIIII!

Einnig skellti ég tenglum á Gettu Betur hópinn eins og hann leggur sig, en athygli vekur að Tómasz H. Pajdak er ekki á þessum lista. Vil ég með þessu athæfi koma honum til að hefja bloggun. Tómas: Ég veit að þú ert að lesa þetta, og ég veit að þú vilt ekki vera útundan.

þriðjudagur, mars 2

Svefn



Er fyrir aumingja!

mánudagur, mars 1

Djöfull...



Þetta er ekki sniðugt...

Vísindalegur niðurstöður helgarinnar



-Íþróttir eru asnalegar
-Það er ekki gaman að eiga eftir að skrifa ritgerð í frönsku kl. 02:21 aðfaranótt mánudags
-Bat out of Hell er magnaður diskur, og stendur fullkomlega undir þeirri dýrkun sem á hann er lagt
-Chopin er magnaður
-Nú veit ég líkurnar á því að Hannes Portner velji af handahófi rauðlakkaðan lykil að ísköldum vetrarmorgni í niðamyrkri, þökk sé heimadæmunum
-Ég ætti ekki að vera að blogga núna heldur galdra fram frönskuritgerð úr erminni
-Teljarinn minn er kominn yfir 100
-Ég ætla að bæta inn fleiri linkum
-Ég er búinn að gleyma hvað ég ætlaði að segja meira

sunnudagur, febrúar 29

Rugl og vitleysa



Eftir áralangar rannsóknir komst ég að því að dag að íþróttir eru hreinasta vitleysa. Ég labbaði fullfrískur inn í KR-heimilið í dag til að taka þátt í tuðrusparksmóti skólans. Út úr húsinu labbaði ég svo skaðaður á hægri fæti. Var langt í fjarri að ég hafi verið sá eini sem meiðst hafi við stundun þessarar villimennsku en út um allt hús láu menn sárþjáðir af meiðslum sem þeir höfðu hlotið.

Heilbrigð sál í hraustum líkama spyr ég nú bara...


Hart var barist...

fimmtudagur, febrúar 26

Binomalfordelingen



DJ Fíaskó in the house. Ó, hvílík stemmning að læra um fiasko og succes, jafnvel er hugað að stofnun líkindafélags.

Gettu Betur - Sigurinn aldrei í hættu (vá hvað þetta var spennandi).

Ég hef tekið þá ákvörðun að skrifa ritgerð um Les Misérables í frönsku, það þýðir ekkert minna.

Nennan fyrir að læra fyrir íslenskupróf stefnir á núll.

Hmmm, ætti maður að segja e-ð meira? Já, bætti inn linkum og breytti titlinum, fiasko á hug minn allan um þessar mundir. Slík spenna hefur ekki gripið um sig í X-inu síðan að diffurreikningur hófst, og spái ég því að allt eigi eftir að fara úr böndunum þegar tegurreikningurinn hefst.

Meat Loaf - Bat out of Hell

miðvikudagur, febrúar 25

Bland í poka



Áðan fór ég út í búð. Þar sá ég krakkamuffins á tilboði. Mér finnst ekki freistandi að vita af litlum krökkum í muffinsunum mínum. Þetta er einn allra þreyttasti brandari í sögu siðmenningarinnar.
Úti í búðinni var grænmetis-og ávaxtaborð. Var engu líkara en minnkunardvergurinn Jóhannes hefði snert ávaxtaborðið með sprota sínum, en öll eplin sem fáanleg voru voru álíka stór og mandarínur.
Áðan fór ég á Sólbjart. 3.I vs. 5.A. Ég ætla að halda því leyndu hvort liðið vann.

Stærðfræðipróf. Sveifla.
Frönskuritgerð. Ekki sveifla.

Deep Purple - Into the Fire

mánudagur, febrúar 23

Sveiflutoppur



Efnafræðiskýrsla.

Konungsins sveifla



Teljari og læti...

sunnudagur, febrúar 22

Nú mundi ég hlæja



Væri ég ekki dauður. Já, sumir eru skrítnari en aðrir eins og eftirfarandi frásögn gefur til kynna. Og lesið þetta á dönsku, þið hafið gott af því.

Hermed en oversættelse af en artikel trykt i L A Times:

"I efterklogskabens lys, var det at tænde tændstikken,
den største fejl,men jeg måtte jo prøve at få hamsteren
ud."

Dette fortalte Eric Tomazewski til den chokerede læge
på Salt Lake City's brandskadeafd. Erik og hans
homoseksuelle partner, Andrew "Kiki" Farnum blev
indlagt akut efter, at en seksuel leg var gået
frygteligt galt.

"Jeg satte et paprør i hans anus, og sendte vor hamster
"Raggot" ind," fortalte Eric. "Ganske som sædvanligt,
råbte Kiki "Armageddon" som var vores signal til, at nu
havde han fået nok. Jeg prøvede at få Raggot ud igen,
men han ville
ikke ud. Jeg kiggede ind i røret og tændte en tændstik.
Jeg tænkte at lyset ville lokke hamsteren ud igen."

Til en pressekonference forklarer en talsmand for
sygehuset hvad der videre skete: "Tændstikken fik
antændt en lille lomme af tarmgas. Flammen fra denne
antændelse skød ud af røret med det resultat, at der
gik ild i Eric's hår samtidig med, at han fik forbrændt
sit ansigt. Antændelsen af gassen satte også ild i
hamsterens pelsværk. Dette antændte igen en ny og
større gaslomme længere op i tarmen. Trykket fra denne
nye brand sendte så hamsteren ud igennem paprøret
som skudt ud af en kanon. Eric fik
andengradsforbrændinger af ilden samt brækkede næsen,
da hamsteren kom flyvende ud. Kikki fik første- og
andengrads forbrændinger i anus og den nedre del af
endetarmen."

Redaktørens kommentarer:
"De mest skræmmende ting ved denne historie:

1.: Jeg satte et paprør i hans anus.

2.: Jeg kiggede ind i røret..(det må have været som at
kigge ind i helvede med en kikkert)

3.: Stakkels hamster der bliver skudt ud af en manderøv

4.: Tænk at brække næsen p.g.a. at en hamster bliver
skudt ud af en anden mands røv og træffer dig i
ansigtet.

5.: Tænk at folk gør sådant noget og samtidig indrømmer
det overfor folkene på akutmodtagelsen. Jeg tror nu
nok, at jeg
havde fundet på en historie om en pyromanisk
voldtægtsforbryder, som var brudt ind i mit hus og
havde voldtaget mig med lighterbenzin

fimmtudagur, febrúar 19

Linkar



Eftir að hafa skimað önnur blogg fann ég þrjá linka á þetta blogg. Setti ég að því tilefni þrjá linka á þetta blogg og samdi vísu, en henni er ég búinn að gleyma því ég var fullur fyrir fimm mínútum.

miðvikudagur, febrúar 18

Já, gaman að



þessu. Rakst á þetta hjá Helga Hrafni. Þessi færsla hlýtur verðlaun fyrir flesta tengla í einni færslu hingað til.

mánudagur, febrúar 16

Váááááá





Skellti mér á þennan áðan í Skífunni. 100%.

sunnudagur, febrúar 15

Siðferðisklemma

Já, nú er maður í vandræðum. Er það siðferðislega rétt undir einhverjum kringumstæðum að fara frá tölvunni þegar Shine on You Crazy Diamond með Pink Floyd er leikið? Ég fæ það varla af mér að halda á brott frá tölvunni.
Nýtt útlit

Já, nú hefur útlitið Geir Ólafs tekið við af Herberti. Jafnvel eru linkar á leiðinni, það er aldrei að vita.

Lag stundarinnar: Queen - Keep Yourself Alive. Sjúkt lag!
Árshátíð, Hróaskelda og fleira

Nú ætla ég að blogga um árshátíðina. Þetta var skólabókardæmi um inngang sem fær fólk til að stinga úr sér augun til að sleppa við það að lesa meira. Ég veit um einn sem má taka mark á þessu. Fúsi, þú veist hver þú ert.

Já. Árshátíðin var bara nokkuð ágæt. Jet Black Joe léku fyrir dansi, ef dans skyldi kalla, en gólfið var frekar tómt allan tímann sem þeir léku. Þess í stað þeytti DJ Paul Oscar skífum á efri hæðinni og var pakkað þar, enda ekki við neinu öðru að búast. Jet Black Joe stóðu sig ágætlega, en samt sem áður tel ég þá hljómsveit vera betur til þess fallna að leika á tónleikum en á dansiballi eins og haldið var á Breiðvangi síðastliðinn fimmtudag. Í lok dagskrárinnar kom svo Kalli Bjarni og tryllti lýðinn, og veit ég um ófáa pilta að nafni Sigfús sem fóru með sjóaranum knáa frá Grindavík baksviðs að þræða öngla. Hvers vegna í ósköpunum er ég að segja frá þessu? Ég er nokkuð viss um að allar þær fáu hræður sem lesa þetta viti þetta allt. Tilgangsleysi dauðans (rétt eins og kótangens). Ballið nú var frekar langt frá því að toppa Skólafélagsárshátíðina, og ætla ég að skella 60% á ballið, eða þremur dansskóm af fimm. Skólafélagsárshátíðin fékk 90% eða fjóra og hálfa dansskó.

Tíðindi dagsins eru svo þau að ég er að fara á Hróaskeldu. Þessi frétt var í boði Boga Ágústssonar. Fjárfesti ég í einum miða áðan og verður haldið í góðra vina hópi út fyrir landssteina til lands Kim Larsen og Margrétar Þórhildar í lok júní.

Í gær fór ég aftur á hamborgastaðinn Old West. Hafði borgurunum ekki fipast flugið síðan ég fór þangað fyrst en nú var meira að gera en þegar ég fór fyrst. Slapp ég samt við röð sem ég tel vera frekar skrítið á föstudagskveldi, og er það vonandi að þessum stað verði ekki lokað sökum dræmrar aðsóknar. Krakkar, prófið að fara á Old West (og nei, ég er ekki á prósentum). Fór ég svo í þriðja sinni á útsöluna í Skífunni, og bætti nokkrum sögulegum diskum í safnið. Má þar nefna diskinn Uppteknir með Pelican, en hann er í einu orði sagt frábær.

Einnig hitti ég Ólaf Ragnar Grímsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Honum sagði ég bara að þegja.

þriðjudagur, febrúar 10

Lítil saga

Einu sinni var fleygbogi. Hann var boginn.
Einu sinni var fleygbogi. Hann var diffraður. Hann varð að beinni línu.
Einu sinni var fleygbogi. Hann var tvídiffraður. Hann varð að fasta.
Einu sinni var fleygbogi. Hann var þrídiffraður. Hann varð að núlli.

Hvað má læra af þessari sögu. Menn með banana í eyrunum eru grunsamlegir, það er ljótt að að ljósta eldingum í fólk og það er hægt að diffra fasta.
Hvað er málið?

Málið? Hvað er eiginlega málið? Þessi bók er málið!

Eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeðlisfræðiskýýýýýýýýýýýýrsla.

Áááááááááárshátíð.

Ég spái því að það muni taka mig nokkrar vikur að vinna upp svefninn eftir stífar skreytingar niðri í kjallara Casa Novae. Tókust þær vel, en stolt skreytinganna er tvímælalaust boginn sem gnæfir yfir innganginn, en hann er í gullnum sniðum og einnig má þar finna hlutfall sem gefur e, og veit ég um ófáa nemendur sem staðnæmdust fyrir framan stórvirkið, áttunda undur veraldar, og grétu gleðitárum er þeir litu fegurðina augum.

Hljóðrásin úr The Pianist er góður diskur.

Kótagens, tilgangsleysið uppmálað.

Áááááááárshátíð. Jettt Blackkk Joeeee. Kaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaalli Bjarni, sem var góður á Vinum Dóra. Dj Pallililililililiilii.

sunnudagur, febrúar 8

Sveifla?

Að sitja á laugardagskvöldi og skrifa ritgerð í íslensku?
Að kennarinn eigi ekki í sér minnsta snefil af manngæsku og neiti að gefa manni frest þrátt fyrir annir mannanna?
Að ritgerðin sé stefnulausari áttavilltur flóðhestur?
Að vera ósofnari en Bubbi Morthens eftir hálfsmánaðar kókaíntripp?

Maður spyr sig...

laugardagur, febrúar 7

Þreyttur

Sofa núna.

Leiðinleg færsla hjá mér, ég veit það.

þriðjudagur, febrúar 3

Hitt og þetta (og þó aðallega hitt (en líka þetta))

Það er visst stemmó að vera ekki búinn að læra helling af stærðfræðidæmum á miðnætti.

Ég fór á massífa tónleika um daginn, Vini Dóra, bestu tónleika sem ég hef farið á á Íslandi að ég held barasta, og gef ég þeim 98% sem er að sögn fróðra manna, hæsta tala sem ég hefi nokkurn tímann gefið.

Nokkur stikkorð um það sem á daga mína hefur drifið:
Bloggedíbloggedíblogg
Skreytingiskreytingiskreyt
Dæmingidæmingidæm
Pizzingipizzingipizz
Læringilæringilær

Útvarpsklúður, skull.

Læra? Já.
Tenglar? Veit ekki, ætli maður skelli þeim ekki inn við tækifæri.
Hvaða hlutverki gegnir cotangens? Þetta veit enginn.
Var þetta besta atriðið? Ég veit það ekki, það er svo erfitt að segja.
Dadara, hvað er þetta? Dagskrá vikunnar. Þetta er massablað.
Súr færsla? Tjáið ykkur í kommentum.

þriðjudagur, janúar 27

Sólbjartur

Í dag fór ég á þá allra súrustu ræðukeppni sem nokkurn tímann hefur farið fram á landinu að ég held, og geng ég jafnvel svo langt að segja að pH<0. Lá salurinn í krampa sökum hláturs mest allan tímann, en umræðuefnið var mömmur, og náði keppnin hámarki er móðir eins þáttakandans gekk inn í salinn í ræðu sonar síns. Endaði keppnin með því að 4.R komst áfram á refsistigum, en þau voru alls 120 að mig minnir. Já, svona er nú ættfræðin skemmtileg.

sunnudagur, janúar 25

Tenglar

Eru þeir málið?

föstudagur, janúar 23

Söngkeppni og söngball

Í gær var haldin söngkeppni og tilheyrandi dansleikur (eða eftirpartý). Var það mál manna að atriði mitt, Darra "Auga", Guillaume og Jóns Bjarna hafi borið höfuð og herðar yfir önnur atriði, enda ekkert sem fór úrskeiðis, gítarar fullkomlega stilltir o.s.frv. Eitthvað virtist þó dómnefndin ekki taka mark á þessu, og fóru leikar svo að hópur sem tók hið sígilda lag Take on Me með AHA bar sigur úr býtum, enda var orðið á götunni það einnig að það var það eina sem komst nálægt okkur í gæðum. Dómnefndin gerði okkur svo þann greiða að veita okkur ekki silfur eða brons, því eins og allir vita þá er þetta spurning um allt eða ekkert. Þetta var huglægt mat dagsins.

Ballið var ágætt, en þó vil ég setja út á tvö lög hjá þjóðargersemunum Gullfossi og Geysi, lagið sem kom á eftir You shook me all night long var stemmómorðingi dauðans (eða mannanna) og það hefur pH=1 að enda á Britney Spears. Í heild gef ég ballinu 70%, ágætt ball en toppaði þó ekki systuball sitt frá því í fyrra.

Svo í lokin vil ég koma með tvennt: Ég skundaði á ljósmyndasýningu Jóns Gnarrs um daginn og gef ég henni meðmæli mín, einnig prófaði ég hamborgarastaðinn Old West, og gef ég honum þrjá kúrekahatta af fimm mögulegum, eða 60% kúrekahatt.

miðvikudagur, janúar 21

Magnað

Ööö, template-ið á síðunni minni heitir Herbert. Can't walk away? Úr þessu verður að bæta, ég ætla að búa til nýtt template sem heitir Geir Ólafs eða Kalli Bjarni.
Ég hélt...

...að fyrsta almennilega færslan væri á leiðinni. Hún ætlar e-ð að láta að bíða eftir sér.

laugardagur, janúar 17

Ný færsla

Mér fannst að það væri kominn tími á nýja færslu. Hér er hún.

mánudagur, janúar 12

Hvar er?

Hvar er hvar er hvar er hvar er húfan mín? Hvar er húfan mín? Hvar er húfan mín?

mánudagur, janúar 5

Fyndið

Áðan heyrði ég átta ára krakka öskra "Fuck you motherfucker" mjög hátt. Það finnst mér fyndið.

fimmtudagur, janúar 1

Árið gert upp

Það gera 15 kr.