þriðjudagur, apríl 13

arctan



Löngum hélt ég að arctan væri bara eitthvað grín, að Pýþagorasi hafi dottið í hug að gera eitthvað flippað á fylleríi og ákveðið að búa til arctan. Nú hefur hins vegar komið í ljós að arctan er eitt af sniðugustu föllunum í tegrun, og tek ég hér með að mér embættið "verndari arctan". Passið ykkur því að svívirða ekki arctan þegar ég er nálægt, því að þá er voðinn vís.

Eftir mikla spilun á röski finn ég að ö-mælgin er aftur að ryðja sér til rúms í munni mínum.

Hljómsveit færslunnar: Queen
Diskur færslunnar: Queen Rocks
Lag færslunnar: No-one but you (only the good)
Um lag færslunnar: Magnað tribute-lag sem eftirlifandi meðlimir Queen gerðu í minningu Freddie Mercury. Magnað.

Engin ummæli: