mánudagur, október 31

Met

Nú veit ég ekki hvort að búið var að finna hugtakið pólítísk rétthugsun hafi verið fundið upp árið 1972 þegar John Lennon gaf út lagið Women Is the Nigger of the World. Hins vegar er öruggt að ef svo var setti hann met sem seint verður slegið í að virða hana að vettugi...

sunnudagur, október 30

Hættið nú alveg.

Plís.

Þið gimp þarna úti sem eruð að bjóða ykkur fram í prófkjörinu til setu á borgarstjórnakosningalista Sjálfstæðisflokksins vinsamlegast takið eftirfarandi til ykkar. Þetta er ekki fyndið lengur. Þetta er orðið sorglegt. Hættið áður en einhver stekkur fram af Hallgrímskirkjuturni vegna aulahrolls út af ykkur.

Plís.

(Hérna gæti ég komið með langan lista yfir heimasíður framboðsgimpa en ákvað að sleppa því þar sem það á við nærri alla sem bjóða sig fram og enginn mundi nenna að lesa hann yfir)

mánudagur, október 24

Á Kvenréttindadeginum 2005

Eins og alþjóð veit líklegast fékk ég ásamt afgangi Skólafélagsstjórnar rektorsáminningu í fyrra fyrir nokkuð sem ég taldi (og tel reyndar enn) óverðskuldaða. Ég vil þakka þeim aðilum kærlega sem komu því til leiðar að þessar áminningar voru veittar okkur kærlega fyrir að meina mér og Vilhjálmi Alvari ekki þáttöku á baráttufundinum á Ingólfstorgi áðan, þessir úthrópuðu karlrembupungar sem við höfum lengi verið þekktir sem...

Jafnframt óska ég öllum kvenkyns lesendum (og hinum karlkyns að sjálfsögðu líka (og meira að segja hinum hvorugkyns einnig (og öllum öðrum bara líka))) til hamingju með Kvenréttindadaginn og vona að það verði ekki þörf á að halda annan svona baráttufund árið 2035.


P.S. Talandi um kvenréttindi. Það er sérhverri stúlku heiður (og jafnvel sjálfsögð kvenréttindi) að komast í kynni við eðalmenn, sjarmöra og glaumgosa á borð við Vilhjálm Alvar og Sigurjón Norberg Kjærnested. Það er því með mikilli gleði í hjarta að ég býð velkomna fram á ritvöllinn Vilhjálm og Sigurjón ásamt Huldu munu sjá um að trylla lýðinn á komandi árum og áratugum.

Ný sjónvarpsstjarna fædd?

/*
Helvítis blogger var bilaður í allan gærdag, ég nenni hins vegar ekki að lesa yfir tímasetningar en þessi færsla á við laugardagskvöld.
*/

Í gegnum tíðina hafa atkvæði manna oft verið keypt á ódýran hátt með fríum
veitingum, og þá helst þeim er renna undan spenum Heiðrúnar í stríðum straumum.
Gísli Marteinn ákvað að reyna að leika þennan leik sem oft hefur reynst vel í
gærkvöldi og til að koma í veg fyrir að óharðnaðar sálir mundu láta blekkjast ákvað
ég að fórna mér og drekka í boði Gísla. Með því kom ég vonandi í veg fyrir að
einhver óstaðfastur fórnaði sínu atkvæði á altari Bakkusar, en áfengið sem ég og
nokkrir aðrir góðir menn innbyrtum hefði örugglega nægt í nokkur atkvæði.

Eftir þessa hetjudáð var ákveðið að halda á tónleika Bang Gang á Nasa en þegar á
Austurvöll var komið kom í ljós að röðin náði út að Alþingi. Óverandi
fæðingarhálfviti var fljótt tekin ákvörðun um að breyta áætlun kvöldsins og stefnan
þess í stað tekin á Hafnarhúsið þar sem rétt svo náðist í skottið á Jeff Who?. Að
sjálfsögðu náðum við partýlaginu, en skv. lögum og reglum Jeff Who? mega þeir víst
ekki spila það án þess að ég og Hlynur nokkur Grétarsson séu viðstaddir.

Nú, eftir að hafa skemmt okkur konunglega yfir partýlaginu (sem heitir réttu nafni
Barfly, en það er annað mál) ákváðum við að halda aftur í hetjuleiðangur til Gísla
og drekka nokkur atkvæði og var samansafnið af stórhættulegum frjálshyggjuplebbum
orðið gríðarlega umfangsmikið. Eftir að hafa hrært upp steypu í nokkrum þannig með
hugmyndum um stofnun fyrirtækis til að opna bjórflöskur (sem fékk miklar undirtektir
frá þeim er hana heyrðu) var haldið aftur í Hafnarhúsið á aðalnúmer kvöldsins, The
Zutons.

// Innskot: Nú er ég að fatta að þetta er dagbókarfærsla, held samt að ég haldi
áfram en bið alla þá er hafa móðgast afsökunar.

Allavega. Meðan að við Hlynur vorum að bíða eftir að Zutons mundu stíga á svið vatt
upp að okkur sér maður með sítt grátt hár. Í eftirdragi var hann svo með
myndatökumann með risastóra myndbandsvél. Frá því að ég hugsaði með mér "vá hvað það
væri fyndið ef hann mundi nú vilja taka viðtal við okkur" og þangað til hann bar upp
spurninguna "So guys, can I interview you" liðu ekki nema nokkur andartök og það
varð úr. Eftir að hafa látið upp úr mér e-a mestu þvælu í manna minnum (sem hljómaði
samt frekar trúanlega held ég, m.a. um að ég hefði farið á allar hátíðirnar og að
það að til væri gott reggí á Íslandi væri eins og belja á svelli (cow on ice að
sjálfsögðu) kom á daginn að mennirnir væru frá danska sjónvarpinu og væru að gera
heimildaþátt um Airwaves. Síðan skammaði ég þá fyrir að taka ekki viðtal við okkur á
dönsku, enda held ég að danski hreimurinn minn sé enn fagurri þeim enska. Eftir
nokkurra mínútna spjall á dönsku um Kim Larsen og álíka gleði tókust menn í hendur
og þökkuðu hver öðrum fyrir, að dönsku að sjálfsögðu. Ég hvet því alla lesendur
síðunnar úti í Danaveldi (sem skv. síðustu talningu hlaupa á þúsundum) sem og alla
þá sem njóta þess að vera með danska sjónvarpið á breiðbandi að fylgjast grannt með,
álíka vitleysu hef ég sjaldan tekið þátt í.

laugardagur, október 22

Skilaboð

Nú þegar eitt kvöld er eftir af Iceland Airwaves get ég ekki lengur orða bundist. Nú voru skv. upplýsingum frá Hr. Örlygi, skipuleggjanda hátíðarinnar, seld um 3000 armbönd á hátíðina. Af þessum 3000 armböndum má gróflega gera ráð fyrir að um 1500 hafa ratað á hendur útlendinga (ef eftirfarandi skilaboð eiga við þá, þá er ljóst að þeir eru þegar sokknir of djúpt) og venjulegra tónlistarunnanda.

Hinir 1500 gestirnir eru líklegast að hugsa akkúrat á þessari stundu:
"Úúúú, ég er svo indí, takið mig alvarlega, úúúú"

Við þetta fólk hef ég eftirfarandi að segja:
"Haldið fokking kjafti"


Ég mun þola þetta lið eina nótt í viðbót, en guð hjálpi mér ef ég sé eina helvítis manneskju með asnalega klippingu eftir að Airwaves lýkur, ég á eftir að missa mig...

miðvikudagur, október 19

Spörrer

Veit einhver þarna úti hvað varð um hina stórmerkilegu hljómsveit Buttercup?

sunnudagur, október 16

Ályktun

Ég sendi hér með frá mér eftirfarandi ályktun: Til eru fræ er óskaplega fallegt lag...

Ljúft

Fátt veitir manni meiri friðsæld en að segja nei þegar Gallup spyr mann hvort að þeir megi leggja fyrir mann nokkrar spurningar. Það gerði ég nú rétt áðan. Engin ástæða til að leyfa þessu liði að eyða tíma manns í e-a vitleysu...

Hörð barátta

Í dag hafa Pink Floyd og Sigur Rós háð harða baráttu um hvor hljómsveitin hafi gert betri tónlist til að hlusta á í þynnku.

Einhver með skoðun þarna úti hver standi uppi sem sigurvegari?

Sælar!

Ég vara lesendur eindregið við því að blanda saman rauðvíni, hvítvíni, absinth, bjór og Hot'n Sweet á sama kvöldinu. Ég veit til þess að það endaði illa hjá sumum í gærkvöldi...

þriðjudagur, október 11

Pakk

Í gær, sunnudag, hét ég för minni upp í geisladiskamarkaðinn í Perlunni. Sjaldan eða aldrei hafa hugmyndir Nietzsches um ofurmennið hlotið sterkari hljómgrunn í huga mínum en einmitt á þeim tíma sem ég eyddi þarna inni. Þarna var samankomið, vona ég í það minnsta, allt pakk landsins, og fyrir mig sem eyðir tíma mínum í að umgangast fólk eins og ykkur kæru lesendur var þetta vægast sagt óþægilegt. Plebbisminn var yfirgengilegur og margoft langaði mig að fara að fordæmi Megasar og afsaka mig meðan ég ældi.

Karlmaður á þrítugsaldri tók svo að sér að bíta höfuðið af skömminni fyrir aðra viðskiptavini plötumarkaðarins (að mér undanskildum, að sjálfsögðu (hógværðin uppmáluð, ætíð)) þegar hann sagði hárri röddi er hann stóð við hliðina á mér í B diskunum: "Nei sko, BON JOVI!!!". Svona lið er bara að biðja um að verða kýlt...

mánudagur, október 10

Eins og sagt var um Hannes Hafstein



Hún drepur fólk með glæsimennskunni...

föstudagur, október 7

Met...

... í fáránleika var líklegast slegið áðan þegar upp rann fyrir mér að ég fæ iðulega illt í eyrun þegar ég borða pistasíuhnetur. Ef þetta er ekki skrítið þá veit ég ekki hvað...

fimmtudagur, október 6

Lát...

...undan hópþrýstingi hefur átt sér stað og ég hef loksins látið undan þessu klukkunarbrjálæði sem gripið hefur íslensku þjóðina síðustu vikur. Ástandið var orðið þannig að ég gat ekki gengið óáreittur um ganga skólans né reynt að læra án þess að vera sífellt truflaður af æstum skríl sem þrýsti á mig að láta undan. Þar sem fyrirséð var að þetta mundi hafa skaðvænleg áhrif á einkunnir mínar á þessu misseri hef ég því ákveðið að láta undan og birta hér með fimm klukkunaratriði:

1. Í raun og veru hef ég ekki hugmynd um hvað mig langar að halda áfram að læra og hef ég þjáðst af óákveðni í þeim málum svo mánuðum skiptir. Mig langar að leggja stund á flestar tegundir verkfræði auk eðlisfræðinnar (og einnig stærðfræðinnar) sem ég nota tíma minn í núna og á sérhverjum degi fæ ég nýjar grillur í kollinn um hvað mig langar mest til að gera.

2. Forgangsröðum á verkefnum hjá mér er sjálfum mér óskiljanleg og hef ég gefist upp fyrir að reyna að ná e-m botni í hana. Þannig tók mig t.d. tvö og hálft ár til að ljúka við að mála herbergið mitt til þess eins að ég sé fram á að jafnlangur tími líði þangað til að ég eigi eftir að taka í því aftur (reyndar eru þetta nokkrar ýkjur, en ef ég held áfram að eyða tíma mínum í svona vitleysu held ég að þetta verði ágæt nálgun hjá mér...).

3. Ég man þann dag líkt og hann hefði gerst í gær sem ég keypti mér Sgt. Peppers Lonely Hearts Club plötuna (geisladiskinn reyndar, en það er ekki jafnrómantískst). Allt niður í smæstu smáatriði er tryggilega húðflúrað í huga minn, jafnvel fáránlegustu hlutir eins og það hvað ég borðaði í hádegismat.

4. Það eina sem ég eyði meiri tíma í á daginn en að læra er að hlusta á tónlist og á þessari stundu dettur mér í fátt í hug sem ég hef jafnmikið eða meira yndi af. Það að uppgötva og hlusta á nýja listamenn (og gamla að sjálfsögðu líka) er eitt af því sem gefur lífinu gildi sem. Í raun ætti það að vera öllum nokkur ráðgáta þar sem tónlist er í raun og veru ekkert annað en óhlutbundin sköpun annarra sem á sér í reynd enga fyrirmynd í neinu og það að hún geti valdið með fólki slíkar tilfinningar er eitthvað sem gaman er að velta sér upp úr. En það er önnur saga.

5. Oftast þegar ég finn fyrir þreytu í skólanum velti ég því mikið fyrir mér hvort borgi sig nú frekar að leggja sig þegar ég kem heim og læra eftir góða kríu eða drífa sig að læra og fara svo snemma að sofa. Í reynd veit ég ekki hvers vegna ég velti mér upp úr svona því ég hef fyrir löngu lært að lifa með því að ég á hvorugt eftir að gera, þess í stað á ég eftir að fara heim í tölvuna, láta frá mér einhverja svona vitleysu, læra svo langt fram á nótt og mæta þreyttur aftur í skólann daginn eftir.


Vona að þetta nægi til þess að ég fái frið í einkalifinu aftur, allavega sé ég á þessum skrifum að ég ætti að fara að taka til...

Til að taka svo þátt í þessari klukkgeðveiki munu eftirtaldir aðilar nú fá að þjást:
  • Grettir
  • Guðmundur Friðrik
  • Henrik Geir
  • Hildur
  • Skytturnar fimm
  •