laugardagur, apríl 30

Þræðir Skúnksins liggja víða...

Hvern hefði grunað að jafnvel Laddi mundi falla fyrir eiturefnum Skúnksins?


Tékkið á lagi númer 11 á þessum disk. Svakalegt...

föstudagur, apríl 29

Jæja

Ekki nema bara hva, fimm stærðfræðipróf eftir. Og svo eitthvað meira...

Niðurstaða lesturs fyrir sögupróf

Djöfull var Jónas frá Hriflu mikill töffari!

sunnudagur, apríl 24

Nú segi ég eins og Megas...





Afsakiði meðan að ég æli...

sunnudagur, apríl 17

Helgin

Fátt jafnast á við djammsögur á bloggum og hér kemur því nýr dagskrárliður: Helgin í hnotskurn.

Föstudagur:
Matarboð. Þakka Gunna Jó gott boð. Ekkert sem nokkur manneskja sem var ekki á svæðinu nennir að lesa um þannig að ég ætla að sleppa því að skrifa um það.
Afmæli hjá Hauki Abbador. Ekkert heldur sem nokkur nennir að lesa um sem ekki var á svæðinu.

Tónleikar. Loksins e-ð sem gaman er að lesa. Ég og Grettir ákváðum að skella okkur á útgáfutónleika hinnar kynngimögnuðu hljómsveitar Trabant á Nasa, enda kostaði miðinn skitnar 500 krónur í forsölu. Eins og venja er var upphitunarhljómsveit og eftir því sem mér skildist var hér ný stúlknahljómsveit á ferð. Ég og Grettir mættum á svæðið 23:30 og hlógum að þessu þangað til að Trabant byrjuðu e-ð eftir miðnætti. Þvílíku og öðru eins rusli hef ég sjaldan orðið vitni að. Fyrir þá sem misstu af þessu, sem ég reikna með að hafi verið blessunarlega margir, voru þetta s.s. þrjár stelpur uppi á sviði og ein iBook fartölva. Fúttið fólst s.s. í því að tækninördið í þríeykinu gekk að tölvunni að loknu hverju lagi og setti á næsta takt sem flestir hefðu getað búið til í Fruity Loops tónlistarforritinu stórskemmtilega á innan við fimm mínútum. Og svo voru þær þrjár uppi á sviði að öskra og stynja í hljóðnema og dilla sér við. Dilla er úrdáttur, réttara væri að segja að þær hefðu dansað uppi á sviði dansa eftir sömu höfunda og samið hafa fyrir J. Lo og Britney Spears. Þrautæfðar hreyfingar juku enn á fáránleikann á þessu öllu saman og til að toppa allt saman voru þær voðallega artí-fartí málaðar. Og allavega ein með hárkollu. Þvílíku og öðru eins ripoffi á Peaches og allt til Velvet Underground hafði ég heldur aldrei orðið vitni að. Besta lýsingin á þessu var e.t.v. artí-fartí Nylon. Óbjóður. Nema hvað, til að toppa þetta allt saman virtumst við Grettir vera þeir einu sem sáu í gegnum þessi nýju föt keisarans. Allt artí-fartí lið bæjarins (og að sjálfssögðu fleiri) var mætt á svæðið og það kunni sko að meta þessa frábæru hljómsveit. Gagnrýnin í lágmarki, blekkingin í hámarki. Hörmung og smán. Hið eina sem sefjaði reiðina var vissan um það að við vissum betur og gátum hlegið að þeim. Og alveg rosalega er ég viss um að Sirkus var mannlaus eða jafnvel lokaður á meðan að á tónleikunum stóð...

En jæja, eftir að þær tóku lokalagið sem við höfðum svo lengi beðið eftir, ekki vegna þess að við vorum spenntir að heyra lagið sjálft tók við biðin eftir Trabant. Þar sá ég líklegast mestu rokkstjörnudýrkun sem ég hef séð á íslenskri hljómsveit í langan tíma. Enda eiga þeir það líklegast skilið fremur en flestar aðrar íslenskar hljómsveitir. Góðir, mjög góðir, tónleikar. Og ég hef margoft eytt 500 kalli í meiri vitleysu en þetta.

Og svo var það bara Akureyri morguninn eftir, ætli það sé samt ekki efni í nýtt bindi helgarsögunnar. Forvitnilegt væri samt að fá skoðanir þeirra sem lesa þessa síðu og urðu vitni að upphitunni fyrir Trabant á þessu rugli. Erum við Grettir einir um þessa skoðun eða er kannski loksins kominn tími til að e-r stigi fram fyrir skjöldu og hrópaði "En hann er ekki í neinum fötum", líkt og H.C. Andersen skrifaði á sínum tíma?

þriðjudagur, apríl 12

Í tilefni Grímu(r)balls



"Kalli, ég skil við þig ef þú drullar þér ekki i þennan kjól og situr fyrir á myndum fyrir búningaleiguna mína..."

sunnudagur, apríl 10

Málsbætur óminnishegrans

Í gærkvöldi átti ég ágætis stefnumót við óminnishegrann og fló hann með mér fram undir morgun. Á meðan á að fluginu stóð átti ég við hann prýðissamtal og eftir það samtal treysti ég mér til að setja fram eftirfarandi vísindalegu niðurstöður:
  • Dimissio verður 20. apríl. Þar munu allir 6. bekkingar drekka frá sér allt vit og rænu. Þar sem að drukkið verður frá sér allt vit skiptir engu máli hvað maður lærir þessa dagana, maður á eftir að vera búinn að gleyma því öllu þegar maður vaknar 21. apríl (eða 22. eins og sumir hafa lent í).
  • Þar sem að engu máli skiptir hvað maður lærir fyrir dimissio getur maður gert hvað sem manni sýnist fyrir dimmiteringu.
  • Þar sem maður getur gert allt sem manni sýnist er manni frjálst að leyfa óminnishegranum að læsa klóm sínum í mann og fljúga með mann á brott.
  • Þar sem að maður á hvort eð er eftir að leyfa óminnishegranum að læsa klóm sínum í mann er algjörlega ástæðulaust að streitast á móti því langt fram eftir öllu. Það veldur einungis samviskubiti sem spillir útsýninu á meðan að á flugi stendur.
  • Niðurstaða: Ég er að fara á grímuball og á söngkeppni á Akureyri og hvet alla til að gera slíkt hið sama með framangreindum atriðum úr samtali mínu við óminnishegrann. Stuð.

    Ég bið svo alla þá sem ná ekki meiningunni á bakvið óminnishegrann afsökunar.
  • þriðjudagur, apríl 5

    Hvítir hrafnar?

    Það er á svona stundum þegar veðrið er jafnyndislegt úti að ég þakka Guði fyrir að búa á Íslandi í stað þess að vera staðsettur aðeins sunnar á hnettinum. Snjór í apríl er alltaf jafnfrábær og ekkert veit ég meira gleðiefni en að þurfa að draga vetrarúlpuna aftur út úr fataskápnum eftir að maður er kominn í sumarjakkann.

    sunnudagur, apríl 3