Ég bið svo alla þá sem ná ekki meiningunni á bakvið óminnishegrann afsökunar.
sunnudagur, apríl 10
Málsbætur óminnishegrans
Í gærkvöldi átti ég ágætis stefnumót við óminnishegrann og fló hann með mér fram undir morgun. Á meðan á að fluginu stóð átti ég við hann prýðissamtal og eftir það samtal treysti ég mér til að setja fram eftirfarandi vísindalegu niðurstöður:
Dimissio verður 20. apríl. Þar munu allir 6. bekkingar drekka frá sér allt vit og rænu. Þar sem að drukkið verður frá sér allt vit skiptir engu máli hvað maður lærir þessa dagana, maður á eftir að vera búinn að gleyma því öllu þegar maður vaknar 21. apríl (eða 22. eins og sumir hafa lent í).
Þar sem að engu máli skiptir hvað maður lærir fyrir dimissio getur maður gert hvað sem manni sýnist fyrir dimmiteringu.
Þar sem maður getur gert allt sem manni sýnist er manni frjálst að leyfa óminnishegranum að læsa klóm sínum í mann og fljúga með mann á brott.
Þar sem að maður á hvort eð er eftir að leyfa óminnishegranum að læsa klóm sínum í mann er algjörlega ástæðulaust að streitast á móti því langt fram eftir öllu. Það veldur einungis samviskubiti sem spillir útsýninu á meðan að á flugi stendur.
Niðurstaða: Ég er að fara á grímuball og á söngkeppni á Akureyri og hvet alla til að gera slíkt hið sama með framangreindum atriðum úr samtali mínu við óminnishegrann. Stuð.
Ég bið svo alla þá sem ná ekki meiningunni á bakvið óminnishegrann afsökunar.
Ég bið svo alla þá sem ná ekki meiningunni á bakvið óminnishegrann afsökunar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli