mánudagur, október 24

Á Kvenréttindadeginum 2005

Eins og alþjóð veit líklegast fékk ég ásamt afgangi Skólafélagsstjórnar rektorsáminningu í fyrra fyrir nokkuð sem ég taldi (og tel reyndar enn) óverðskuldaða. Ég vil þakka þeim aðilum kærlega sem komu því til leiðar að þessar áminningar voru veittar okkur kærlega fyrir að meina mér og Vilhjálmi Alvari ekki þáttöku á baráttufundinum á Ingólfstorgi áðan, þessir úthrópuðu karlrembupungar sem við höfum lengi verið þekktir sem...

Jafnframt óska ég öllum kvenkyns lesendum (og hinum karlkyns að sjálfsögðu líka (og meira að segja hinum hvorugkyns einnig (og öllum öðrum bara líka))) til hamingju með Kvenréttindadaginn og vona að það verði ekki þörf á að halda annan svona baráttufund árið 2035.


P.S. Talandi um kvenréttindi. Það er sérhverri stúlku heiður (og jafnvel sjálfsögð kvenréttindi) að komast í kynni við eðalmenn, sjarmöra og glaumgosa á borð við Vilhjálm Alvar og Sigurjón Norberg Kjærnested. Það er því með mikilli gleði í hjarta að ég býð velkomna fram á ritvöllinn Vilhjálm og Sigurjón ásamt Huldu munu sjá um að trylla lýðinn á komandi árum og áratugum.

Engin ummæli: