Úrslitin og ýmislegt annað
Jæja, ræðukeppnin fór fram á þriðjudaginn og lauk hún með sigri Fornmáladeildar, eftir að einn dómarinn Hvanndaleraði frekar feitt, og mér tókst að hala inn ófá refsistig. Gaman að þessu samt sem áður.
Our Man in Havana er hin ágætasta lesning. Með skemmtilegri kjörbókum sem ég hef lesið í skólanum.
Um daginn í verklegri efnafræði var verið að gera tilraun með klóróform. Meðan að á framkvæmd stóð var óhjákvæmilegt að anda af sér e-u af gufum þess, og olli það því að allir bekkurinn sofnaði í tvo tíma. Nú var ég að ýkja. Hins vegar rifjaðist það upp fyrir mér að nákvæmlega eins lykt er af klóróformi og blár Ópal bragðast, enda inniheldur blár Ópal einmitt klóróform. Hvaða brjálaða vísindamanni datt eiginlega í hug að setja klóróform í sælgæti??? (Þetta er í fyrsta og líklegast eina skiptið sem þrjú spurningarmerki eru notuð). Var samtalið e.t.v. e-ð á þessa leið:
Brjálaður vísindamaður nr. 1: Heyrðu, hvaða bragð eigum við eiginlega að hafa af þessu nýja ópali?
Brjálaður vísindamaður nr. 2: Hmmm, mér dettur ekkert í hug. Kannski súkkulaði? Eða jarðaberja? Jafnvel myntu?
Brjálaður vísindamaður nr. 1: Niiiiiiii, þetta er allt e-ð svo klisjukennt. Ég vil fá eitthvað flippað.
Brjálaður vísindamaður nr. 2: Já, það er rétt hjá þér. Hvað ættum við að setja í þetta?
Brjálaður vísindamaður nr. 1: JÁÁÁÁÁÁÁ, ÉG VEIT! Setjum klóróform í þetta!
Brjálaður vísindamaður nr. 2: Heyrðu djöfull ert þú flippaður gaur. Skellum klóróformi í þetta helvíti.
Brjálaður vísindamaður nr. 1: Já maður, það er feitt flipp. Djöfull erum við brjálaðir!
Þess má svo til gamans geta að blár Ópal smakkast einmitt best. Hins vegar er klóróform ekki gott á bragðið, það geta ófáir nemendur skólans vitnað um eftir að hafa ætlað að smakka "fljótandi Ópal".
Svo er það bara framboð til collegae. Næsta vika verður villt.
Tónlistarmaður færslunnar: Paul McCartney
Plata færslunnar: Flaming Pie
Lag færslunnar: Calico Skies
Engin ummæli:
Skrifa ummæli