Ærlegt yfirsofelsi
Í gær lenti undirritaður í óttalegri vitleysu. Um síðdegisbil var haldið ásamt Pajdak og Garcia niður í bæ þar sem að ýmsar myndir voru teknar í auglýsingaskyni, sumar súrari en aðrar. Reyndar voru þær nær allar súrar en ég held að hápunktinum hafi verið náð þegar ég brá mér hinum megin við afgreiðsluborðið á Bæjarins bestu og afgreiddi pylsu. Myndir eru væntanlegar inn á þessa síðu. Um kvöldið fór svo álag undanfarinna vikna að segja til sín, og síðast en ekki síst örstuttur svefn aðfaranótt mánudags. Olli þetta mikilli þreytu sem varð þess að valdandi að um miðnæturbil lagðist ég nær ómeðvitað upp í rúm og svaf þar til morguns. Og ekki nóg með það, heldur svaf ég líka yfir mig sem hefur vart gerst að slíku marki í háa herrans tíð. En mér tókst þó að ná hádegishléi niðri í kjallara Casae Nova og gaf þar fólk ýmsar gerðir af kartöfluflögum, ásamt því að afrakstur gærdagsins í auglýsingagerð fékk að líta dagsins ljós. En nú er komið nóg af þessu, líffræðipróf á morgun og ég nenni ekki að lenda í svefnvitleysu á nýjan leik.
Hljómsveit færslunnar: Led Zeppelin
Diskur færslunnar: BBC Sessions
Lag færslunnar: Thank You
Engin ummæli:
Skrifa ummæli