miðvikudagur, mars 10

Tónleikarnir



Hátíðartónleikarnir áðan voru góðir og er víst að þeir sem mættu ekki misstu af miklu. Dagskránni lauk þó með sannkölluðu fiaskoi, þar sem að sá sem átti að flytja lokalagið var víst ekki viðstaddur. Þakka ég hérmeð öllum þeim er léku listir sínar fyrir sitt framlag. Eftir tónleikana hélt ég svo með Þursnum í einhverja tilgangslausustu kaffihúsaferð sögunnar, en hún fólst í kortérs pælingum niðri í kvos hvort að það ætti að fara á Café Paris eða Kaffibrennsluna, en þeim pælingum lauk svo með því að farið var á Súfistann þar sem ein nóta var spiluð á píanó staðarins og síðan farið út.

Djöfull, ég verð að fara að hætta þessari næturbloggun, þetta er ekkert rosalega sniðugt...

Tónlistarmaður færslunnar: Scott Joplin

Engin ummæli: