Nýr titill
Nú er ég búinn að breyta um titil á blogginu, máske kominn tími til þar sem að tegurreikningur hefur tekið við hlutverki líkindareikningsins sem nýjasta nýtt. Einnig hef ég pælt í að laga template-ið aðeins til, bæta inn einhverju flúri, en tíminn einn verður að leiða í ljós hvort úr því verður. Einnig hef ég komist að því eftir nokkrar rannsóknir að "tenglaskiptajöfnuðurinn" er mér nokkuð óhagstæður, spurning hvort að maður fari að heimta tengla af fólki. Sjáum til, sjáum til.
Chopin er magnaður, svo lag færslunnar verður vals í As-dúr, op. 34 nr. 1.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli