Veðrið
Veðrið undanfarna daga hefur verið vægast sagt ömurlegt. Rigning og rok er ekki beint skemmtilegasta veðrið sem veðurguðirnar geta boðið okkur, og dettur mér helst í hug að þeir hafi lent á ærlegu fylleríi og nenni þessu ekki lengur. Komst ég yfir upptöku af samtali tveggja veðurguða, sem ég ætla að skrifa upp.
Veðurguðirnir
Veðurguðinn Kári: Nei blessaður Gaddi, djöfulsins fyllerí sem við erum á!
Veðurguðinn Gaddi: Já blessaður Kári, maður er alveg á rassgatinu hérna!
Kári: Heyrðu, við eigum eftir að ákveða veðrið í Reykjavík í næstu viku.
Gaddi: Já djöfull, alveg búinn að steingleyma því. Maður er varla að nenna því, maður er svo fullur.
Kári: Nei, ekki ég heldur. Hvað segirðu bara um að gefa þeim rigningu og rok svo allir verða nær dauða en lífi vegna þess hve veðrið er leiðinlegt?
Gaddi: Já, best að gera það bara, ég nenni ekki að kokka upp eitthvað flóknara veður.
Kári: Allt í lagi, gerum það þá.
(Gaddi og Kári fara með veðurþula og skyndilega hrannast ský upp á himininn í Reykjavík)
Gaddi: Jæja, þá er þetta búið. Þurfum ekki að hafa frekari áhyggjur af þessu í bili.
Kári: Frábært, höldum áfram að drekka dreggjar himins.
Gaddi: Skál!
Kári: Skál!
Lýkur hér með fyrsta leikriti þessarar bloggsíðu.
Tónlistarmaður færslunnar: Bob Dylan
Plata færslunnar: Blonde on Blonde
Lag færslunnar: One of us must know (sooner or later)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli