Getraun
Nú hefur verið brotið blað í bloggsögu mannkynsins, en nú mun fyrsta gátan birtast á þessu bloggi. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er nú komin mynd upp í vinstra horn síðunnar. Fyrsti gesturinn sem veit hvaðan þessi mynd kemur og svarar því í hið glæsta athugasemdakerfi hlýtur glæsileg verðlaun.
Place your bets now! BANZAIIII!
Einnig skellti ég tenglum á Gettu Betur hópinn eins og hann leggur sig, en athygli vekur að Tómasz H. Pajdak er ekki á þessum lista. Vil ég með þessu athæfi koma honum til að hefja bloggun. Tómas: Ég veit að þú ert að lesa þetta, og ég veit að þú vilt ekki vera útundan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli