Sveifla
Einhver besti efnafræðifyrirlestur sem sögur eiga eftir að fara af verður fluttur á morgun. Aumingja þið sem eruð ekki í V.X, þið er eruð að missa af miklu þegar Ásgeir Birkisson bomba og Vilhjálmur A Þórarinsson þrínitroglycerín fjalla um sprengiefni.
Leggjast þrjár ástæður á eitt og neyða mig til að vaka nú seint um nóttu.
1. Efnafræðifyrirlestur
2. Ræðukeppni
3. Heimalærdómur í stærðfræði.
Kann ég þeim öllum bestu þakkir fyrir, en eins og allir vita stendur til að breyta átakinu Vímuefnalaust Ísland í Svefnlaust Ísland, og síðustu vikur hafa verið góður undirbúningur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli