föstudagur, mars 5

Sólbjartur



Sólbjartur er á morgun, og lofa ég skemmtilegri keppni. Hins vegar tel ég fullvíst að það eigi ekki margir eftir að lesa þetta áður en keppnin verður háð svo að tilgangurinn með þessu er ekki alveg augljós.

Helstu fréttir dagsins eru hins vegar þær að áðan var ég að skoða teljarann minn og komst ég þá að því að einhver heppinn Dani hafði ratað inn á þessa síðu er hann leitaði að binomalfordelingen á Google leitarvélinni. Ákvað ég að leika sama leik, og komst þá að því að einu niðurstöðurnar sem upp koma eru þetta blogg. Magnað.

Svo skellti ég tengli á sprelligosana í 4.Z, enda vænlegir diffrarar sem sjá um það. Dagur Snær fékk einnig sinn hlekk fyrir vasklega framgöngu á málfundinum í dag.

King Crimson - 21st Century Schizoid Man

Engin ummæli: