miðvikudagur, mars 31

Veðrið



Vá, einhverjir veðurguðir eru á fylleríi núna. Þegar þetta er skrifað, kl. 2:43 þann 31. mars 2003, er snjókoma í Vesturbæ Reykjavíkur og hefur verið í nokkurn tíma. Áðan brá ég mér út í bíl, og lá þar frekar skrítið snjólag yfir öllu, samansett af þykkri slyddu, sem hvorki rennur niður í holræsin né þjappast þegar maður stígur á hana, heldur er bara þykkt vatnslag. Ef svo frystir í nótt er voðinn vís á morgun, og ljóst að slysamóttökur eiga eftir að verða vinsælli en saunur í Finnlandi (sökum þreytu dettur mér ekkert fyndnara í hug, og bið ég lesendur um að afsaka það).

Í fréttum er það annars helst að Ísmeistararnir eru nýkrýndir Íslandsmeistarar í kurling, og var víða kátt á bæ þegar fréttist af sigri þeirra. Athygli vekur að nýkrýndur Íslandsmeistari í listdansi á skautum er svo liðsmaður Ísmeistaranna, og ekki heiglum hent að verða Íslandsmeistari í báðum þessum fjölmennu greinum. Færi ég þessu afreksfólki hamingjuóskir.

I'VE GOT BLISTERS ON MY FINGER! Hver mælti (öskraði svo), í hvaða hljómsveit var viðkomandi, í hvaða lagi var þetta, á hvaða plötu var þetta lag, og hver er ástæðan fyrir því að umræddur tónlistarmaður var með blöðrur á fingrunum? Svarist í athugasemdakerfi.

Hljómsveit færslunnar: Dire Straits
Diskur færslunnar: Making Movies
Lag færslunnar: Tunnel of Love

Engin ummæli: