Úrslit
Nú eru úrslit fyrstu getraunar þessa blogs komin í ljós, en það var Steindór Grétar Jónsson sem fór með sigur af hólmi, og hlýtur hann glæst verðlaun. Myndin er tekin af umslagi plötunnar Bat out of Hell.
Ég gleymdi að minnast á það í síðasta pósti að ég fór á ræðukeppni milli 5.M og 3.D um daginn. Sá ég þar þann einstæða atburð að Tomasz H. Pajdak svaraði þar sínum eigin liðsfélaga, Ásgeiri Pétri Þorvaldssyni og er þetta líklegast í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst, allavega muna elstu menn ekki eftir öðrum hliðstæðum atburði. Lauk keppninni svo með sigri 5.M nokkuð verðskuldað. Af Sólbjarti er það einnig að frétta að lið 5.A fór víst með sigur í sinni keppni, en reiknivilla í stigagjöf kom fram sem olli því að 3.I var dæmdur 9 stiga sigur í stað 1 stigs taps. Einnig verður keppnin margfrestaða, 5.X vs. 3.H, háð á föstudaginn, og er umræðuefnið Guð. Stemmó og allir að mæta.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að próf í skólanum hafa misst allan þokka sinn, og er svo komið að nennan fyrir próflestur er í algjöru lágmarki. Á morgun verður þreytt próf í líkindareikningi, og vart mælanlegur lærdómur minn fyrir það próf til þessa. Svefntaktíkin virðist líka vera óframkvæmanleg núna, en í því markmiði að læra e-ð lýk ég hérmeð þessari færslu. Takk fyrir og góða nótt.
Black Sabbath - Children of the Grave
Engin ummæli:
Skrifa ummæli