Söngkeppni og söngball
Í gær var haldin söngkeppni og tilheyrandi dansleikur (eða eftirpartý). Var það mál manna að atriði mitt, Darra "Auga", Guillaume og Jóns Bjarna hafi borið höfuð og herðar yfir önnur atriði, enda ekkert sem fór úrskeiðis, gítarar fullkomlega stilltir o.s.frv. Eitthvað virtist þó dómnefndin ekki taka mark á þessu, og fóru leikar svo að hópur sem tók hið sígilda lag Take on Me með AHA bar sigur úr býtum, enda var orðið á götunni það einnig að það var það eina sem komst nálægt okkur í gæðum. Dómnefndin gerði okkur svo þann greiða að veita okkur ekki silfur eða brons, því eins og allir vita þá er þetta spurning um allt eða ekkert. Þetta var huglægt mat dagsins.
Ballið var ágætt, en þó vil ég setja út á tvö lög hjá þjóðargersemunum Gullfossi og Geysi, lagið sem kom á eftir You shook me all night long var stemmómorðingi dauðans (eða mannanna) og það hefur pH=1 að enda á Britney Spears. Í heild gef ég ballinu 70%, ágætt ball en toppaði þó ekki systuball sitt frá því í fyrra.
Svo í lokin vil ég koma með tvennt: Ég skundaði á ljósmyndasýningu Jóns Gnarrs um daginn og gef ég henni meðmæli mín, einnig prófaði ég hamborgarastaðinn Old West, og gef ég honum þrjá kúrekahatta af fimm mögulegum, eða 60% kúrekahatt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli