Já, margt er skrítið í kýrhausnum...
Ég vil byrja á því að biðja Ásgeir afsökunar á því að hafa reynd að koma upplognum sökum á hann. Ég þjáist nefnilega af því sem heitir á fræðimáli "lúkkalækobsessjon" sem lýsir sér í því að ég ligg á netinu daginn út og daginn inn og reyni að finna myndir af e-m sem líkjast fólki sem ég þekki, og þá helst í annarlegum aðstæðum. M.a. hef ég fundið myndir af ýmsum skyldmennum mínum, en þau verða ekki nafngreind hér. Fyndnust fannst mér þó myndin af systur minni, Tinnu.
Næst vil ég taka fram að e-s staðar á netinu leynist mynd af manni sem líkist mér, og í samanburði við hana er myndin hér fyrir neðan eins og mynd af drengjakóramóti í Vínarborg. Það fyndnasta er samt að þetta er ekki lúkkalæk, heldur er þetta ég sjálfur.
Takk fyrir,
Rósant
sunnudagur, júní 13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli