miðvikudagur, febrúar 25

Bland í poka



Áðan fór ég út í búð. Þar sá ég krakkamuffins á tilboði. Mér finnst ekki freistandi að vita af litlum krökkum í muffinsunum mínum. Þetta er einn allra þreyttasti brandari í sögu siðmenningarinnar.
Úti í búðinni var grænmetis-og ávaxtaborð. Var engu líkara en minnkunardvergurinn Jóhannes hefði snert ávaxtaborðið með sprota sínum, en öll eplin sem fáanleg voru voru álíka stór og mandarínur.
Áðan fór ég á Sólbjart. 3.I vs. 5.A. Ég ætla að halda því leyndu hvort liðið vann.

Stærðfræðipróf. Sveifla.
Frönskuritgerð. Ekki sveifla.

Deep Purple - Into the Fire

Engin ummæli: