Rugl og vitleysa
Eftir áralangar rannsóknir komst ég að því að dag að íþróttir eru hreinasta vitleysa. Ég labbaði fullfrískur inn í KR-heimilið í dag til að taka þátt í tuðrusparksmóti skólans. Út úr húsinu labbaði ég svo skaðaður á hægri fæti. Var langt í fjarri að ég hafi verið sá eini sem meiðst hafi við stundun þessarar villimennsku en út um allt hús láu menn sárþjáðir af meiðslum sem þeir höfðu hlotið.
Heilbrigð sál í hraustum líkama spyr ég nú bara...
Hart var barist...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli