mánudagur, nóvember 21

Síðasti bardaginn

Hermenn eru aðframkomnir að þreytu. Svo dögum saman hafa tvær fylkingar háð blóðuga baráttu sín á milli og nú er að duga eða drepast fyrir báða aðila. Í nótt mun lokaorustan fara fram. Áður en dagur rís mun önnur fylkingin rita nafn sitt á spjöld sögunnar en hin mun lúta í grasið og nafn hennar hverfur eins og döggin sem fylgir næsta morgni fyrir sólu. Skotfæri beggja bóga eru á þrotum og hvíldarlausir hermennirnir skríða meðfram jörðinni og tína upp allt sem nothæft er af líkum félaga sinna. Sum bestu ungmenna landsins munu hér láta lífið en önnur snúa heim sem hetjur.

Nú heyrast herlúðrar þeyttir. Í fjarska má greina að síðasta kókdósin hefur verið opnuð. Eðlisfræðifræðiskýrsluritarar þeysast fram á ritvöllinn. Nú er að duga eða drepast...

Engin ummæli: