þriðjudagur, janúar 27

Sólbjartur

Í dag fór ég á þá allra súrustu ræðukeppni sem nokkurn tímann hefur farið fram á landinu að ég held, og geng ég jafnvel svo langt að segja að pH<0. Lá salurinn í krampa sökum hláturs mest allan tímann, en umræðuefnið var mömmur, og náði keppnin hámarki er móðir eins þáttakandans gekk inn í salinn í ræðu sonar síns. Endaði keppnin með því að 4.R komst áfram á refsistigum, en þau voru alls 120 að mig minnir. Já, svona er nú ættfræðin skemmtileg.

sunnudagur, janúar 25

Tenglar

Eru þeir málið?

föstudagur, janúar 23

Söngkeppni og söngball

Í gær var haldin söngkeppni og tilheyrandi dansleikur (eða eftirpartý). Var það mál manna að atriði mitt, Darra "Auga", Guillaume og Jóns Bjarna hafi borið höfuð og herðar yfir önnur atriði, enda ekkert sem fór úrskeiðis, gítarar fullkomlega stilltir o.s.frv. Eitthvað virtist þó dómnefndin ekki taka mark á þessu, og fóru leikar svo að hópur sem tók hið sígilda lag Take on Me með AHA bar sigur úr býtum, enda var orðið á götunni það einnig að það var það eina sem komst nálægt okkur í gæðum. Dómnefndin gerði okkur svo þann greiða að veita okkur ekki silfur eða brons, því eins og allir vita þá er þetta spurning um allt eða ekkert. Þetta var huglægt mat dagsins.

Ballið var ágætt, en þó vil ég setja út á tvö lög hjá þjóðargersemunum Gullfossi og Geysi, lagið sem kom á eftir You shook me all night long var stemmómorðingi dauðans (eða mannanna) og það hefur pH=1 að enda á Britney Spears. Í heild gef ég ballinu 70%, ágætt ball en toppaði þó ekki systuball sitt frá því í fyrra.

Svo í lokin vil ég koma með tvennt: Ég skundaði á ljósmyndasýningu Jóns Gnarrs um daginn og gef ég henni meðmæli mín, einnig prófaði ég hamborgarastaðinn Old West, og gef ég honum þrjá kúrekahatta af fimm mögulegum, eða 60% kúrekahatt.

miðvikudagur, janúar 21

Magnað

Ööö, template-ið á síðunni minni heitir Herbert. Can't walk away? Úr þessu verður að bæta, ég ætla að búa til nýtt template sem heitir Geir Ólafs eða Kalli Bjarni.
Ég hélt...

...að fyrsta almennilega færslan væri á leiðinni. Hún ætlar e-ð að láta að bíða eftir sér.

laugardagur, janúar 17

Ný færsla

Mér fannst að það væri kominn tími á nýja færslu. Hér er hún.

mánudagur, janúar 12

Hvar er?

Hvar er hvar er hvar er hvar er húfan mín? Hvar er húfan mín? Hvar er húfan mín?

mánudagur, janúar 5

Fyndið

Áðan heyrði ég átta ára krakka öskra "Fuck you motherfucker" mjög hátt. Það finnst mér fyndið.

fimmtudagur, janúar 1

Árið gert upp

Það gera 15 kr.