miðvikudagur, desember 20

Jæja

Ekki laust við að kjeppinn sé hálfnaður á leiðinni að B.S. gráðu...

föstudagur, desember 15

Eðlisfræðingar með skemmtileg nöfn

Þessi færsla ætti nú að koma e-m í gott skap (það er ef nokkur les þetta blogg lengur).

Ég kynni með stolti:Vladimir Aleksandrovich Fock

Merkilegt nok þá er ég búinn að kynnast tveimur af mörgum afrekum hans í eðlisfræði...

fimmtudagur, desember 14

Skammtalækningar

Ráð frá skammtalækninum:
 • Ein Clebsch-Gordan tafla á dag kemur öllu í lag
 • sunnudagur, desember 10

  Eins og Geirmundur Valtýs söng

  Nú er ég léttur
  Og orðinn nokkuð Bose-Einstein þéttur
  Lesturinn er rétt að byrja
  Þetta er rosa geim

  laugardagur, desember 9

  Ljóskastara beint ofan í Mímisbrunn

  Krakkar, þetta er ekkert mál.

  Ástandssumman í kórsafninu (ZUSTANDSAMMEL) er náttúrulega ekkert annað en Laplace ummyndunin á ástandaþéttleikanum.

  Borðleggjandi

  föstudagur, desember 8

  Við upphaf prófa

  Þá er nú ekki amalegt að fá sér Magic  Ennþá skemmtilegra er þó þegar maður laumar vodkadreitli í orkudrykkinn sinn og sýpur yfir bókunum  Boðskapur: Kaffi - Búið spil
  Vodka og Magic - Málið

  fimmtudagur, desember 7

  miðvikudagur, desember 6

  Ritstíflurnar

  Nú þegar gerð aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar er nýlokið fæ ég það á tilfinninguna að ritstíflan sem reist var á þessari síðu muni brátt bresta.