fimmtudagur, maí 26

Þrjár staðreyndir, tvær afleiðingar og eitt sörpræs

Viðbjóóóóóóóóðslega góð:
1. Joe Cocker
2. Janis Joplin
3. Bjór

Afleiðigar:
1. Woodstock myndin var sjúklega nett
2. Kvöldið mitt var það líka, bjór + tónlist = JÁ

Eitt sörpræs:
1. Ég horfði á fótboltaleik og hafði gaman af. Auðvitað studdi ég Liverpool til að styðja sama lið og John, Paul, George og Ringo, jafnvel að maður fari að stunda það að leggja stuðning sinn á svona lið fyrst að það skilar svona góðum árangri. Auðvitað er það stuðningi mínum í kvöld að þakka að Liverpool vann, ef ég mundi halda svona einhverju áfram gætu það jafnvel orðið sigrar til frambúðar.

Annað sörpræs sem ég gleymdi:
1. Ég ákvað líklegast háskólanám á næsta ári undir áhrifum. Takmarki mínu tel ég mig því hafa náð þó að ekki hafi ég kastað upp á háskólanámið...
2. Og ég kastaði ekki upp í kvöld. Hins vegar gerði ákveðinn maður það sem ekki verður nafngreindur hér....


Ég er að fíla Woodstock. Alveg eru til e-r manneskjur á landinu sem ég væri til í að fórna til að hafa fengið að vera þarna. Og Joe Cocker og Janis Joplin eru viðbjóðslega góð...

miðvikudagur, maí 25

Loksins

Held að mér hafi tekist það að vera sá síðasti til að skrifa bloggfærslu og lýsa því yfir hve mikill léttir það er að vera búinn í prófum. Já, það er ljúft.

Þá er það bara að fara að pæla í hvað maður fer að gera næsta haust...

sunnudagur, maí 22

Djöfull ég veit ekki enn

- eða hvað?

Lúxus

Aaa, ekkert sem jafnast á við hressa krakka á trampólíni með tilheyrandi öskrum í næsta nágrenni til að hjálpa manni við að halda einbeitingu svona undir blálokin á próflestrinum...

Eurovision

Djöfulsins tilberasmjör...

föstudagur, maí 20

Yfirlýsing

Ég lýsi því hér með yfir að ég er ekki að fíl'etta...

fimmtudagur, maí 19

Djöfull

Ástandið á mér núna fyrir þetta munnlega próf er álíka gáfulegt og að hafa skráð sig í pólska herinn 31. ágúst 1939...

miðvikudagur, maí 18

þriðjudagur, maí 17

Tímamót

Nýr kafli var skrifaður í skólagöngusöguna þegar ég lauk síðasta skriflega prófinu áðan. Ekki laust við að það marki nokkur tímamót enda einungis tvö munnleg kvikindi eftir. Það eru því 165 reglur, 76 skilgreiningar, 328 dæmi og einn maður sem eiga eftir að kljást fram á föstudag og nokkrar smásögur og ljóð sem berjast um athyglina við hið hámenningarlega Eurovision um helgina og síðan ekki söguna meir.

Nú man ég eftir því hvað orðið Evróvisjón fer alveg skuggalega í taugarnar á mér. Þetta orðskrípi kom alveg örugglega fyrst fram hjá Gísla Marteini fyrir nokkrum árum og virðist því miður ætla að skjóta rótum í málinu. Nú hef ég löngum verið talsmaður þess að fyrir erlend orð sem berast til landsins séu smíðuð ný orð en þetta er fyrir neðan allar hellur. Hvers lags fæðingarhálfvita þurfti til að búa til þetta orð (held að svarið við þeirri spurningu sé að umræddur hálfviti sé Gísli Marteinn) sem hvorki er fugl né fiskur? Nú er Eurovision augljóslega samsett úr Euro og vision og því skiljanlegt að minnst sé á Evrópu í nafni keppninnar. Hins vegar finn ég visjón hvergi í minni orðabók og ég held að jafnvel í Sjittorðabók Marðar Árnasonar megi heldur ekki finna það orð. Hins vegar taka erkifíflin sem útbreiða fagnaðarerindið um þetta orð ekkert tillit þess og í tíma og ótíma má heyra auglýstan "Nýja Evróvisjóndiskinn" og "Evróvisjóntilboð". Legg ég því til að fundið verði nýtt orð fyrir þessa keppni ellegar að hún verði kölluð Júróvísjón. Evróvísjón er álíka þjált í eyrum og sandpappír og gerir engum gott. Ég sting því upp á að keppnin verði héðan á frá kölluð Evrógaulið og að Gísli Marteinn verði kýldur í magann fyrir að vera á góðri leið með að koma Evróvisjón inn í tungumálið.

föstudagur, maí 13

B-O-B-A

Mugison er ofmetinn

Núna veit ég...

...hvernig Ptólemeus leið í gröfinni þegar að sólmiðjukenningin kom fram. Hugmyndin um 12 tíma svefn var of góð til að geta staðist...

fimmtudagur, maí 12

Vísindaleg niðurstaða

Löngum hefi ég velt vöngum yfir því hvernig sé að sofa í 12 tíma á meðan að á stúdentsprófum stendur. Nú veit ég það. Mæli með því eftir lestur undir tvö eðlisfræðipróf.

miðvikudagur, maí 11

Tvífarar?

Þessi mynd minnir mig óstjórnlega á einhvern...

þriðjudagur, maí 10

Tartaros

Bit tveggja ára leti er fast...

mánudagur, maí 9

Meiri 80's tónlist

Þar sem að ég sé fram á að prófið verði sköll hef ég ákveðið að fara að hlusta á 80's tónlist eins og óður maður. Rakst ég á gamlan gullmola í gær, en það er lagið Tarzan Boy með Baltimora. Mæli ég eindregið með því lagi til að létta lund í prófatímanum og má finna það hérna.Merkilegt nok þá er Baltimora ekki hljómsveit heldur listamannsnafn Jimmy McShane sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan.

Emotional meltdown?

Að læra eðlisfræði nánast samfellt frá morgni langt fram á nótt. Finna 80's safndiska í geisladiskasafninu sínu. Blasta Kajagoogoo.

föstudagur, maí 6

Lygar fjölmiðla

Sá dagur líður varla að ekki heyrist fréttir í fjölmiðlum um vaxandi offitu íslenskra barna. Svara er leitað við þeirri spurningu hvað valdi þessum vaxandi vanda og er hreyfingaleysi íslenskra barna oftast kennt um. Krakkar hangi inni og spili tölvuspil og fari ekki út úr húsi nema til þess eins að stíga upp í næsta bíl. Athuganir mínar síðustu daga benda hins vegar til þess að því miður er þetta ekki satt. Því miður fara íslenskir krakkar út ennþá að leika sér. Því miður segi ég, því undanfarna daga hefur verið ómögulegt að læra fyrir látum í krakkaskríl sem hefur komið sér fyrir rétt fyrir utan gluggann á herberginu mínu. Allan liðlangan daginn hamast þessi kvikindi með tilheyrandi öskrum og djöfulgangi og tók þó út fyrir allan þjófabálk í gær þegar að fimm stelpur, á að giska 10 ára gamlar, fóru í öskurkeppni. Fyrir utan gluggann minn. Eða svona nánast. Á meðan að ég var að berjast við að lemja jarðfræðiþekkingu inn í hausinn á mér í þessu sóðalega góða veðri sem var í gær var æstur krakkaskríll að skemmta sér á minn kostnað. Sjaldan hef ég bölvað námsefni jafnmikið og sjaldan bölvað nokkrum krökkum jafnmikið. Ég vil því endilega hvetja alla foreldra barna á aldrinum 3-16 ára sem lesa þessa færslu að gefa börnunum sínum leikjatölvu og sjónvarp, í það minnsta á meðan að ég er að læra fyrir stúdentspróf.

Einnig vil ég biðja ykkur kæru nágrannar ef þið eruð að lesa þetta að drullast til að banna börnunum ykkar að glamra á píanó klukkan átta á morgnana. Annað hvort er ég að reyna að sofa á þessum tíma eða að reyna að læra. Stanslaust píanóglamur á verkum sem ég er búinn að þjást við að hlusta á í nánast heilt ár hjálpar til við hvorugt. Og hættið líka að smíða. Eitt hamarshögg eða hljóð í vélsög á meðan að ég er að læra eðlisfræði um helgina og ég fer og rústa píanóinu ykkar með sleggju. Takk.

Jammmjammm, alltaf jafngaman í prófum...

Tónlist

Fátt jafnast á við það eftir margra tíma nánast samfelldan lestur á jarðfræði að taka sér smá hlé frá lærdóminum og rokka með Black Sabbath hátt stillt í nokkrar mínútur.

þriðjudagur, maí 3

Djöfull

Nú væri gott að eiga klukku sem gæti stöðvað tímann...


Svo að maður vitni í sjálfan sig:"Tíminn er andstæðingur afreka" - Ásgeir, 2004

mánudagur, maí 2

Eins og John Fogerty og félagar í CCR sungu:"You know the night time
Is the right time..."