fimmtudagur, desember 29

Þjóðvegur 61

Það væri ekki leiðinlegt að aka eftir honum...

laugardagur, desember 24

Þrjú á palli

Þeir er hafa í hyggju að stofna þjóðlagahljómsveit á borð við Þrjú á palli eru beðnir um að hafa samband við mig.

Damn, þessi hljómsveit er wicked!

mánudagur, desember 19

Fokking meistari

Skilaboð til fjölmiðla:

Eruð þið til í að hætta að sitja á þumlunum ykkar og drullast til að hætta að tala um þetta jólastress sem á víst að tröllríða öllu þessa dagana? Ég er þess fullviss um að þessi kvilli sem þetta andskotans orð lýsir hrjáði mun færri áður en það var blásið upp í fjölmiðlum og þeir sem geta ekki hætt að væla yfir því hvað þeir eru að farast úr stressi er skipað hér með að gera það samt.

sunnudagur, desember 18

Gangtruflarnirnar

í lærdómsvélinni hafa tekið hágildi í dag. Strokkarnir hafa haldist í sömu stöðu og þeir voru í þegar slökkt var á henni síðast, kertin eru að þrotum komin, nánast fulleydd. Ósmurð vélin veldur ökumanninum þjáningum og draumar hans um sólríka sumardaga þegar biluð miðstöðin hrellir engan ágerast. Óljóst er hvernig dekk bílsins sem vélinni er ætlað að veita afl munu koma til með að spæna upp malbik vegs stærðfræðigreiningarinnar á komandi tímum. Ljóst er þó að orkuríks eldsneytis og langra hléa vélinni til handa verður þörf...

laugardagur, desember 17

Heims um Vatnsból

Eins og einhverjir lesendur vita e.t.v. nú þegar er söfnun farin af stað fyrir vatnsbrunni Afríku til handa. Að sjálfsögðu má hver og einn ekki láta sitt eftir liggja og hef því ákveðið að afrita eftirfarandi texta af heimasíðu Henriks Garcia. Ekki yrði leiðinlegt ef einhverjir lesendur sæu sér fært að gera slíkt hið sama.


Hlýðið á fögnuð. Menn ætla að safna 120.000 krónum fyrir afar þyrsta einstaklinga. Er þetta sameiginlegt átak og er lesandi beðinn um að taka þátt.

Stiftamtmaðurinn sagði: Það er að mínu mati sláandi auglýsing í Morgunblaðinu í morgun (þriðjudag). Þar er talað um að Nýr brunnur sem getur séð 1000 manns fyrir vatni í marga áratugi kosti 120.000 kr. Það gera 2.500 kr. fyrir tæplega 50 manns samkv. auglýsingu (en 48 samkv. áreiðanlegum útreikningum). Ég veit að við erum öll fátæk, skuldug og það eru að koma jól en með samhentu átaki ætti þetta að takast léttilega. Þetta er nú á algjöru frumstigi en er vilji hjá lesendum fyrir því að auglýsa þetta á síðunni sinni og tala kannski við ættingja og vini og leggja saman í einn brunn? Er ekki smá jólafílingur yfir því að veita 1000 manns vatn í Mósambík eða Úganda? Sleppa því að panta einu sinni pizzu og safna saman fyrir einum brunni? Eða gabba ömmu og afa til að leggja málefninu lið í staðinn fyrir einhver rúmföt sem þið eigið pottþétt eftir að fá annars í jólagjöf – þá eru báðir aðilar glaðir. Þetta liggur hjá ykkur, ég er því miður ekki nógu ríkur ennþá til að standa í þessu einn, en vonandi mun þessi elíta geta gefið hvert sinn brunn í framtíðinni. Baráttu- og jólakveðja. Í barnslegri einlægni Bjarni Þór Pétursson.

Hagnaðurinn mælti:Núna hefur verið stofnaður reikningur fyrir þessa söfnun. Hugmyndin er að safna þessum 120 þús kr., prenta stóra ávísun (svona fótbolta-ávísun, þið vitið) og afhenda svo Hjálparstofnun Kirkjunnar um miðja næstu viku. Líkur eru til að biskup Íslands muni mæta við það tilefni (ekkert grín hér).

Hér er það eins og ávallt einstaklingsframtakið
sem skiptir máli. 2500 kr á mann.

Reikningsupplýsingar:
0101-05-267703
Kt. 100179-3189

Fylgjast má með stöðunni á
www.haukurhauks.blogspot.com
Þá eru síðueigendur hvattir til þess
að birta fögnuðinn á síðunni sinni.
Takk fyrir, Henrik G. G.

fimmtudagur, desember 15

Draumfarir

Formáli: Þeim lesendum er ekki hafa lagt stund á nám í algebru og hnitarúmfræði til fróðleiks eru þverstæðir vigrar hornréttir hver á annan. Þeir hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að hringja ekki á menn í hvítum sloppum til að fjarlægja mig).

Að þessum formála rituðum langar mig til að gefa út þá ályktun að þegar námsmanni dreymir að hann sé staddur á karlaklósetti Aðalbyggingar Háskóla Íslands (sem vel á minnst er ekki til síðast þegar ég athugaði) og þar fer fram umræða um það hvort að Hemmi Gunn sé þverstæður hefur hann líklegast lært nóg fyrir algebruprófið. Að því ályktuðu ætla ég rétt að vona að mér gangi vel á eftir, ég vil ómögulega vita hvað annað getur valdið þvílíkum draumum...

Jöbbs

Það þyrfti ekkert að snúa upp á höndina á mér til að láta mig sjúga spena Heiðrúnar núna...

þriðjudagur, desember 13

Svefnvandræði

Er ég sá eini eða eru einhverjir fleira þarna úti sem eiga bágt með að sofna eftir að þeir eru nýbúnir að hlusta á lag í valstakti?

laugardagur, desember 10

Nei Sveppi, nei!

/*
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eyddist þessi færsla út og því miður öll kommentin með henni. Sem betur fer átti ég hana þau vistaða á traustum stað og því munu spellvirki Ofur-Huga, Simma og Jóa ekki hafa jafnmikil áhrif og ætla mætti í fyrstu.
*/

Eins og flestir hafa líklegast tekið eftir stendur stífur próflestur nú yfir hjá nemum Háskólans. Ýmsar skoðanir eru á því hvort að aumir stúdentar geti leyft sér að taka forskot á jólasæluna og lagt eyru sín við hlustir þegar jólalög berast á öldum ljósvakans til þeirra, en fyrir minn smekk skaðar eitt og eitt jólalag engan, ásamt freyðandi malt og appelsín blöndu og jafnvel smákökum líka.

Það var áðan.

Í aumkunnarverðri tilraun til að stinga próflesturinn af stóð ég upp frá tölvunni og hét för minni fram í eldhús nú fyrir skömmu. Þegar þangað kom inn var eins og venja ber kveikt á útvarpinu, Rás 2 ef nánar er tiltekið. Ég var ekki fyrr kominn inn um dyrnar áður en ljúfir upphafstónar eins af mínum uppáhaldsjólalögum ollu þrýstingsbreytingu við hljóðhimnu mína (jájá, ég er að fara í eðlisfræðipróf á morgun, mér er sama hversu asnalega þetta hljómar) og á svipstundu gleymdi ég öllum raunum Throckmortons frænda míns á eðlisfræðisviðinu og jólatilhlökkun festi klær sínar í sálartetrinu. Þetta sæluástand varði þó ekki lengi, því innan skamms rak ég mig á að eitthvað var ekki eins og vera. Jújú, laglínan var sú sama, og ég fékk ekki betur heyrt en að hljóðfæraleikurinn var áþekkur þeim er ég kannaðist við, þannig að hið eina sem eftir stóð vafasamt var söngurinn.

Eins og gleggstu lesendur hafa ef til vill kveikt á tilheyrði laglínan jólalaginu geðþekka Snow Is Falling sem löngum hefur létt lund mína, hvort heldur sem er í upprunalegu útgáfunni eða þá undir heitinu Snjókorn falla í flutningi Ladda. Þetta var hins vegar hvorugt. Í staðinn barði hlustir mínar óhljóð þau er helst mætti ætla að ættuð væru úr helvíti, þvílíka áþján óska ég engum manni að upplifa. Með snarræði tókst mér að stökkva að útvarpinu og rjúfa straum til þess og bjarga þar með hljóðhimnu minni en tíminn sem var til stefnu áður en blæða tók úr henni var teljandi í sekúndubrotum á báðum höndum einhents manns.

Jæja, þá eru líklegast allir búnir að fatta hvaða óskapnaði ég varð vitni að rétt í þessu. Enginn annar en sjónvarpsstjarna ársins fyrir nokkrum árum var hér búinn að taka eitt af skemmtilegri jólalögunum í sögu þeirra og klæmast á því svo eftir varð tekið. Einhver virðist hafa dáið og gert konung íslenskar afþreyingar (að kapteini Flygering undanskyldum að sjálfsögðu) að söngstjörnu án þess að hvorki kóngur né prestur væri spurður. Einhver ætti að segja umræddum manni, sem að sjálfsögðu er enginn annar en Sveppi, að halda sig við það sem honum fer best. Af einskærri góðmennsku minni hef ég ákveðið að taka það hlutverk að mér og segi því við Sveppa (sem ég geri fastlega ráð fyrir að lesi þetta blogg):

Sveppi. Haltu áfram að gera það sem þú gerir best. Í stað þess að syngja skaltu pissa á þig.



Í veikri von um að sættast við tilveruna rauk ég því í tölvuna á nýjan leik, skrifaði þessa færslu og setti tímamótaverkið Kósý Jól á. Það virðist hafa tekist...

fimmtudagur, desember 8

Smáauglýsingar

Ég auglýsi hér með eftir einbeitingu og sjálfsaga, mega vera notuð en þurfa helst að virka.

Hairdoctor

Afsakið að ég spyrji...

en hvað er fokking málið með þetta hæp?

Það er á tímum sem þessum þegar maður leyfir sér að álykta að tónlistarheimurinn hafi tekið hraðbyra stefnu niður á við sem ekki sér fyrir endann á, nákvæmlega 25 árum áður en þetta er ritað...

Hið eina sem hægt er að gera í stöðunni er að setja verk Meistarans annað hvort undir nálina eða yfir geislann, og finna fróun í því að eftir 25 ár mun enginn minnast útgáfuafmælis alls þess sora sem tröllríður íslensku tónlistarsamfélagi nú á dögum. Þess í stað verður minnst með sorg í hjarta að 50 ár eru síðan að blómagarður vestrænnar dægurtónlistar varð síns fegursta blóms fátækari.

mánudagur, desember 5

Spekfeitt

Það gerist ekki mikið feitara en eðalplötur með Bob Marley á vínyl í góðum græjum...

laugardagur, desember 3

Pælingar

Ég hef aldrei náð þeirri pælingu að pirra nágranna sína með því að spila jólalög á hljóðfæri...