laugardagur, desember 17

Heims um Vatnsból

Eins og einhverjir lesendur vita e.t.v. nú þegar er söfnun farin af stað fyrir vatnsbrunni Afríku til handa. Að sjálfsögðu má hver og einn ekki láta sitt eftir liggja og hef því ákveðið að afrita eftirfarandi texta af heimasíðu Henriks Garcia. Ekki yrði leiðinlegt ef einhverjir lesendur sæu sér fært að gera slíkt hið sama.


Hlýðið á fögnuð. Menn ætla að safna 120.000 krónum fyrir afar þyrsta einstaklinga. Er þetta sameiginlegt átak og er lesandi beðinn um að taka þátt.

Stiftamtmaðurinn sagði: Það er að mínu mati sláandi auglýsing í Morgunblaðinu í morgun (þriðjudag). Þar er talað um að Nýr brunnur sem getur séð 1000 manns fyrir vatni í marga áratugi kosti 120.000 kr. Það gera 2.500 kr. fyrir tæplega 50 manns samkv. auglýsingu (en 48 samkv. áreiðanlegum útreikningum). Ég veit að við erum öll fátæk, skuldug og það eru að koma jól en með samhentu átaki ætti þetta að takast léttilega. Þetta er nú á algjöru frumstigi en er vilji hjá lesendum fyrir því að auglýsa þetta á síðunni sinni og tala kannski við ættingja og vini og leggja saman í einn brunn? Er ekki smá jólafílingur yfir því að veita 1000 manns vatn í Mósambík eða Úganda? Sleppa því að panta einu sinni pizzu og safna saman fyrir einum brunni? Eða gabba ömmu og afa til að leggja málefninu lið í staðinn fyrir einhver rúmföt sem þið eigið pottþétt eftir að fá annars í jólagjöf – þá eru báðir aðilar glaðir. Þetta liggur hjá ykkur, ég er því miður ekki nógu ríkur ennþá til að standa í þessu einn, en vonandi mun þessi elíta geta gefið hvert sinn brunn í framtíðinni. Baráttu- og jólakveðja. Í barnslegri einlægni Bjarni Þór Pétursson.

Hagnaðurinn mælti:Núna hefur verið stofnaður reikningur fyrir þessa söfnun. Hugmyndin er að safna þessum 120 þús kr., prenta stóra ávísun (svona fótbolta-ávísun, þið vitið) og afhenda svo Hjálparstofnun Kirkjunnar um miðja næstu viku. Líkur eru til að biskup Íslands muni mæta við það tilefni (ekkert grín hér).

Hér er það eins og ávallt einstaklingsframtakið
sem skiptir máli. 2500 kr á mann.

Reikningsupplýsingar:
0101-05-267703
Kt. 100179-3189

Fylgjast má með stöðunni á
www.haukurhauks.blogspot.com
Þá eru síðueigendur hvattir til þess
að birta fögnuðinn á síðunni sinni.
Takk fyrir, Henrik G. G.

Engin ummæli: