fimmtudagur, desember 30

Sannast hér hið forkveðna:Oft vakna bestu hugmyndirnar á nóttunni...

mánudagur, desember 27

Það er aðeins eitt sem toppar næturblogg...Og það er morgunblogg!

Djúp pælingHversu oft hefur maður ekki velt því fyrir sér hversu margar fyrirmyndir Garðar Hólm ætti í íslensku samfélagi í dag.

Bara svona smá pæling...

sunnudagur, desember 26

JólakveðjaRitstjórn þessa vefs (sem samanstendur af mér sjálfum) óskar lesendum öllum, nær og fjær, til sjávar og sveita, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ritstjórnin vill auka þess þakka lesendum samfylgdina á árinu sem nú að renna sitt síðasta skeið og hlakkar til samfylgdar á komandi ári.

Líkur hér með lestri jólakveðja...

sunnudagur, desember 19

Vendipunktur í ímyndaðri skáldsöguAnd then, all out af sudden and out from nowhere, the Chocolate appeared.

Neimdropp gærkvöldsins:Páll Rósinkranz

fimmtudagur, desember 16

Nei, nú mega menn fara að skammast sín!Árásir vissra manna undir dulnefni á hina kynngimögnuðu hljómsveit BeeGees eru fyrir neðan allar hellur. Þeir menn sem þær stunda gera ekkert nema að smána sjálfa sig og sína ætt og ættu að sjá sóma sinn í því að hætta nú þegar, ellegar munu Gibbbræðurnir ógurlegu fara í meiðyrðamál við þá.

mánudagur, desember 13

Eins og meistari Konfúsíus sagði:Lag segir meira en 1000 orð.

BeeGees - Tragedy

Þegar bræði er farin að gera vart um sig útaf próflestri...Er ekkert sem getur sefað hana nema Bob Dylan.

Bob Dylan - I Want You
Bob Dylan - Simple Twist of Fate

Þessi tvö lög drógu mig frá skruddunum, bræðin hefur sefast.

Spurning svo um að lýsa megnum ímugisti á það fyrirkomulag að hafa bæði stærðfræðiprófin sama dag, það nálgast allavega skuggalega hratt að maður komist á það stig...

sunnudagur, desember 12

Þegar ælan er komin upp í kok af próflestriEr fátt sem jafnast á við The Smiths. Eftir samfellda tveggja tíma setu yfir diffurjöfnum redda þessi lög heilsu manna í skamma stund:

The Smiths - Bigmouth Strikes Again
The Smiths - Panic

Svo er alltaf gaman að komast að því daginn fyrir lesið próf í stærðfræði að manni vantar nokkrar reglur...

laugardagur, desember 11

Jólagjöfin í ár?Allir krakkar elska Jimi Hendrix dúkkuna...

Amfetamínsterar!Og svo þarf maður ekkert að sofa!

föstudagur, desember 10

JammjammjammBlússandi sveifla, bara dæmin eftir...

fimmtudagur, desember 9

Það hlaut að koma að því...Svo virðist sem heimsókn mín á Alþingi í dag eftir jarðfræðiprófið hafi tendrað hinn gamla bloggneista í hjarta mínu á ný, því í fyrsta skipti í langan tíma ætla ég mér að rita færslu sem í eru fleiri en þrjár málsgreinar.

"Um hvað ætlar Ásgeir að skrifa núna?" kynnuð þið að spyrja. "Ég skal segja ykkur að það!" mun ég svara. Ég ætla að skrifa um nýjasta æðið á Íslandi, Hive.

Takk fyrir---------------------------

Neinei, ég er að fara á kostum hérna. Nú get ég ekki orða bundist lengur. Hafa þeir menn, sem sjá um þetta fyrirtæki, ekki minnsta vott af siðferðiskennd í hjarta sínu? Eru þeir samviskulausir? Hvernig í ósköpunum getur nokkur maður litið í spegilinn og horft í augu sér ef hann hefur framið gjörðir slíkar sem Hive-menn hafa stundað upp á síðkastið. Spyr sá sem ekki veit.

Ég er að sjálfssögðu að fárast yfir íslenskunni í auglýsingum Hive-manna, eða réttara sagt, skortinum á henni. Nú er víst að Sveinbjörn Egilsson og Jónas Hallgrímsson hringsnúast líkt og villisvín á teini (allt í lagi, ósmekkleg líking) í gröf sinni yfir þeirri síbylju sem yfir landann gengur þessa dagana. Varla má kveikja á útvarpinu lengur, hvað þá ganga um götur borgarinnar, án þess að við manni blasi: "FRÍTT DOWNLOAD" eða þá að maður heyri auglýst "[frítt dánvlód]". Ljóst er að sómatilfinning þessara manna hvarf fyrir löngu síðan, ef hún þá nokkurn tímann hefur verið til. Svona vinnubrögð eru til skammar. Sæmd þeirra Hive-manna er horfin, og verður ekki úr helju heimt fyrr en þeir sjá sóma sinn í því að taka upp fallegra mál í auglýsingum sínum. Næst þegar ég heyri auglýsingu frá þeim glymja í útvarpinu vil ég heyra auglýst "[frítt niðurhal]". Næst þegar ég tek strætó vil ég sjá auglýst með stórum stöfum FRÍTT NIÐURHAL. Ég lýsi hér með í lokin yfir megnrum ímugusti á Hive-menn og þær auglýsingar sem þeir hafa látið ganga yfir landann, og stendur þessi ímugustur á þeim þangað til að þessi draumur minn um "FRÍTT NIÐURHAL" rætist.

miðvikudagur, desember 8

Smá skilaboðNorðmenn - Var ekki nóg fyrir ykkur að stunda rányrkju á ykkar aumkunnarverða landi? Þurftuð þið endilega að ræna síldinni okkar og hvalnum okkar líka?

Páll Melsted - Þú söks!

sunnudagur, desember 5

Til hamingju Þorgerður Katrín!Ykkur tókst hið ómögulega. Að gera samræmdu prófin ósamræmd. Frábært hjá ykkur!

föstudagur, desember 3

Er þetta ekki móðins núna?

Take the Dead German Composer Test!

fimmtudagur, desember 2

Smá spurning til Heimis Pálssonar:Hvað hefurðu eiginlega mörg líf á samviskunni?

miðvikudagur, desember 1

Fönix flýgur á ný?Allavega eru kominn inn endurnýjaður tenglalisti. Skiljið eftir athugasemd ef þið teljið ykkur hlunnfarin...