þriðjudagur, mars 21

Æska nú til dags, hluti 1

Síðastliðinn föstudagur var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Hann hófst á því að klukkan 3 um morguninn sló undirritaður ásamt verkbókarfélaganum Agli Árni Guðnasyni verkbókarmet sem að því ég best veit hefur ekki enn verið slegið af neinum sem ég þekki.

Eins og gefur að skilja var svefnstaðan mín því að daðra við kreditið þegar ég fór í skólann daginn eftir og ekki batnaði hún eftir því sem á leið daginn. Þegar ég kom heim var var ég því við svefnsins dyr og litlu munaði að mig þryti örendi og ég legðist upp í rúm áður en kvöldið rynni upp með sín æfintýr. Þó er engu líkara en æðri máttarvöld hafi ekki sætt sig við áætlun mína og sendu því til mín lítinn púka í gervi 10 ára strákræfils. Þegar ég var um það bil að skríða undir mjúka og hlýja sæng mína glumdi í dyrabjöllunni. Forviða vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið, átti ég von á gesti á þessum tíma dags? Væri þetta e.t.v. spennandi pakki frá útlöndum eða einhver vinur sem hefði bakað handa mér köku og ákveðið að bjóða sér í kaffi heim til mín?

Fullur tilhlökkunar stökk ég fram í forstofu, reif í hurðarhúninn og opnaði dyrnar upp á gátt. Við mér blasti strákhnokki, á að giska 10 ára gamall. "Núnú", hugsaði ég með mér, "hér er greinilega á ferð ungur mannvinur sem er líklegast að safna fé til matarkaupa handa soltnum Afríkönum eða þá dóti á tombólu til styrktar Rauða Kross Íslands." Hugur minn hóf að þjóta yfir hvað ég gæti gefið þessum litla hugsjónarmanni en komst ekki langt áður en spurningin gall upp úr litla kvikindinu. "Áttu nokkuð Idol-stjörnur?". Hvílík heimtufrekja, hvílík ósvífni! Hve lágt leggst vor æska er hún bankar uppi hjá ókunnugum í veikri von um að geta sníkt afrifnar Idol-stjörnur af kókflöskum? Hafa þessir gríslingar ekki heyrt um fórnfýsi og hugulsemi til þeirra er minna mega sín, snýst virkilega allt um hver á flestar glansmyndir af Kalla Bjarna og Davíð Smára?

Fullur vonbrigða vissi ég ekki hvað ég átti til bragðs að taka og greip því til þess sígilda bragðs að veita strákhelvítinu einn velútbúinn vinstri krók á hægra augað. Hann fékk að sjá sínar stjörnur við það...

[ Vel að merkja var síðasta efnisgreinin uppspuni. Ég sagði einfaldlega nei og skellti hurðina á frekjuna en það var ekki jafnafgerandi endir... ]

föstudagur, mars 17

Úthald

18 samfelld lærdómslota í VR-II sem rétt í þessu var að ljúka.

Harka...

miðvikudagur, mars 15

Haha

Ivan Motta

Haha