föstudagur, maí 21

EðlisfræðinEitthvað ekki alveg...

miðvikudagur, maí 19

TíminnEr andstæðingur afreka.

mánudagur, maí 17

DjöfullÞað er ekki til kaffi. Ekki einu sinni NesCafé. Feitt fiasko!

sunnudagur, maí 16

Orð NostradamusarEitthvað segir mér að nóttin sem brátt fer í hönd verði löng...

föstudagur, maí 14

Viðburðarrík AlþingisferðÍ morgun hélt ég ásamt Tómasi Pajdak á fundarpalla Alþingis. Hafði staðið til daginn áður að við mundum hittast þar um kvöldið, en þar sem við vorum sammála um að mesta fúttið væri í umræðu um fundarstjórn forseta, og mestar líkur væru að ná henni á morgnana, sammæltumst við um að mæta kl. 10:30 á Alþingi næsta morgun. Þegar dagurinn í dag rann svo upp hringdi Tómas í mig og ákváðum við að breyta fundartíma okkar til kl. 10:00 ellegar eins snemma og unnt væri.

Ég var mættur eftir smá bílastæðarallý í Þingholtunum á þingpalla um kl. 10:25 og hitti þar fyrir krónprins Pajdakættarinnar á Íslandi. Hafði hann mætt aðeins á undan mér og náð síðustu orðum Helga Hjörvars í umræðu um fundarstjórn forseta. Sá sem stóð upp í pontu þegar ég mætti var Björgvin G. Sigurðsson, sem eins og frægt er orðið ætlaði sér að lesa bókina Frelsið eftir John Stuart Mill. Það kom hins vegar að ljós að hann og Einar Már Sigurðarson ætluðu að skipta bókinni á milli sín, lesa valda kafla í annarri umræðu og klára bókina svo í þeirri þriðju. Hófst þá lesturinn, og inn í hann skaut þingmaður ýmsum athugasemdum. Var lestur hans ekki hápunktur dagsins.

Eftir ræðu Björgvins var næstur í pontu Steingrímur J. Sigfússon, og held ég að enginn hafi gert sér í hugarlund hvílíka bombu hann átti eftir að flytja, þótt vissulega væri vitað að hann væri meðal bestu og skemmtilegustu ræðimanna á Hinu háa Alþingi. Í upphafi ræðu sinnar fór hann fram á að nokkrir hæstvirtir ráðherrar yrðu viðstaddir lok ræðu sinnar, þegar hann hugðist ætla að leggja fram spurningar fyrir þá. Fyrsta bomban kom svo þegar hann gagnrýndi þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að aðhafast ekkert í málinu, og kallaði hann þá hlussur. Var þá hlegið á þingpöllum. Er á leið ræðuna minntist hann á að hann óskaði eftir viðveru ráðherra, og var forsætisráðherra þá kallaður upp í þingkerfinu. Sást Davíð Oddsson svo fljótlega á vappi fyrir utan þingsal, og getum við samferðamaður minn klárlega vottað fyrir það að hann virtist fullfrískur. Hann lét sig þó fljótt hverfa, og sást ekki aftur eins og kunnugt er orðið.

Steingrímur hélt svo ræðu sinni áfram, og varpaði svo fram annarri sprengju þegar rætt var um fréttaflutning fjölmiðla af málinu, og bar fréttaflutningur Morgunblaðsins þar á góma. Vitnaði Steingrímur í leiðara blaðsins og vitnaði í hann en þar stóð meðal annars að allir málsaðilar hefðu sæst á sjónarmið þess í málinu, það eina sem skildi á milli væru 20 prósentustig. Hló þá þingheimur. Var þá hlegið á þingpöllum. Steingrímur benti svo Forseta Alþingis, sem þá var Halldór Blöndal, að lesa þennan leiðara, enda væri Halldór sérstakur áhugamaður um Morgunblaðið. Sagðist Halldór, sem var með Moggann hjá sér og var að fletta honum, þá vera að leita að þessum ákveðnu skrifum. Þá mælti Steingrímur: "Þetta er leiðarinn. Hann er venjulega í miðopnunni." Var þá hlegið á þingpöllum. Ræðu Steingríms miðaði svo áfram markvisst, og kom með marga góða punkta í henni, t.d. afhverju viðskiptaráðherra hefði reynt að sameina ríkisbankana fyrst að hún væri svona mikið á móti samþjöppun. Þeir hefðu virkað vel ef að stjórnarþingmenn mundu e-n tímann skipta um skoðun. Þegar kom að lokum ræðunnar var enginn þeirra sem hann hafði óskað eftir að yrðu viðstaddir mættur í þingsal. Bárust þær fréttir frá forseta þingsins, sem þá var Guðmundur Árni Stefánsson, að forsætisráðherra væri læstur inni í fundarherbergi á mjög mikilvægum fundi. Fór Steingrímur þá fram á að hlé yrði gert á fundinum, og reynt yrði að ná í forsætisráðherra á meðan á hléinu stæði. Varð fundarstjóri við þessari beiðni.

Nújæja, í fundarhléi ræddum við Pajdak af kappi um nýliðna atburði sem gerst höfðu, og fullir eftirvæntingar biðum við eftir því að sjá framhaldið. Nú var fundur settur aftur, og var sú nýbreytni tekin upp að umræða um fundarstjórn forseta var tekin upp í miðri ræðu þingmanns. Sá fyrsti til að hafa orð á þessi var Jóhann Ársælsson, og var hlegið á þingpöllum þegar hann gerði fundarmönnum þetta ljóst. Fjörugar umræður spunnust um fundarstjórn og skemmtilegast var þegar Jón Bjarnason mætti upp í pontu og lagði það til við fundarstjóra að matarhléi þingmanna yrði flýtt til 11:30. Var þá hlegið á þingpöllum. Fundarstjóri hafnaði beiðninni. Steingrímur steig loks aftur upp í pontu, og nú fór að draga til tíðinda.

Það leyndi sér ekki að Steingrímur var reiður. Reiður yfir vanvirðingunni sem ráðherrar sýndu alþingismönnum. Reiður yfir því hvernig Davíð Oddsson reyndi að fara með Alþingi eins og gólftusku líkt og hann hafði gert við borgarstjórn. Hann húðskammaði þingmenn stjórnarflokkanna, og fannst lítið til þess koma aðeins einn þingmaður þeirra flokka hafði kveðið sér til hljóðs. Ekki fannst honum heldur mikið koma til þeirrar ræðu, en hann kallaði ræðu hans aularæðu. Var þá hlegið á þingpöllum. Steingrímur vatt máli sínu næst að forsætisráðherra, rifjaði upp þegar Davíð Oddsson leysti upp Alþingi fyrir tíma fram þegar að þingmenn sýndu honum mótspyrnu og fleiri afrek á ferli hans, meðal annars metasöfnun hans á stjórnarskrárbrotum. Enn lét Davíð ekki sjá sig, en eins og áður segir í þessari færslu hafði Davíð áður sést á vappi á Alþingi, og var ekki á öðru að sjá en að hann væri fullfrískur. Ég og Tomasz H Pajdak erum tilbúnir til að ábyrgjast það að hann hafi verið á vappi og litið út fyrir að vera bráðfrískur ef vitna verður krafist fyrir dómstólum. Steingrímur dró því þá ályktun að forsætisráðherra þyrði einfaldlega ekki að eiga orðastað við sig. Mælti hann þá þessi orð, sem verða lengi höfð í minnum manna:
"Og það skal þá standa, að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla, að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig!"

Var þessi Alþingisferð sú skemmtilegasta og jafnfram merkilegasta sem ég hef farið í, og ekki miklar líkur á því að hún verði toppuð. Gef ég henni fullt hús, eða 100%

Og munið, að þið hafi hvergi fengið jafnítarlega lýsingu á atburðum á Alþingi dag eins og á þessari síðu.

http://rostungurinn.blogspot.com - þar sem málin eru krufin til mergjar!

Að loknu stúdentsprófi í frönskuTout est finit!

fimmtudagur, maí 13

ViðeigandiÞað er fátt sem á meira við þessa nótt en Django Reinhardt.

FúltUm þessar mundir standa yfir líklegast einu hræringar í íslensku stjórnmálalífi sem nokkur sá sem les þessa síðu á eftir að upplifa á ævi sinni. Það er ekki oft sem mig langar til að fara niður á Alþingi og horfa á umræður, en núna langar mig til þess (eða réttara sagt áðan, þingmennirnir eru farnir að sofa, aumingjar). En nei, ég þarf víst að mæta í stúdentspróf í frönsku á morgun...

Eric Clapton - Bad Love

mánudagur, maí 10

Bless blessÖrnólfur Thorlacius

sunnudagur, maí 9

FlottheitÞað gerir síðuna nú áferðarfegurri að sleppa línum undir tenglunum.

Um biturleika mannsinsÞessari spurningu er beint til þín, Örnólfur Thorlacius: Hvað í ósköpunum hefur mannkynið gert þér til að það verðskuldaði það að þú skrifaðir kennslubækur þínar? Hver sá sem lætur lífið við lestur bóka þinna deyr hetjulegum píslavættisdauða, ertu að reyna að stofna nýjan sértrúarsöfnuð?

Nei, bara svona smá pælingar við lestur undir komandi líffræðipróf...

laugardagur, maí 8

Steiktur vesslingur dagsinsFrikki, toppaðu þennan!

Ójá!Stúdent í efnafræði.

Lífræn efnafræði má nú hvarfast við fullsterkara saltsýru og hvarfast til fulls. Sá sem fann hana upp hefur bara verið að því til að náttúrufræðideildarlið gæti kennt okkur Eðlisfræði I mönnum eitthvað.

föstudagur, maí 7

Menn og dýr...

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum. Frá því að ég hóf skólagöngu hefur mér verið kennd líffræði. Í þessu líffræðinámi hef ég jafnan oft rekist á fullyrðingar á borð við þessa: "Mannveran þróaðist af apakyni..." eða "Mannveran er þróaðasta dýr sem gengið hefur á jörð þessari". Þrátt fyrir þessi stóryrði og hroka mannanna gegn dýrum náttúrunnar, má alltaf finna einstaka menn sem halda í forn gildi og þjást af nostalgíu. Þetta eru menn sem kenna sig við dýr og dýranöfn vegna þess að þeim er annt um náttúruna og þeirra lífsskoðun er að maðurinn er í raun ekki æðri öðrum dýrum. Þessir menn eru meðal annarra:

Ásgeir Birkisson, sem löngum hefur kennt sig við konungi hafsins; rostunginn.

Þórður Gunnar Þorvaldsson hefur einnig löngum kennt sig við þekktadýrategund; hundinn. Þórður er jafnan kallaður D-Dog.


Með þessum pistli vil ég hvetja alla til þess að taka upp forna siði indíaána og fleirri góðra manna. Til dæmis getur Egill Árni kallað sig Egill Elgur.
Eða Vilhjálmur Alvar getur kallað sig Villi geit (þótt það bendi til sifjaspella).

Gefðu mérfastan punkt og nóga stóra búrettu og ég mun títra heiminn!

miðvikudagur, maí 5

Come onEileen

Steiktur vesslingur dagsinsþriðjudagur, maí 4

Psycho Killer


Qu'est que c'est?

Að loknu munnlegu enskuprófiHúrra, nú þarf ég aldrei að tala ensku framar!

Skilgreinin á fáránleikaLjúka við lærdóm fyrir munnlegt próf klukkan tvö um nóttu, fara upp og sjá að verið sé að sýna beint frá Alþingi á RÚV. Horfa á beina útsendingu frá Alþingi.

mánudagur, maí 3

Death of a SalesmanWilly Loman er líklega ein leiðinlegasta manneskja bókmenntasögunnar.

sunnudagur, maí 2

Aðeins í MHFriðrik Árni á kannski steiktan vessling dagsins, en þetta á ég.

Down by the seasideDown by the seaside.
See the boats go sailin'
Can the people hear,
What the little fish are sayin?


Ó Króatía, hve mikið ég hlakka til. Þess má einmitt geta að þessi mynd er tekin við ströndina á bænum sem ferðinni er heitið, ó þú mikla fegurð!

laugardagur, maí 1

Títrunarferli lokiðÞað ríkti undarleg blanda af spennu og harmi í verklegri efnafræði hjá 5.X á mánudaginn. Gerðu nemendur sér smám saman grein fyrir því eftir því sem á leið að síðasti verklegi efnafræðitími Menntaskólans væri upprunninn, og mundi einnig brátt renna sitt skeið á enda. Tilraunin sjálf var ekki af verri endanum, og ljóst að kennarar hefðu sammælst að enda títrunarferla nemenda með stæl, en verkefnið var það sem án efa hefur vekið mesta tilhlökkun í allan veturinn, já, að sjálfsögðu stóð til að títra mjólk. En það var ekki nóg með að þetta glæsta verkefni skyldi framkvæmd, heldur skyldi mjólkin einnig baktítruð áður.

Leið tíminn og loks kom að því að títrun var lokið, og það í síðasta sinn. Var það tregafull stund þegar ég lagði búrettuna á hilluna hinsta sinni, og ljóst að merk tímamót hefðu orðið í lífi mínu. En innst inni vissi ég að það þýddi ekki að gráta orðinn hlut, þetta var eitthvað sem ég yrði að slíta mig frá, og þarna var rétti tíminn. Búrettunni var gerð heiðurssæti á hillu í efnafræðistofunni, og ljóst að hin nýfengna títrunartækni mín mundi ekki nýtast framar við þessa búrettu. Vonandi er hins vegar að hún muni veita komandi nemendum Menntaskólans jafnmikið gagn og gaman og hún hefur gert mér, TÍTRUN MUN LIFA AÐ EILÍFU!

Títrun hefur verið hætt.

Lag sem passar ekki við líðandi stundQueen - Don't Stop Me Now. Ef eitthvað lag hefur einhvern tímann ekki átt við þá er það þetta lag á þessari stundu. Það er algjör ástæða til að stöðva mig, það er engin ferð á mér. Já, lærdómurinn hefur spillt mörgu góðu kvöldi, og ljóst er að margar ljúfar aftanstundir eiga eftir að fara í súginn á komandi vikum.