laugardagur, maí 1

Títrunarferli lokið



Það ríkti undarleg blanda af spennu og harmi í verklegri efnafræði hjá 5.X á mánudaginn. Gerðu nemendur sér smám saman grein fyrir því eftir því sem á leið að síðasti verklegi efnafræðitími Menntaskólans væri upprunninn, og mundi einnig brátt renna sitt skeið á enda. Tilraunin sjálf var ekki af verri endanum, og ljóst að kennarar hefðu sammælst að enda títrunarferla nemenda með stæl, en verkefnið var það sem án efa hefur vekið mesta tilhlökkun í allan veturinn, já, að sjálfsögðu stóð til að títra mjólk. En það var ekki nóg með að þetta glæsta verkefni skyldi framkvæmd, heldur skyldi mjólkin einnig baktítruð áður.

Leið tíminn og loks kom að því að títrun var lokið, og það í síðasta sinn. Var það tregafull stund þegar ég lagði búrettuna á hilluna hinsta sinni, og ljóst að merk tímamót hefðu orðið í lífi mínu. En innst inni vissi ég að það þýddi ekki að gráta orðinn hlut, þetta var eitthvað sem ég yrði að slíta mig frá, og þarna var rétti tíminn. Búrettunni var gerð heiðurssæti á hillu í efnafræðistofunni, og ljóst að hin nýfengna títrunartækni mín mundi ekki nýtast framar við þessa búrettu. Vonandi er hins vegar að hún muni veita komandi nemendum Menntaskólans jafnmikið gagn og gaman og hún hefur gert mér, TÍTRUN MUN LIFA AÐ EILÍFU!

Títrun hefur verið hætt.

Engin ummæli: