sunnudagur, nóvember 6

Að loknu prófkjöri

Öllum að óvörum kom í ljós í gærkvöldi að vinur einkabílsins, Eggert Páll, náði ekki inn á lista 15 efstu manna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í gær og í fyrradag. Til að reyna að létta lund hryggra lesenda hef ég því ákveðið að birta hér á síðunni póst sem ég sendi Eggert Páli [sic] síðastliðinn þriðjudag.

"
Sæll og blessaður!

Okkur félagana langar endilega til að kíkja til þín í kaffi í
kosningamiðstöðinni e-n tímann á góðri stund áður en væntanlegt prófkjör
fer fram. Í okkur ólgar þrá um að fræðast um stefnumál þín auk þess sem
löngun eftir því að komast hver maðurinn á bakvið hinn margrómaða Eggert
Pál er í raun og veru blundar í okkur öllum. Það væri því óskandi að þú
gætir séð þér fært um að svara mér til baka hvenær þú munt heiðra
kosningaskrifstofuna með nærveru þinni svo við getum komið heimsókn til
þín inn í þéttskipaða stundaskrá hins önnum þjakaða háskólastúdents.

Með von um góð viðbrögð,
Ásgeir
"

Eins og frægt er orðið varð það úr að við fórum í heimsókn til hans síðastliðinn fimmtudag og veitti hann okkur þar sælgæti eins og höfðingjum einum er lagið. Nú geta aðdáendur hans einungis vonað að hann láti mótlætið ekki á sig fá heldur komi tvíefldur til leiks inn í baráttuna að fjórum árum liðnum.

Engin ummæli: