sunnudagur, nóvember 20

Munaður

Líklegast játa flestir lesendur þessarar færslu því að hafa e-n tímann á lífsleiðinni fengið sér sopa af gleðidrykknum Kóka-Kóla (eða Coca-Cola eins og þeir skrifa er gorta sig af ágætri þekkingu á enskri tungu). Sjálfur nýt ég þess oft að láta sykurinn leika um æðar mínar en upp á síðkastið hef ég bryddað upp á þeirri nýbreytni að skera eins og eina sítrónusneið og bæta út í löginn. Hvet ég alla þá er vantar ef til vill smá krydd í grámóðu hversdagsleikans eindregið til að leika þetta eftir, það er löngu kominn tími á að einokun veitingahúsa á að láta sítrónusneiðar fylgja hverju keyptu kókglasi linni.

Engin ummæli: