laugardagur, október 22

Skilaboð

Nú þegar eitt kvöld er eftir af Iceland Airwaves get ég ekki lengur orða bundist. Nú voru skv. upplýsingum frá Hr. Örlygi, skipuleggjanda hátíðarinnar, seld um 3000 armbönd á hátíðina. Af þessum 3000 armböndum má gróflega gera ráð fyrir að um 1500 hafa ratað á hendur útlendinga (ef eftirfarandi skilaboð eiga við þá, þá er ljóst að þeir eru þegar sokknir of djúpt) og venjulegra tónlistarunnanda.

Hinir 1500 gestirnir eru líklegast að hugsa akkúrat á þessari stundu:
"Úúúú, ég er svo indí, takið mig alvarlega, úúúú"

Við þetta fólk hef ég eftirfarandi að segja:
"Haldið fokking kjafti"


Ég mun þola þetta lið eina nótt í viðbót, en guð hjálpi mér ef ég sé eina helvítis manneskju með asnalega klippingu eftir að Airwaves lýkur, ég á eftir að missa mig...

Engin ummæli: