þriðjudagur, október 11

Pakk

Í gær, sunnudag, hét ég för minni upp í geisladiskamarkaðinn í Perlunni. Sjaldan eða aldrei hafa hugmyndir Nietzsches um ofurmennið hlotið sterkari hljómgrunn í huga mínum en einmitt á þeim tíma sem ég eyddi þarna inni. Þarna var samankomið, vona ég í það minnsta, allt pakk landsins, og fyrir mig sem eyðir tíma mínum í að umgangast fólk eins og ykkur kæru lesendur var þetta vægast sagt óþægilegt. Plebbisminn var yfirgengilegur og margoft langaði mig að fara að fordæmi Megasar og afsaka mig meðan ég ældi.

Karlmaður á þrítugsaldri tók svo að sér að bíta höfuðið af skömminni fyrir aðra viðskiptavini plötumarkaðarins (að mér undanskildum, að sjálfsögðu (hógværðin uppmáluð, ætíð)) þegar hann sagði hárri röddi er hann stóð við hliðina á mér í B diskunum: "Nei sko, BON JOVI!!!". Svona lið er bara að biðja um að verða kýlt...

Engin ummæli: