Bloggleysi síðustu daga
Er alfarið leti um að kenna. Hins vegar er ein saga sem ég hef viljað segja allt frá því á laugardaginn, en þá bar það helst til tíðinda að Villa Skúnkulaði tókst að vera fyndinn. Alvöru fyndinn, ekki bara vandræðalegþögn fyndinn. Varð ég fyrstur manna meðal gesta hjá Jóni Bjarna til að kveikja á hvað hafði gerst, og þegar ég mælti hin fleygu orð: "Villi, þú varst fyndinn" misstu flestir viðstaddir hökuna niður í gólfið. Einn maður missti þó ekki hökuna niður í gólfið, gestgjafinn sjálfur, þar sem að hann var vant við látinn og missti því af þessum einstaka atburði. Hef ég af þessu tilefni bætt inn nýrri málsgrein í ímynduðu skáldsöguna mina um Skúnkulaðið sem væntanleg er á markað í næsta lífi:
"Og í þetta eina augnablik var Skúnkulaðið fyndið. Skömmu síðar var allt komið í samt horf."
Síðan er víst að ég verð í sjónvarpinu í kvöld að draga í undanúrslit í Gettu Betur, og ég veit það jafnilla og þið afhverju ég er að skrifa um það hérna...
Jæja, best að drífa sig í förðun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli