fimmtudagur, febrúar 24

Um Tjarnarhringurinn



Einhvern tímann þegar ég hef nægan tíma ætla ég að útlista ítarlega skoðunum mínum á þessu fyrirbæri sem Tjarnarhringurinn er. Í bili ætla ég hins að láta mér nægja að segja frá afrekum dagsins:
  • Bæting um tæpa eina og hálfa mínútu frá því síðast.
  • Hækkun á einkunn um einn og hálfan.
  • Yfirlið.
  • Þeim snillingi sem datt í hug að hrúga niður bekkjum við endastöðina á hringnum er hér með boðið í afmælið mitt. Án bekkjarins lægi ég líklega á botninum á tjörninni núna.
  • Hlaup orsaka minnisleysi og kenni ég því Tjarnarhringnum í dag alfarið um öll afglöp sem ég á hugsanlega eftir að framkvæma í væntanlegum prófum.
  • Þess virði? Dæmi hver fyrir sig...
  • Engin ummæli: