Hitt og þetta
Þar sem að ég nenni ekki að skrifa samfelldan texta verður bloggað í punktum í þessari færslu.
Endurbætur á Cösu urðu að heilmiklu verki sem rændu mann heilbrigði.Melódjammið heppnaðist frábærlega. Smá skemmdir að vísu en það reddast. Vonandi. Þeim sem hafa ekki hugmynd um hvað ég er að tala er vinsamlegast bent á að gleyma þessum punkti.Frábært djamm, ekki jafnfrábær vinna að sama skapi daginn eftir. Það að ætla sér að vinna upp nám í tölvufræði í vinnunni eftir lítinn svefn nóttina áður ráðlegg ég engum.Fyrirlestur sem ég átti að flytja heppnaðist víst frábærlega er mér sagt. Ég var ekki viðstaddur flutninginn svo að allir brandarar dóu víst í fæðingu, ef þeir hefðu komið með hefði verið um annað Gettysburgarávarp að ræða...
Gagnrýni á háskólakynningar:
Verkfræðikynningin: Góð kynning, blés lífi í eld verkfræðiáhuga MR-inga
Læknisfræðikynningin: Ekki alveg jafn góð. Mjög ekki alveg...
Félagsvísindakynningin: Löglega afsakaður
Ætli stefnan verði ekki tekinn á verkfræðina á næsta ári úr þessu...Góður Ratatoskr í dag, við ákváðum að hafa smá spennu í þessu til að byrja með en rétt eins og Fönix forðum daga snérum við fílefldir til leiks á ný...Skítlegt eðli virðist vera innrætt í fleiri forseta en forseta Lýðveldisins...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli