mánudagur, febrúar 7

Merkisatburðarfrásögn í tilefni söguprófs



7. febrúar 2005 verður lengi minnst í fyrirtækjasögu Íslands en þá stofnaði Vilhjálmur "Skunkur" Þórarinsson fyrirtækið Svik & Prettir ehf.

Var það Vilhjálms fyrsta verk sem forstjóri fyrirtækisins að víkjast undan að veita námsmanni við Menntaskólann í Reykjavík, Ásgeiri að nafni, bjór á barnum (hvaða bar var reyndar ótilgreint), en loforð þess efnis hafði hann gefið í færslu á heimasíðu fyrirtækisins, http://blog.central.is/alvar, en síða þessi var einnig þekkt fyrir ýmiss konar kreditkortabrask, sukk og svínerí. Orðrétt á heimasíðunni stóð:

"Tippaði í lengjunni áðan. Lagði vel undir. Ef Liverpool vinnur (sem ég efast ekki um), Tottenham vinnur (Haukur, það er eins gott að þínir menn taki þetta) og ef Arsenal vinnur þá vinn ég 11000 kall. Ef þetta gerist þá heiti ég hverjum þeim sem skráir sig fyrstur í gestabókina einum bjór á barnum þegar ég djamma með þeim einstaklingi næst."

Ásgeir, verandi mesti áhugamaður um fótbolta á landinu að Valla sport einum undanskildum, brá undir sér betri fætinum og heimsóttu heimasíðu íslensku Barbarasamtakanna, fotbolti.net, og þar mátti m.a. annars finna eftirfarandi úrslit í leikjum er fram fóru 5. febrúar, eða tveimur dögum fyrir stofnun fyrirtækisins:
  • Liverpool 3 - 1 Fulham
  • Tottenham 3 - 1 Portsmouth
  • Aston Villa 1 - 3 Arsenal
    Almannarómur var á einu máli. Ljóst var að Skunkurinn ætlaði sér stóra kökusneið af undirheimum Reykjavíkur og því reið mikið á að tilraunir hans yrðu kæfðar í fæðingu. Tók höfundur þessarar færslu sig því til og beindi kastljósi sínu að glæpamálinu, ekki einungis í von um að það yrði upplýst heldur einnig til að vera öðrum sakleysingjum sem enn trúðu á hið góða í heiminum víti til varnaðar. Eina leiðin fyrir Skunkinn til að komast aftur á hina beinu braut hreinnar samvisku, siðferðiskenndar og hófsams lífernis var að gefa Ásgeiri þann bjór er hann fyrir löngu hafði lofað honum, ellegar mátti ljóst vera að Skunknum biði aðeins þjáning, fyrst í hinum veraldlega heimi en síðan eilífðardvöl í Hreinsunareldinum.

    Og þá var það bara spurningin, hvað ætlaði Skunkurinn sér að gera?

    Fylgist spennt með á Rostungnum...
  • Engin ummæli: