Ójá
I.K.Dairo er svakalegur tónlistarmaður, helsta stjarna juju tónlistarinnar í Nígeríu á 7. áratugnum og eini afríski tónlistarmaðurinn sem hlaut MBE orðu. I.K.Dairo er enn þann dag mest metni tónlistarmaður í sögu Nígeríu, en þrátt fyrir að hafa tekið sér hlé frá tónlistarsköpun á áttunda áratugnum kom hann fílefldur til leiks á þeim 10. og skemmti löndum sínum allt til dauðadags 1996. Því miður get ég ekki boðið ykkur lesendur góðir upp á tóndæmi, en ljóst er að öllum árum verður róið í þeim tilgangi að nálgast disk með honum fyrir næsta Heimsborgarafund.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli