Íslenskupróf fá mann til að hugsa djúpt, mjög djúpt. T.d. áðan var ég að lesa Lestrarkver og ákvað að fá mér yfir því Marsstykki sem keypt var í e-i utanlandsferð hjá fjölskyldumeðlim. Um leið og ég beit í gegnum súkkulaðið fór ég að pæla. Nú vil ég benda fólki á meðfylgjandi mynd:
Sko. Eins og flestir þeir sem bragðað hafa Marssúkkulaði (eins og ég geri ráð fyrir að flestir þeir sem lesa þetta hafi gert) er Mars samsett af þremur mismunandi birtingaformum sykurs. Utan um allt er súkkulaðihjúpur, og þegar honum lýkur tekur við karamella. Gott og vel. Hvað í andskotanum er þetta samt sem er fyrir neðan karamelluna? Frauð? Deig? Kítti? Ber þetta e-ð nafn? Úr hverju er þetta?
Og afhverju hefur ekki risið upp alþjóðleg hreyfing sem krefst þess af Mars-M&M að upplýsa hvað þetta er? Og afhverju hélt ég ekki frekar áfram að lesa í íslensku í staðinn fyrir að pæla í þessu?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli