Þar sem ég hef ekkert betra við tímann að gera núna ákvað ég að eyða honum í að setja nýtt útlit upp á þessa síðu. Þeim sem líkar vel við breytingarnar mega þakka Heimi Pálssyni fyrir að gefa mér tíma til að gera þetta, án þess að bækur hans hengu yfir mér líkt og sverðið yfir Damokleusi forðum hefði ég án efa nýtt tímann í eitthvað nytsamlegra.
Annars er það bara djamm á morgun. Síðan mun lestur fyrir stúdenstsprófið í íslensku gleypa sálu mína.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli