Staður: Röðin á prikinu
Tími: Aðfaranótt laugardagsins 19. mars 2005
Ásgeir labbar niður Laugaveginn ásamt Einari Búa. Á röðinni á Prikið hittir hann hluta Grammanna og ákveður að hitta hinn hluta Heimsborgaranna þar inni. Einar Búi hafði fyrr um kvöldið þurft að bíta í það súra epli að skilríki hans virkuðu ekki á staðinn og ákveður að halda heim á leið. Framhaldið varð eftirfarandi:
E-r stelpur sem Ásgeir hefur ekki hugmynd um hverjar eru: "Hæ, varst þú ekki gaurinn í idolinu í gærkvöldi?"
Ásgeir: "Ha?"
E-r S:"Jújú, ég er viss um að ég sá þig í sjónvarpinu í gær. Þú ert gaurinn úr Idolinu"
Á:"Jájá, ég var í Idolinu í gær"
E-r gaurar fyrir aftan:"Hva, heldurðu bara að þú fáir að skjótast inn í röðina því að þú ert e-r sjónvarpsstjarna (alls ekki sagt í neinum illum tón)
Á:"Já, það er tekið út með sældinni að vera Kalli Bjarni"
Dyravörður:"Jæja, þið næst inn. Má ég sjá skilríki?"
Hópurinn réttir dyraverðinum skilríki sín. Tíminn líður. Skilríki Ásgeirs eru skoðuð gaumgæfilega.
Dyravörður:"Heyrðu, það er annar strákur búinn að nota þessi skilríki í kvöld. Annað hvort fer ég upp og næ í hann og við gerum e-ð vesen úr þessu eða þú sleppir því að koma inn í kvöld."
Ásgeir skallar dyravörð og labbar inn.
Á:"Reyndu að gera e-ð vesen úr þessu!"
Síðustu tvær línurnar voru stórýktar. Annað er skrifað eftir besta minni.
Gærkvöldið kenndi mér eftirfarandi:
Hins vegar nýtti ég mér þekkingu mína á líkindareikningi og ályktaði sem svo að svona óheppni gæti ekki haldið áfram endalaust. Þegar ég hafði lokið við að fara í Ríkið áðan í Kringlunni ákvað ég að gefa skít í líkindaguðina og kaupa mér lottómiða. Til að kóróna allt saman, happaþrennu líka. Happaþrennan skilaði mér í 100 króna tapi. Ég hlýt að vinna í lottóinu í kvöld...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli