fimmtudagur, apríl 8

Hérna voru tilhæfulausar ásakanir, ég hef lagað þetta til.

Heimur versnandi fer ...

Já, það liggur enginn vafi um það!! Að þessu komst ég í dag þegar ég átti, því miður, samtal við félaga minn fyrir stundu. Mér varð ljóst eftir þetta samtal okkar, sem stóð ekki lengur en í um tíu mínútur, að heimur versnandi fer. Ég hef allt frá barnsaldri talið mér trú um annað; að heimur okkar fari batnandi með hverjum degi sem líður og að lífskjör okkar mannanna sem byggja þessa jörð fari batnandi og að glæstir tímar séu framundan. Ég taldi mér trú um að ég væri heppinn maður, fyrir það eitt að fá að standa á herðum forfeðra minna sem lögðu grunn að þessum dásamlega veruleika sem ég upplifi. En sei,sei og nei og nei!! Þessi barnatrú mín varð skotspónn félaga míns í þessu samtali! Félagi minn gjörsamlega gerði út af við allt það sem ég hef trúað á frá blautu barnsbeini og gott betur; hann gerði mig gersamlega sjúklega þunglyndan og reiðan út í allt og alla.
Þið, lesendur þessarar greinar, eru væntanlega byrjuð að velta því fyrir ykkur hvað í samtali okkar, mín og vitleysingsins, hafi ollið þessari reiði minni. Já, þið þurfið ekki að velta vöngum ykkar lengur yfir því, þar sem ég ætla að segja ykkur skýrt og greinilega frá því. Byrjum á staðreyndunum:

Samtalsform: MSN Messenger
Tími: frá c.a. 14:40-14:50
Dagsetning: 8. apríl 2004

Þetta samtal fór á milli undirritaðs og Ásgeirs nokkurs Birkissonar, sem þið ættuð að þekkja sem eiganda þessarar síðu!

Um áraraðir hef ég talið Ásgeir vera lögfróðan mann og umfam allt góðan pilt. Mér fannst réttlætinu framfylgt þegar Ásgeir varð kosinn í Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík. Þarna var kominn ungur dugnaðarfálkur í stjórn nemendafélagsins sem væri lögfróður, sanngjarn og heiðarlegur maður. Jæja, Ásgeir vissi upp á sig sökina og sagðist þurfa að fara, á tónleika ((væntanlega með sugababes)á Skírdegi!!). Já, hann Ásgeir drattaðist af MSN með skottið á milli lappanna. Og fara síðan á tónleika með sugababes á Skírdegi!!! Þetta boðar ekki gott!!

Þarna voru tilhæfulausar ásakanir sem svertu mannorð margra aðila. Og ég fór ekki á tónleika með Sugababes, heldur Vinum Dóra. Rétt skal vera rétt!







Engin ummæli: