mánudagur, janúar 16

Sögur úr eldhúsinu

Annan hvorn mánudag er ég búinn í hádeginu í skólanum. Slíkt ber einmitt upp á þann dag sem þetta er ritað. Nú áðan ákvað ég að nýta mér það að vera búinn snemma og elda mér pasta í hádegismat í stað þess að misbjóða líkama mínum með pylsu á Select.

Þegar ég ætlaði að taka spagettíið úr pakkanum varð mér aðeins á í messunni og missti pakkann á gólfið. Hin fleygu orð „flaskan valt og úr henni allt” áttu svo sannarlega við á þeirri stundu.



Nú veit ég hins vegar hvernig hinn stórskemmtilegi leikur Mikado var fundinn upp...

Engin ummæli: