miðvikudagur, ágúst 25

Skólinn hefst á nýjan leik



Og ég var víst búinn að lofa einhverjum að koma með nýja færslu þegar sá atburður mundi gerast. Kemur hún hér með.

Króatíuferðin var skemmtileg. Þarna beitti ég svaðalegasta úrdrætti sem sögur fara af. Þessi stílbrögð í íslensku, maður kann þetta allt...

Upp er komið vandamál. Óargalýður sem kennir sig við eðlisfræðideild II hefur hertekið stóran hluta G-stofu, sem er merkilegasta stofa skólans, enda hefur hún hýst Eðlisfræðideild eins lengi og nokkuð gamlir menn muna (I stofan er reyndar líka merkileg, vonandi að maður losni við e-ð leiðindi útaf því að hafa sagt þetta um G stofuna núna). Vandamálið lýsir sér í gífurlegu plássleysi sem hrjáir nemendur þá er sitja tíma í þessari stofu, enda viðbrigði að skyndilega séu þar inni 25 manns í stað 12. Hefur þetta ollið því að ekki er lengur hægt að stunda borðtennis inni í stofunni, en útbúnaður til þess eru einu merkustu gripirnir í sístækkandi safni muna sem nemendur VI.X hafa sankað að sér í gegnum tíðina. Er ljóst að ekki verður lengur við þetta unað, og bið ég lesendur (ef einhverjir eru eftir) vinsamlegast um að koma með lausnir á þessu hvimleiða vandamáli í athugasemdakerfi síðunnar.

Eru annars ekki allir í stuði?

Og jammjammmjammmjammmjammm, næturbloggun hefur göngu sína á ný. Djöfull, ég sem var búinn að ákveða að fara að sofa á skikkanlegum tíma í vetur...

Engin ummæli: