miðvikudagur, júní 1

Töffarar helgarinnar

Tveir menn hljóta að standa upp úr sem töffarar helgarinnar:

1. Þorgrímur Þráinsson, sem gjörsamlega átti Júbílantaballið á laugardagskvöld eins og sést vel á
þessari mynd.
Viðlíka töffari hefur ekki sést hér á landi lengur en elstu menn muna og ljóst er að í huga hvers nýstúdents kom upp draumur um að vera álíka svalur og hann á júbílantaballinu eftir 25 ár og í huga hverrar nýstúdínu kom upp draumur um að fá einn dans við hann um kvöldið. Á óvart kom þó að vatsnbyssan víðfræga var ekki með í för og fékk reykingafólk því að stunda iðju sína óáreitt um kvöldið, þó að vísu hafi komist sá kvittur á kreik að hann hafi rifið rettu úr munni veislugests, traðkað á henni og sagt "Svona gera menn ekki". Sem er að sjálfsögðu rétt.

2. Jói Fel

Kappinn sá um allar veitingar í útskriftarveislu minni og mistókst að slá feilnótu líkt og vanalega. Álíka kræsingar hef ég ekki séð síðan að ég var viðstaddur veislur Loðvíks XIV í Versölum á sínum tíma eða þegar ég var staddur í Babættes Gæstebud. Meistarinn var meira að segja svo stórmannlegur að lauma með í veisluföngin nokkrum pökkum af hinu glænýja hafrakexi Jóa Fel sem er víst að slá í gegn í Hagkaupum þessa dagana. Enn þann dag í dag er ég að gæða mér á þessu gæðakexi og skil ég fullkomlega þær vinsældir sem hafrakexið hans Jóa er að öðlast, álíka hafrakexkökur hafa líklegast aldrei verið töfraðar fram.

Annars er ég líklegast að fara að skila inn umsókn í HÍ á morgun, fresturinn til að benda mér á að gera e-ð flippað á næsta ári er alveg að renna út...

Engin ummæli: