fimmtudagur, maí 26

Þrjár staðreyndir, tvær afleiðingar og eitt sörpræs

Viðbjóóóóóóóóðslega góð:
1. Joe Cocker
2. Janis Joplin
3. Bjór

Afleiðigar:
1. Woodstock myndin var sjúklega nett
2. Kvöldið mitt var það líka, bjór + tónlist = JÁ

Eitt sörpræs:
1. Ég horfði á fótboltaleik og hafði gaman af. Auðvitað studdi ég Liverpool til að styðja sama lið og John, Paul, George og Ringo, jafnvel að maður fari að stunda það að leggja stuðning sinn á svona lið fyrst að það skilar svona góðum árangri. Auðvitað er það stuðningi mínum í kvöld að þakka að Liverpool vann, ef ég mundi halda svona einhverju áfram gætu það jafnvel orðið sigrar til frambúðar.

Annað sörpræs sem ég gleymdi:
1. Ég ákvað líklegast háskólanám á næsta ári undir áhrifum. Takmarki mínu tel ég mig því hafa náð þó að ekki hafi ég kastað upp á háskólanámið...
2. Og ég kastaði ekki upp í kvöld. Hins vegar gerði ákveðinn maður það sem ekki verður nafngreindur hér....


Ég er að fíla Woodstock. Alveg eru til e-r manneskjur á landinu sem ég væri til í að fórna til að hafa fengið að vera þarna. Og Joe Cocker og Janis Joplin eru viðbjóðslega góð...

Engin ummæli: