Nýr kafli var skrifaður í skólagöngusöguna þegar ég lauk síðasta skriflega prófinu áðan. Ekki laust við að það marki nokkur tímamót enda einungis tvö munnleg kvikindi eftir. Það eru því 165 reglur, 76 skilgreiningar, 328 dæmi og einn maður sem eiga eftir að kljást fram á föstudag og nokkrar smásögur og ljóð sem berjast um athyglina við hið hámenningarlega Eurovision um helgina og síðan ekki söguna meir.
Nú man ég eftir því hvað orðið Evróvisjón fer alveg skuggalega í taugarnar á mér. Þetta orðskrípi kom alveg örugglega fyrst fram hjá Gísla Marteini fyrir nokkrum árum og virðist því miður ætla að skjóta rótum í málinu. Nú hef ég löngum verið talsmaður þess að fyrir erlend orð sem berast til landsins séu smíðuð ný orð en þetta er fyrir neðan allar hellur. Hvers lags fæðingarhálfvita þurfti til að búa til þetta orð (held að svarið við þeirri spurningu sé að umræddur hálfviti sé Gísli Marteinn) sem hvorki er fugl né fiskur? Nú er Eurovision augljóslega samsett úr Euro og vision og því skiljanlegt að minnst sé á Evrópu í nafni keppninnar. Hins vegar finn ég visjón hvergi í minni orðabók og ég held að jafnvel í Sjittorðabók Marðar Árnasonar megi heldur ekki finna það orð. Hins vegar taka erkifíflin sem útbreiða fagnaðarerindið um þetta orð ekkert tillit þess og í tíma og ótíma má heyra auglýstan "Nýja Evróvisjóndiskinn" og "Evróvisjóntilboð". Legg ég því til að fundið verði nýtt orð fyrir þessa keppni ellegar að hún verði kölluð Júróvísjón. Evróvísjón er álíka þjált í eyrum og sandpappír og gerir engum gott. Ég sting því upp á að keppnin verði héðan á frá kölluð Evrógaulið og að Gísli Marteinn verði kýldur í magann fyrir að vera á góðri leið með að koma Evróvisjón inn í tungumálið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli