1. Fór upp í námsráðgjöf Háskóla Íslands áðan og talaði þar við námsráðgjafa, líklegast í fyrsta skipti á ævi minni. Á mig voru farnir að sækja bakþankar varðandi val mitt á næsta ári en eftir ágætt spjall við námsráðgjafann varð ég staðráðnari en nokkru sinni fyrr að skella mér í hátæknieðlisfræðina. Um leið og ég kom heim dreif ég mig svo í að skrá mig í hátæknieðlisfræðina næsta ár áður en mér snerist hugur og er vonandi að ég hafi ekki verið að gera einhver reginmistök með því. Þetta verður örugglega fínt.
2. Mætti sprækur upp í 12 tóna og eyddi 6500 kalli á innan við hálfri mínútu. Miði á Antony & the Johnsons á NASA 11. júlí sem ég hvet alla til að mæta á og fjárfesting í disknum I Am a Bird now. Ég er að botnfíla þetta sem og langflestir þeir sem ég hef bent á þetta. Virkilega gaman að detta niður á svona gott efni og ég tilnefni diskinn nýkeypta hiklaust sem disk ársins, allavega enn sem komið er, og ljóst er að stórár er í vændum tónlistarlega séð ef hann á eftir að verða toppaður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli