sunnudagur, febrúar 29

Rugl og vitleysa



Eftir áralangar rannsóknir komst ég að því að dag að íþróttir eru hreinasta vitleysa. Ég labbaði fullfrískur inn í KR-heimilið í dag til að taka þátt í tuðrusparksmóti skólans. Út úr húsinu labbaði ég svo skaðaður á hægri fæti. Var langt í fjarri að ég hafi verið sá eini sem meiðst hafi við stundun þessarar villimennsku en út um allt hús láu menn sárþjáðir af meiðslum sem þeir höfðu hlotið.

Heilbrigð sál í hraustum líkama spyr ég nú bara...


Hart var barist...

fimmtudagur, febrúar 26

Binomalfordelingen



DJ Fíaskó in the house. Ó, hvílík stemmning að læra um fiasko og succes, jafnvel er hugað að stofnun líkindafélags.

Gettu Betur - Sigurinn aldrei í hættu (vá hvað þetta var spennandi).

Ég hef tekið þá ákvörðun að skrifa ritgerð um Les Misérables í frönsku, það þýðir ekkert minna.

Nennan fyrir að læra fyrir íslenskupróf stefnir á núll.

Hmmm, ætti maður að segja e-ð meira? Já, bætti inn linkum og breytti titlinum, fiasko á hug minn allan um þessar mundir. Slík spenna hefur ekki gripið um sig í X-inu síðan að diffurreikningur hófst, og spái ég því að allt eigi eftir að fara úr böndunum þegar tegurreikningurinn hefst.

Meat Loaf - Bat out of Hell

miðvikudagur, febrúar 25

Bland í poka



Áðan fór ég út í búð. Þar sá ég krakkamuffins á tilboði. Mér finnst ekki freistandi að vita af litlum krökkum í muffinsunum mínum. Þetta er einn allra þreyttasti brandari í sögu siðmenningarinnar.
Úti í búðinni var grænmetis-og ávaxtaborð. Var engu líkara en minnkunardvergurinn Jóhannes hefði snert ávaxtaborðið með sprota sínum, en öll eplin sem fáanleg voru voru álíka stór og mandarínur.
Áðan fór ég á Sólbjart. 3.I vs. 5.A. Ég ætla að halda því leyndu hvort liðið vann.

Stærðfræðipróf. Sveifla.
Frönskuritgerð. Ekki sveifla.

Deep Purple - Into the Fire

mánudagur, febrúar 23

Sveiflutoppur



Efnafræðiskýrsla.

Konungsins sveifla



Teljari og læti...

sunnudagur, febrúar 22

Nú mundi ég hlæja



Væri ég ekki dauður. Já, sumir eru skrítnari en aðrir eins og eftirfarandi frásögn gefur til kynna. Og lesið þetta á dönsku, þið hafið gott af því.

Hermed en oversættelse af en artikel trykt i L A Times:

"I efterklogskabens lys, var det at tænde tændstikken,
den største fejl,men jeg måtte jo prøve at få hamsteren
ud."

Dette fortalte Eric Tomazewski til den chokerede læge
på Salt Lake City's brandskadeafd. Erik og hans
homoseksuelle partner, Andrew "Kiki" Farnum blev
indlagt akut efter, at en seksuel leg var gået
frygteligt galt.

"Jeg satte et paprør i hans anus, og sendte vor hamster
"Raggot" ind," fortalte Eric. "Ganske som sædvanligt,
råbte Kiki "Armageddon" som var vores signal til, at nu
havde han fået nok. Jeg prøvede at få Raggot ud igen,
men han ville
ikke ud. Jeg kiggede ind i røret og tændte en tændstik.
Jeg tænkte at lyset ville lokke hamsteren ud igen."

Til en pressekonference forklarer en talsmand for
sygehuset hvad der videre skete: "Tændstikken fik
antændt en lille lomme af tarmgas. Flammen fra denne
antændelse skød ud af røret med det resultat, at der
gik ild i Eric's hår samtidig med, at han fik forbrændt
sit ansigt. Antændelsen af gassen satte også ild i
hamsterens pelsværk. Dette antændte igen en ny og
større gaslomme længere op i tarmen. Trykket fra denne
nye brand sendte så hamsteren ud igennem paprøret
som skudt ud af en kanon. Eric fik
andengradsforbrændinger af ilden samt brækkede næsen,
da hamsteren kom flyvende ud. Kikki fik første- og
andengrads forbrændinger i anus og den nedre del af
endetarmen."

Redaktørens kommentarer:
"De mest skræmmende ting ved denne historie:

1.: Jeg satte et paprør i hans anus.

2.: Jeg kiggede ind i røret..(det må have været som at
kigge ind i helvede med en kikkert)

3.: Stakkels hamster der bliver skudt ud af en manderøv

4.: Tænk at brække næsen p.g.a. at en hamster bliver
skudt ud af en anden mands røv og træffer dig i
ansigtet.

5.: Tænk at folk gør sådant noget og samtidig indrømmer
det overfor folkene på akutmodtagelsen. Jeg tror nu
nok, at jeg
havde fundet på en historie om en pyromanisk
voldtægtsforbryder, som var brudt ind i mit hus og
havde voldtaget mig med lighterbenzin

fimmtudagur, febrúar 19

Linkar



Eftir að hafa skimað önnur blogg fann ég þrjá linka á þetta blogg. Setti ég að því tilefni þrjá linka á þetta blogg og samdi vísu, en henni er ég búinn að gleyma því ég var fullur fyrir fimm mínútum.

miðvikudagur, febrúar 18

Já, gaman að



þessu. Rakst á þetta hjá Helga Hrafni. Þessi færsla hlýtur verðlaun fyrir flesta tengla í einni færslu hingað til.

mánudagur, febrúar 16

Váááááá





Skellti mér á þennan áðan í Skífunni. 100%.

sunnudagur, febrúar 15

Siðferðisklemma

Já, nú er maður í vandræðum. Er það siðferðislega rétt undir einhverjum kringumstæðum að fara frá tölvunni þegar Shine on You Crazy Diamond með Pink Floyd er leikið? Ég fæ það varla af mér að halda á brott frá tölvunni.
Nýtt útlit

Já, nú hefur útlitið Geir Ólafs tekið við af Herberti. Jafnvel eru linkar á leiðinni, það er aldrei að vita.

Lag stundarinnar: Queen - Keep Yourself Alive. Sjúkt lag!
Árshátíð, Hróaskelda og fleira

Nú ætla ég að blogga um árshátíðina. Þetta var skólabókardæmi um inngang sem fær fólk til að stinga úr sér augun til að sleppa við það að lesa meira. Ég veit um einn sem má taka mark á þessu. Fúsi, þú veist hver þú ert.

Já. Árshátíðin var bara nokkuð ágæt. Jet Black Joe léku fyrir dansi, ef dans skyldi kalla, en gólfið var frekar tómt allan tímann sem þeir léku. Þess í stað þeytti DJ Paul Oscar skífum á efri hæðinni og var pakkað þar, enda ekki við neinu öðru að búast. Jet Black Joe stóðu sig ágætlega, en samt sem áður tel ég þá hljómsveit vera betur til þess fallna að leika á tónleikum en á dansiballi eins og haldið var á Breiðvangi síðastliðinn fimmtudag. Í lok dagskrárinnar kom svo Kalli Bjarni og tryllti lýðinn, og veit ég um ófáa pilta að nafni Sigfús sem fóru með sjóaranum knáa frá Grindavík baksviðs að þræða öngla. Hvers vegna í ósköpunum er ég að segja frá þessu? Ég er nokkuð viss um að allar þær fáu hræður sem lesa þetta viti þetta allt. Tilgangsleysi dauðans (rétt eins og kótangens). Ballið nú var frekar langt frá því að toppa Skólafélagsárshátíðina, og ætla ég að skella 60% á ballið, eða þremur dansskóm af fimm. Skólafélagsárshátíðin fékk 90% eða fjóra og hálfa dansskó.

Tíðindi dagsins eru svo þau að ég er að fara á Hróaskeldu. Þessi frétt var í boði Boga Ágústssonar. Fjárfesti ég í einum miða áðan og verður haldið í góðra vina hópi út fyrir landssteina til lands Kim Larsen og Margrétar Þórhildar í lok júní.

Í gær fór ég aftur á hamborgastaðinn Old West. Hafði borgurunum ekki fipast flugið síðan ég fór þangað fyrst en nú var meira að gera en þegar ég fór fyrst. Slapp ég samt við röð sem ég tel vera frekar skrítið á föstudagskveldi, og er það vonandi að þessum stað verði ekki lokað sökum dræmrar aðsóknar. Krakkar, prófið að fara á Old West (og nei, ég er ekki á prósentum). Fór ég svo í þriðja sinni á útsöluna í Skífunni, og bætti nokkrum sögulegum diskum í safnið. Má þar nefna diskinn Uppteknir með Pelican, en hann er í einu orði sagt frábær.

Einnig hitti ég Ólaf Ragnar Grímsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Honum sagði ég bara að þegja.

þriðjudagur, febrúar 10

Lítil saga

Einu sinni var fleygbogi. Hann var boginn.
Einu sinni var fleygbogi. Hann var diffraður. Hann varð að beinni línu.
Einu sinni var fleygbogi. Hann var tvídiffraður. Hann varð að fasta.
Einu sinni var fleygbogi. Hann var þrídiffraður. Hann varð að núlli.

Hvað má læra af þessari sögu. Menn með banana í eyrunum eru grunsamlegir, það er ljótt að að ljósta eldingum í fólk og það er hægt að diffra fasta.
Hvað er málið?

Málið? Hvað er eiginlega málið? Þessi bók er málið!

Eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeðlisfræðiskýýýýýýýýýýýýrsla.

Áááááááááárshátíð.

Ég spái því að það muni taka mig nokkrar vikur að vinna upp svefninn eftir stífar skreytingar niðri í kjallara Casa Novae. Tókust þær vel, en stolt skreytinganna er tvímælalaust boginn sem gnæfir yfir innganginn, en hann er í gullnum sniðum og einnig má þar finna hlutfall sem gefur e, og veit ég um ófáa nemendur sem staðnæmdust fyrir framan stórvirkið, áttunda undur veraldar, og grétu gleðitárum er þeir litu fegurðina augum.

Hljóðrásin úr The Pianist er góður diskur.

Kótagens, tilgangsleysið uppmálað.

Áááááááárshátíð. Jettt Blackkk Joeeee. Kaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaalli Bjarni, sem var góður á Vinum Dóra. Dj Pallililililililiilii.

sunnudagur, febrúar 8

Sveifla?

Að sitja á laugardagskvöldi og skrifa ritgerð í íslensku?
Að kennarinn eigi ekki í sér minnsta snefil af manngæsku og neiti að gefa manni frest þrátt fyrir annir mannanna?
Að ritgerðin sé stefnulausari áttavilltur flóðhestur?
Að vera ósofnari en Bubbi Morthens eftir hálfsmánaðar kókaíntripp?

Maður spyr sig...

laugardagur, febrúar 7

Þreyttur

Sofa núna.

Leiðinleg færsla hjá mér, ég veit það.

þriðjudagur, febrúar 3

Hitt og þetta (og þó aðallega hitt (en líka þetta))

Það er visst stemmó að vera ekki búinn að læra helling af stærðfræðidæmum á miðnætti.

Ég fór á massífa tónleika um daginn, Vini Dóra, bestu tónleika sem ég hef farið á á Íslandi að ég held barasta, og gef ég þeim 98% sem er að sögn fróðra manna, hæsta tala sem ég hefi nokkurn tímann gefið.

Nokkur stikkorð um það sem á daga mína hefur drifið:
Bloggedíbloggedíblogg
Skreytingiskreytingiskreyt
Dæmingidæmingidæm
Pizzingipizzingipizz
Læringilæringilær

Útvarpsklúður, skull.

Læra? Já.
Tenglar? Veit ekki, ætli maður skelli þeim ekki inn við tækifæri.
Hvaða hlutverki gegnir cotangens? Þetta veit enginn.
Var þetta besta atriðið? Ég veit það ekki, það er svo erfitt að segja.
Dadara, hvað er þetta? Dagskrá vikunnar. Þetta er massablað.
Súr færsla? Tjáið ykkur í kommentum.